Stundar vændi á meðan barnið sefur og maðurinn er í eldhúsinu Kjartan Atli Kjartansson skrifar 3. nóvember 2014 22:15 Konan, sem kom ekki fram undir nafni, sagðist vera 22 ára gömul, eiga barn og mann. vísir Tuttugu og tveggja ára íslensk vændiskona sagði sögu sína í fréttaskýringaþættinum Brestir, sem var á dagskrá Stöðvar 2. Konan vildi segja sína upplifun af vændi, en hún segist ekki gera þetta af nauðsyn, heldur vegna þess að henni finnist þetta spennandi. Hún lítur á vændið sem leið til að auka tekjur heimilisins. „Ef ég væri að reiða mig á þetta væri þetta miklu meiri píning,“ sagði hún í þættinum. Hún segir að vegna þess að hún sé í þeirri aðstöðu að þurfa ekki að stunda vændi geti hún hafnað ákveðnum viðskiptavinum. „Útaf því að ég er ekki að gera þetta útaf fjárhaglegum örðugleikum get ég alveg verið „picky““. Konan, sem kom ekki fram undir nafni, sagðist vera 22 ára gömul, eiga barn og mann. Hún sagði frá því að maðurinn hennar viti af vændinu og sé samþykkur því. Hún sagði meira að segja frá því að stundum, þegar viðskipavinir hennar kæmu í heimsókn væri maðurinn hennar heima og væri inni í eldhúsi á meðan viðskiptavinir hennar færu með henni inn í herbergi. Hún sagðist vilja koma fram og segja sína sögu til þess að leiðrétta þá mynd sem margir hefðu af vændi. „Mér finnst vera svolítið röng mynd af þessu öllu. Auðvitað eru margar stelpur og margir strákar sem eru í þessu í vandræðum og neyslu og hafa verið neydd út í þetta og finnst þetta bara hræðilegt. En svo eru líka fólk eins og ég sem á mann og barn og fjölskyldu bara. Og lifi venjulegu lífi en geri þetta svona upp á djókið, skilurðu. Svona með? Ég held að fólk þurfi að fá að sjá út fyrir rammann. Bara átta sig á því að það er ekki alltaf allt sem sýnist.“vísirHún sagði frá því að flestir hennar viðskiptavinir væru giftir og yfir fertugu. En í þættinum fer hún og heimsækir mann í Hafnarfirði sem er um tvítugt. Hún sagðist alltaf tala við eiginmann sinn áður en hún hittir nýja viðskiptavini og hafi svo samband við hann aftur þegar viðskiptunum er lokið, til þess að tryggja öryggi sitt. Í þættinum kom einnig fram hversu auðvelt það er að kaupa vændi hér á landi; aðgengið er gífurlega gott á netinu. Í þættinum var einnig rætt við Ragnheiði Haralds- og Eiríksdóttur sem er hjúkrunarfræðingur á bráðamóttöku geðsviðs Landspítalans. Hún sagði að saga konunnar gæti verið notuð af vændiskaupendum til þess að réttlæta gjörðir sínar. Þá sagði hún allar líkur á því að konan myndi sjá eftir þessu síðar meir. Dæmin sýndu það. Hún sagði að mýmörg dæmi væru um að þeir stunduðu vændu fremdu sjálfsmorð. „Þetta eru grey sem hafa kannski dottið úr í fyrsta ári í menntaskóla og farið að sprauta sig á Hlemmi.“ Hún sagði að þær konur stunduðu vændi til þess að eiga fyrir næsta skammti eða bara fyrir lífinu. „Þangað til að eitthvað gefur sig. Þá lenda þær hérna.“ Konan sagði í lok þáttarins: „Mér finnst þetta spennandi og skemmtilegt. Og ef ég er dugleg þá ég fæ mjög vel borgað fyrir þetta. Og það er rosalega gaman fyrir mig og fjölskyldu mína. Af hverju ætti einhverjum að blöskra þó svo að ég sé ekki í skrifstofu starfi frá níu til fimm?“ Hér að neðan má sjá þrjár klippur úr þættinum. Brestir Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Tuttugu og tveggja ára íslensk vændiskona sagði sögu sína í fréttaskýringaþættinum Brestir, sem var á dagskrá Stöðvar 2. Konan vildi segja sína upplifun af vændi, en hún segist ekki gera þetta af nauðsyn, heldur vegna þess að henni finnist þetta spennandi. Hún lítur á vændið sem leið til að auka tekjur heimilisins. „Ef ég væri að reiða mig á þetta væri þetta miklu meiri píning,“ sagði hún í þættinum. Hún segir að vegna þess að hún sé í þeirri aðstöðu að þurfa ekki að stunda vændi geti hún hafnað ákveðnum viðskiptavinum. „Útaf því að ég er ekki að gera þetta útaf fjárhaglegum örðugleikum get ég alveg verið „picky““. Konan, sem kom ekki fram undir nafni, sagðist vera 22 ára gömul, eiga barn og mann. Hún sagði frá því að maðurinn hennar viti af vændinu og sé samþykkur því. Hún sagði meira að segja frá því að stundum, þegar viðskipavinir hennar kæmu í heimsókn væri maðurinn hennar heima og væri inni í eldhúsi á meðan viðskiptavinir hennar færu með henni inn í herbergi. Hún sagðist vilja koma fram og segja sína sögu til þess að leiðrétta þá mynd sem margir hefðu af vændi. „Mér finnst vera svolítið röng mynd af þessu öllu. Auðvitað eru margar stelpur og margir strákar sem eru í þessu í vandræðum og neyslu og hafa verið neydd út í þetta og finnst þetta bara hræðilegt. En svo eru líka fólk eins og ég sem á mann og barn og fjölskyldu bara. Og lifi venjulegu lífi en geri þetta svona upp á djókið, skilurðu. Svona með? Ég held að fólk þurfi að fá að sjá út fyrir rammann. Bara átta sig á því að það er ekki alltaf allt sem sýnist.“vísirHún sagði frá því að flestir hennar viðskiptavinir væru giftir og yfir fertugu. En í þættinum fer hún og heimsækir mann í Hafnarfirði sem er um tvítugt. Hún sagðist alltaf tala við eiginmann sinn áður en hún hittir nýja viðskiptavini og hafi svo samband við hann aftur þegar viðskiptunum er lokið, til þess að tryggja öryggi sitt. Í þættinum kom einnig fram hversu auðvelt það er að kaupa vændi hér á landi; aðgengið er gífurlega gott á netinu. Í þættinum var einnig rætt við Ragnheiði Haralds- og Eiríksdóttur sem er hjúkrunarfræðingur á bráðamóttöku geðsviðs Landspítalans. Hún sagði að saga konunnar gæti verið notuð af vændiskaupendum til þess að réttlæta gjörðir sínar. Þá sagði hún allar líkur á því að konan myndi sjá eftir þessu síðar meir. Dæmin sýndu það. Hún sagði að mýmörg dæmi væru um að þeir stunduðu vændu fremdu sjálfsmorð. „Þetta eru grey sem hafa kannski dottið úr í fyrsta ári í menntaskóla og farið að sprauta sig á Hlemmi.“ Hún sagði að þær konur stunduðu vændi til þess að eiga fyrir næsta skammti eða bara fyrir lífinu. „Þangað til að eitthvað gefur sig. Þá lenda þær hérna.“ Konan sagði í lok þáttarins: „Mér finnst þetta spennandi og skemmtilegt. Og ef ég er dugleg þá ég fæ mjög vel borgað fyrir þetta. Og það er rosalega gaman fyrir mig og fjölskyldu mína. Af hverju ætti einhverjum að blöskra þó svo að ég sé ekki í skrifstofu starfi frá níu til fimm?“ Hér að neðan má sjá þrjár klippur úr þættinum.
Brestir Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira