Stundar vændi á meðan barnið sefur og maðurinn er í eldhúsinu Kjartan Atli Kjartansson skrifar 3. nóvember 2014 22:15 Konan, sem kom ekki fram undir nafni, sagðist vera 22 ára gömul, eiga barn og mann. vísir Tuttugu og tveggja ára íslensk vændiskona sagði sögu sína í fréttaskýringaþættinum Brestir, sem var á dagskrá Stöðvar 2. Konan vildi segja sína upplifun af vændi, en hún segist ekki gera þetta af nauðsyn, heldur vegna þess að henni finnist þetta spennandi. Hún lítur á vændið sem leið til að auka tekjur heimilisins. „Ef ég væri að reiða mig á þetta væri þetta miklu meiri píning,“ sagði hún í þættinum. Hún segir að vegna þess að hún sé í þeirri aðstöðu að þurfa ekki að stunda vændi geti hún hafnað ákveðnum viðskiptavinum. „Útaf því að ég er ekki að gera þetta útaf fjárhaglegum örðugleikum get ég alveg verið „picky““. Konan, sem kom ekki fram undir nafni, sagðist vera 22 ára gömul, eiga barn og mann. Hún sagði frá því að maðurinn hennar viti af vændinu og sé samþykkur því. Hún sagði meira að segja frá því að stundum, þegar viðskipavinir hennar kæmu í heimsókn væri maðurinn hennar heima og væri inni í eldhúsi á meðan viðskiptavinir hennar færu með henni inn í herbergi. Hún sagðist vilja koma fram og segja sína sögu til þess að leiðrétta þá mynd sem margir hefðu af vændi. „Mér finnst vera svolítið röng mynd af þessu öllu. Auðvitað eru margar stelpur og margir strákar sem eru í þessu í vandræðum og neyslu og hafa verið neydd út í þetta og finnst þetta bara hræðilegt. En svo eru líka fólk eins og ég sem á mann og barn og fjölskyldu bara. Og lifi venjulegu lífi en geri þetta svona upp á djókið, skilurðu. Svona með? Ég held að fólk þurfi að fá að sjá út fyrir rammann. Bara átta sig á því að það er ekki alltaf allt sem sýnist.“vísirHún sagði frá því að flestir hennar viðskiptavinir væru giftir og yfir fertugu. En í þættinum fer hún og heimsækir mann í Hafnarfirði sem er um tvítugt. Hún sagðist alltaf tala við eiginmann sinn áður en hún hittir nýja viðskiptavini og hafi svo samband við hann aftur þegar viðskiptunum er lokið, til þess að tryggja öryggi sitt. Í þættinum kom einnig fram hversu auðvelt það er að kaupa vændi hér á landi; aðgengið er gífurlega gott á netinu. Í þættinum var einnig rætt við Ragnheiði Haralds- og Eiríksdóttur sem er hjúkrunarfræðingur á bráðamóttöku geðsviðs Landspítalans. Hún sagði að saga konunnar gæti verið notuð af vændiskaupendum til þess að réttlæta gjörðir sínar. Þá sagði hún allar líkur á því að konan myndi sjá eftir þessu síðar meir. Dæmin sýndu það. Hún sagði að mýmörg dæmi væru um að þeir stunduðu vændu fremdu sjálfsmorð. „Þetta eru grey sem hafa kannski dottið úr í fyrsta ári í menntaskóla og farið að sprauta sig á Hlemmi.“ Hún sagði að þær konur stunduðu vændi til þess að eiga fyrir næsta skammti eða bara fyrir lífinu. „Þangað til að eitthvað gefur sig. Þá lenda þær hérna.“ Konan sagði í lok þáttarins: „Mér finnst þetta spennandi og skemmtilegt. Og ef ég er dugleg þá ég fæ mjög vel borgað fyrir þetta. Og það er rosalega gaman fyrir mig og fjölskyldu mína. Af hverju ætti einhverjum að blöskra þó svo að ég sé ekki í skrifstofu starfi frá níu til fimm?“ Hér að neðan má sjá þrjár klippur úr þættinum. Brestir Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Tuttugu og tveggja ára íslensk vændiskona sagði sögu sína í fréttaskýringaþættinum Brestir, sem var á dagskrá Stöðvar 2. Konan vildi segja sína upplifun af vændi, en hún segist ekki gera þetta af nauðsyn, heldur vegna þess að henni finnist þetta spennandi. Hún lítur á vændið sem leið til að auka tekjur heimilisins. „Ef ég væri að reiða mig á þetta væri þetta miklu meiri píning,“ sagði hún í þættinum. Hún segir að vegna þess að hún sé í þeirri aðstöðu að þurfa ekki að stunda vændi geti hún hafnað ákveðnum viðskiptavinum. „Útaf því að ég er ekki að gera þetta útaf fjárhaglegum örðugleikum get ég alveg verið „picky““. Konan, sem kom ekki fram undir nafni, sagðist vera 22 ára gömul, eiga barn og mann. Hún sagði frá því að maðurinn hennar viti af vændinu og sé samþykkur því. Hún sagði meira að segja frá því að stundum, þegar viðskipavinir hennar kæmu í heimsókn væri maðurinn hennar heima og væri inni í eldhúsi á meðan viðskiptavinir hennar færu með henni inn í herbergi. Hún sagðist vilja koma fram og segja sína sögu til þess að leiðrétta þá mynd sem margir hefðu af vændi. „Mér finnst vera svolítið röng mynd af þessu öllu. Auðvitað eru margar stelpur og margir strákar sem eru í þessu í vandræðum og neyslu og hafa verið neydd út í þetta og finnst þetta bara hræðilegt. En svo eru líka fólk eins og ég sem á mann og barn og fjölskyldu bara. Og lifi venjulegu lífi en geri þetta svona upp á djókið, skilurðu. Svona með? Ég held að fólk þurfi að fá að sjá út fyrir rammann. Bara átta sig á því að það er ekki alltaf allt sem sýnist.“vísirHún sagði frá því að flestir hennar viðskiptavinir væru giftir og yfir fertugu. En í þættinum fer hún og heimsækir mann í Hafnarfirði sem er um tvítugt. Hún sagðist alltaf tala við eiginmann sinn áður en hún hittir nýja viðskiptavini og hafi svo samband við hann aftur þegar viðskiptunum er lokið, til þess að tryggja öryggi sitt. Í þættinum kom einnig fram hversu auðvelt það er að kaupa vændi hér á landi; aðgengið er gífurlega gott á netinu. Í þættinum var einnig rætt við Ragnheiði Haralds- og Eiríksdóttur sem er hjúkrunarfræðingur á bráðamóttöku geðsviðs Landspítalans. Hún sagði að saga konunnar gæti verið notuð af vændiskaupendum til þess að réttlæta gjörðir sínar. Þá sagði hún allar líkur á því að konan myndi sjá eftir þessu síðar meir. Dæmin sýndu það. Hún sagði að mýmörg dæmi væru um að þeir stunduðu vændu fremdu sjálfsmorð. „Þetta eru grey sem hafa kannski dottið úr í fyrsta ári í menntaskóla og farið að sprauta sig á Hlemmi.“ Hún sagði að þær konur stunduðu vændi til þess að eiga fyrir næsta skammti eða bara fyrir lífinu. „Þangað til að eitthvað gefur sig. Þá lenda þær hérna.“ Konan sagði í lok þáttarins: „Mér finnst þetta spennandi og skemmtilegt. Og ef ég er dugleg þá ég fæ mjög vel borgað fyrir þetta. Og það er rosalega gaman fyrir mig og fjölskyldu mína. Af hverju ætti einhverjum að blöskra þó svo að ég sé ekki í skrifstofu starfi frá níu til fimm?“ Hér að neðan má sjá þrjár klippur úr þættinum.
Brestir Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira