Brooks Koepka sigraði í Tyrklandi eftir frábæran lokahring 16. nóvember 2014 13:43 Brooks Koepka lék frábært golf í dag. Getty Bandaríkjamaðurinn Brooks Koepka sigraði í sínu fyrsta móti á Evrópumótaröðinni en hann lék best allra á Turkish Airlines Open sem fram fór á Montgomerie Maxx Royal vellnum í Tyrklandi. Koepka átti sigurinn svo sannarlega skilið en hann fór á kostum á lokahringnum, fékk fimm fugla, einn örn og engan skolla en hann kom inn á 65 höggum eða sjö undir pari. Hann endaði mótið á 17 höggum undir pari, einu höggi betri heldur en Ian Poulter sem missti rúmlega tveggja metra pútt á lokaholunni til þess að jafna metinn og knýja fram bráðabana.Henrik Stenson nældi sér í þriðja sætið í mótinu með lokahring upp á 64 högg en nokkrir kylfingar deildu fjórða sætinu á 13 höggum undir pari, meðal annars Wade Ormsby sem leiddi fyrir lokahringinn og Miguel Angel Jimenez. Koepka hefur leikið á Áskorendamótaröðinni, Evrópumótaröðinni og PGA-mótaröðinni undanfarin ár en þetta er stærsti sigur hans á ferlinum. Fyrir sigurinn fékk hann rúmlega 130 milljónir í sinn hlut og þátttökurétt á stærstu mótum veraldar á næsta ári. Koepka sagði við fréttamenn eftir hringinn að hann hefði verið búinn að bíða lengi eftir þessum sigri sem hann vonaði að væri ekki sá fyrsti, enda væri hann enn að taka miklum framförum. Lokamót Evrópumótaraðarinnar fer fram í Dubai í næstu viku en þar leika 60 stigahæstu kylfingar mótaraðarinnar upp á gríðarlega háar fjárhæðir. Golf Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Brooks Koepka sigraði í sínu fyrsta móti á Evrópumótaröðinni en hann lék best allra á Turkish Airlines Open sem fram fór á Montgomerie Maxx Royal vellnum í Tyrklandi. Koepka átti sigurinn svo sannarlega skilið en hann fór á kostum á lokahringnum, fékk fimm fugla, einn örn og engan skolla en hann kom inn á 65 höggum eða sjö undir pari. Hann endaði mótið á 17 höggum undir pari, einu höggi betri heldur en Ian Poulter sem missti rúmlega tveggja metra pútt á lokaholunni til þess að jafna metinn og knýja fram bráðabana.Henrik Stenson nældi sér í þriðja sætið í mótinu með lokahring upp á 64 högg en nokkrir kylfingar deildu fjórða sætinu á 13 höggum undir pari, meðal annars Wade Ormsby sem leiddi fyrir lokahringinn og Miguel Angel Jimenez. Koepka hefur leikið á Áskorendamótaröðinni, Evrópumótaröðinni og PGA-mótaröðinni undanfarin ár en þetta er stærsti sigur hans á ferlinum. Fyrir sigurinn fékk hann rúmlega 130 milljónir í sinn hlut og þátttökurétt á stærstu mótum veraldar á næsta ári. Koepka sagði við fréttamenn eftir hringinn að hann hefði verið búinn að bíða lengi eftir þessum sigri sem hann vonaði að væri ekki sá fyrsti, enda væri hann enn að taka miklum framförum. Lokamót Evrópumótaraðarinnar fer fram í Dubai í næstu viku en þar leika 60 stigahæstu kylfingar mótaraðarinnar upp á gríðarlega háar fjárhæðir.
Golf Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira