Eygló Ósk Gústafsdóttir sló í dag sitt þriðja og fjórða Íslandsmet á Íslandsmótinu í sundi, en Eygló Ósk hefur leikið á alls oddi á mótinu.
Eygló Ósk setti í dag Íslandsmet í 50 metra baksundi þegar hún synti á 27,45 sekúndum, en Ingibjörg Kristín Jónsdóttir úr SH átti gamla metið.
Eygló, sem keppir fyrir ÍBR, sló tvö met í gær. Annarsvegar 200 metra fjórsund og og 200 metra baksund eins og kom fram á Vísi í gær.
Frekari fréttir af mótinu má vænta í kvöld.
Uppfært 17:20 - Eygló Ósk sló svo annað met nokkru síðar, en þá sló hún Íslandsmet í 100 metra fjórsundi kvenna. Hún synti á 1:01,59 - en fyrra metið átti Ragnheiður Ragnarsdóttir úr KR.
Uppfært 18:16 - Eygló heldur áfram. Hún sló metið í 100 metra baksundi en hún tók fyrsta sprettinn í boðsundi og synti á 58,83. Gamla metið var 59,27 en hún átti það sjálf.
