Seat dregur sig frá Rússlandi Finnur Thorlacius skrifar 19. nóvember 2014 14:15 Seat Leon Cupra. Spænski bílaframleiðandinn Seat ætlar að draga sölu bíla sinna frá Rússlandi frá og með byrjun næsta árs vegna dræmrar bílasölu þar í landi. Bílasala hefur minnkað um 13% það sem af er ári í Rússlandi og hefur Seat gengið einkar illa að selja bíla þar undanfarið. Seldi Seat aðeins 78 bíla í síðasta mánuði, aðeins helming þess sem fyrirtækið seldi í sama mánuði í fyrra. Seat hefur aðeins selt 1.324 bíla í Rússlandi í ár. Í fyrra seldi Seat 3.375 bíla og er salan nú því aðeins 40% af sölunni í fyrra. Sú tala mun þó væntanlega togast eitthvað upp þar sem árið er ekki liðið. Volkswagen á Seat og hafði áætlað 5.000 til 20.000 bíla sölu Seat bíla í ár í Rússlandi en það hefur aldeilis ekki gengið eftir. Lækkun rúblunnar hefur heldur ekki hvatt Seat til að halda áfram sölu bíla sinna í Rússlandi. Seat rekur 21 söluútibú í 17 borgum í Rússlandi en viðvarandi tap er á rekstrinum og því ekkert annað að gera en að pakka saman og loka hurðum. Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent
Spænski bílaframleiðandinn Seat ætlar að draga sölu bíla sinna frá Rússlandi frá og með byrjun næsta árs vegna dræmrar bílasölu þar í landi. Bílasala hefur minnkað um 13% það sem af er ári í Rússlandi og hefur Seat gengið einkar illa að selja bíla þar undanfarið. Seldi Seat aðeins 78 bíla í síðasta mánuði, aðeins helming þess sem fyrirtækið seldi í sama mánuði í fyrra. Seat hefur aðeins selt 1.324 bíla í Rússlandi í ár. Í fyrra seldi Seat 3.375 bíla og er salan nú því aðeins 40% af sölunni í fyrra. Sú tala mun þó væntanlega togast eitthvað upp þar sem árið er ekki liðið. Volkswagen á Seat og hafði áætlað 5.000 til 20.000 bíla sölu Seat bíla í ár í Rússlandi en það hefur aldeilis ekki gengið eftir. Lækkun rúblunnar hefur heldur ekki hvatt Seat til að halda áfram sölu bíla sinna í Rússlandi. Seat rekur 21 söluútibú í 17 borgum í Rússlandi en viðvarandi tap er á rekstrinum og því ekkert annað að gera en að pakka saman og loka hurðum.
Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent