Fékk stærsta samning í sögu bandarískra íþrótta Tómas Þór Þórðarson skrifar 18. nóvember 2014 11:30 Giancarlo Stanton á fyrir salti í grautinn næsta áratuginn eða svo. vísir/getty Giancarlo Stanton, 25 ára gamall hafnaboltaspilari sem leikur með Miami Marlins í bandarísku MLB-deildinni, skrifaði í gær undir stærsta samning í sögu bandarískra íþrótta og líklega í öllum heiminum. Stanton gerði þrettán ára samning við Marlins og fær 25 milljónir dala (3,1 milljarð króna) á ári eða í heildina 325 milljónir dala (40,3 milljarða króna). Þetta kemur allt fram í frétt ESPN. Hafnaboltaleiktíðin eru 162 leikir en þrátt fyrir þann fjölda leikja fær Stanton 155 þúsund dali á leik eða því sem jafngildir 19 milljónum króna fyrir hvern spilaðan leik. Ævintýralegar upphæðir. Stanton er fastur hjá Miami næstu sex árin, en honum býðst að losa sig undan samningnum eftir sex ár hafi hann áhuga á því. Þetta er í heildina mun stærri samningur en Venesúelamaðurinn Miguel Cabrera gerði við Detroit Tigers fyrir tímabilið í ár, en hann fær 292 milljónir dala næstu tíu árin. Cabrera fær þó 4,2 milljónum dala meira en Stanton á ári því hann gerði styttri samning. Giancarlo Stanton var valinn 72. í nýliðavalinu árið 2007 og fékk í ár verðlaun sem besti sóknarleikmaður deildarinnar og þá náði hann flestum heimahafnarhlaupum (e. Home run). Þessi samningur er ekki í takti við það sem Miami Marlins hefur verið að gera undanfarin ár, en heildarlaunakostnaður liðsins á nýliðnu tímabili voru 52,3 milljónir dala. Þetta er í fyrsta skipti sem liðið eyðir fúlgum fjár í leikmann undanfarin tvö ár. Íþróttir Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Handbolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Fleiri fréttir Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi „Við eigum ennþá möguleika“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Martin stoðsendingahæstur í sigri Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Íslenskur dómari dæmir á fimleikamóti í Kína Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn „Þjálfun snýst um samskipti“ Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana Sjá meira
Giancarlo Stanton, 25 ára gamall hafnaboltaspilari sem leikur með Miami Marlins í bandarísku MLB-deildinni, skrifaði í gær undir stærsta samning í sögu bandarískra íþrótta og líklega í öllum heiminum. Stanton gerði þrettán ára samning við Marlins og fær 25 milljónir dala (3,1 milljarð króna) á ári eða í heildina 325 milljónir dala (40,3 milljarða króna). Þetta kemur allt fram í frétt ESPN. Hafnaboltaleiktíðin eru 162 leikir en þrátt fyrir þann fjölda leikja fær Stanton 155 þúsund dali á leik eða því sem jafngildir 19 milljónum króna fyrir hvern spilaðan leik. Ævintýralegar upphæðir. Stanton er fastur hjá Miami næstu sex árin, en honum býðst að losa sig undan samningnum eftir sex ár hafi hann áhuga á því. Þetta er í heildina mun stærri samningur en Venesúelamaðurinn Miguel Cabrera gerði við Detroit Tigers fyrir tímabilið í ár, en hann fær 292 milljónir dala næstu tíu árin. Cabrera fær þó 4,2 milljónum dala meira en Stanton á ári því hann gerði styttri samning. Giancarlo Stanton var valinn 72. í nýliðavalinu árið 2007 og fékk í ár verðlaun sem besti sóknarleikmaður deildarinnar og þá náði hann flestum heimahafnarhlaupum (e. Home run). Þessi samningur er ekki í takti við það sem Miami Marlins hefur verið að gera undanfarin ár, en heildarlaunakostnaður liðsins á nýliðnu tímabili voru 52,3 milljónir dala. Þetta er í fyrsta skipti sem liðið eyðir fúlgum fjár í leikmann undanfarin tvö ár.
Íþróttir Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Handbolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Fleiri fréttir Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi „Við eigum ennþá möguleika“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Martin stoðsendingahæstur í sigri Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Íslenskur dómari dæmir á fimleikamóti í Kína Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn „Þjálfun snýst um samskipti“ Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana Sjá meira