Birgir Leifur úr leik Tómas Þór Þórðarson skrifar 18. nóvember 2014 14:38 Birgir Leifur hefði þurft svipaðan hring og í gær til að komast áfram. vísir/daníel Birgir Leifur Hafþórsson er úr leik á lokaúrtökumóti Evrópumótaraðarinnar í golfi eftir að spila fjórða hringinn á 72 höggum eða tveimur höggum yfir pari. Hann er sem stendur jafn nokkrum öðrum kylfingum í 102. sæti, en 70 efstu kylfingarnir fá að keppa síðustu tvo hringina. Tuttugu og fimm efstu eftir sex hringi komast á Evrópumótaröðina. Bara það að vera á meðal 70 efstu hefði gert mikið fyrir Birgi Leif þar sem það hefði bætt stöðu hans á styrkleikalista Áskorendamótarðarinnar. Þar með hefði verkefnum hans á næsta tímabili fjölgað verulega, að því fram kemur á kylfingur.is. Birgir Leifur spilaði fyrstu tvo hringina á samtals fimm höggum yfir pari en lagaði stöðu sína verulega í gær þegar hann spilaði á fjórum undir pari. Miðað við stöðuna núna hefði hann þurft að spila á þremur undir í dag til að komast áfram. Birgir hóf leik á tíundu braut og fékk strax skolla og annar fyldi í kjölfarið á 15. braut. Þriðji skollinn kom á fjórðu braut sem var sú þrettánda sem Birgir spilaði í dag. Fyrsti og eini fuglinn kom á næst síðustu brautinni, en það var of lítið og of seint.Skorkort Birgis Leifs. Golf Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Birgir Leifur Hafþórsson er úr leik á lokaúrtökumóti Evrópumótaraðarinnar í golfi eftir að spila fjórða hringinn á 72 höggum eða tveimur höggum yfir pari. Hann er sem stendur jafn nokkrum öðrum kylfingum í 102. sæti, en 70 efstu kylfingarnir fá að keppa síðustu tvo hringina. Tuttugu og fimm efstu eftir sex hringi komast á Evrópumótaröðina. Bara það að vera á meðal 70 efstu hefði gert mikið fyrir Birgi Leif þar sem það hefði bætt stöðu hans á styrkleikalista Áskorendamótarðarinnar. Þar með hefði verkefnum hans á næsta tímabili fjölgað verulega, að því fram kemur á kylfingur.is. Birgir Leifur spilaði fyrstu tvo hringina á samtals fimm höggum yfir pari en lagaði stöðu sína verulega í gær þegar hann spilaði á fjórum undir pari. Miðað við stöðuna núna hefði hann þurft að spila á þremur undir í dag til að komast áfram. Birgir hóf leik á tíundu braut og fékk strax skolla og annar fyldi í kjölfarið á 15. braut. Þriðji skollinn kom á fjórðu braut sem var sú þrettánda sem Birgir spilaði í dag. Fyrsti og eini fuglinn kom á næst síðustu brautinni, en það var of lítið og of seint.Skorkort Birgis Leifs.
Golf Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira