Seat dregur sig frá Rússlandi Finnur Thorlacius skrifar 19. nóvember 2014 14:15 Seat Leon Cupra. Spænski bílaframleiðandinn Seat ætlar að draga sölu bíla sinna frá Rússlandi frá og með byrjun næsta árs vegna dræmrar bílasölu þar í landi. Bílasala hefur minnkað um 13% það sem af er ári í Rússlandi og hefur Seat gengið einkar illa að selja bíla þar undanfarið. Seldi Seat aðeins 78 bíla í síðasta mánuði, aðeins helming þess sem fyrirtækið seldi í sama mánuði í fyrra. Seat hefur aðeins selt 1.324 bíla í Rússlandi í ár. Í fyrra seldi Seat 3.375 bíla og er salan nú því aðeins 40% af sölunni í fyrra. Sú tala mun þó væntanlega togast eitthvað upp þar sem árið er ekki liðið. Volkswagen á Seat og hafði áætlað 5.000 til 20.000 bíla sölu Seat bíla í ár í Rússlandi en það hefur aldeilis ekki gengið eftir. Lækkun rúblunnar hefur heldur ekki hvatt Seat til að halda áfram sölu bíla sinna í Rússlandi. Seat rekur 21 söluútibú í 17 borgum í Rússlandi en viðvarandi tap er á rekstrinum og því ekkert annað að gera en að pakka saman og loka hurðum. Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent
Spænski bílaframleiðandinn Seat ætlar að draga sölu bíla sinna frá Rússlandi frá og með byrjun næsta árs vegna dræmrar bílasölu þar í landi. Bílasala hefur minnkað um 13% það sem af er ári í Rússlandi og hefur Seat gengið einkar illa að selja bíla þar undanfarið. Seldi Seat aðeins 78 bíla í síðasta mánuði, aðeins helming þess sem fyrirtækið seldi í sama mánuði í fyrra. Seat hefur aðeins selt 1.324 bíla í Rússlandi í ár. Í fyrra seldi Seat 3.375 bíla og er salan nú því aðeins 40% af sölunni í fyrra. Sú tala mun þó væntanlega togast eitthvað upp þar sem árið er ekki liðið. Volkswagen á Seat og hafði áætlað 5.000 til 20.000 bíla sölu Seat bíla í ár í Rússlandi en það hefur aldeilis ekki gengið eftir. Lækkun rúblunnar hefur heldur ekki hvatt Seat til að halda áfram sölu bíla sinna í Rússlandi. Seat rekur 21 söluútibú í 17 borgum í Rússlandi en viðvarandi tap er á rekstrinum og því ekkert annað að gera en að pakka saman og loka hurðum.
Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent