Fótbolti

Danir töpuðu í Rúmeníu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Claudiu Keserü fagnar öðru marka sinna.
Claudiu Keserü fagnar öðru marka sinna. Vísir/AFP
Danska fótboltalandsliðið náði ekki að fylgja eftir sigri á Serbum um síðustu helgi þegar liðið tapaði 2-0 á móti Rúmeníu í vináttulandsleik í Búkarest í kvöld.

Claudiu Keserü, leikmaður Steaua Búkarest, skoraði bæði mörkin með fimm mínútna millibili snemma í seinni hálfleiknum. Keserü hefur raðað inn mörkum hjá Steaua og er nú farinn að skora með landsliðinu. Hann er kominn með 29 mörk fyrir Steaua og rúmenska landsliðið á árinu.

Morten Olsen, þjálfari danska landsliðsins, gaf nýjum mönnum tækifærið í kvöld og þrír spiluðu sinni fyrsta landsleik; Nicolaj Thomsen, Anders Christiansen og Lucas Andersen.

Rúmenar eru með sterkt lið en þeir eru í efsta sæti síns riðils í undankeppni EM 2016 þar sem þeir hafa náð í 10 stig af tólf mögulegum í fyrstu fjórum leikjum sínum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×