Formúlu 1 bílar 9 sekúndum seinni en fyrir 10 árum Finnur Thorlacius skrifar 4. nóvember 2014 09:40 Hægt hefur verulega á Formúlu 1 bílum á sl. 10 árum. Strangar reglur um sprengirými, dekk, loftflæði bílanna og aðstoðarkerfi í Formúlu 1 bílum hefur gert þá mun hægari en fyrir 10 árum. Þegar samanburður er gerður á tíma bílanna árið 2004 og á yfirstandandi tímabili kemur í ljós að miklu munar. Formúlu 1 bíll fór hringinn í Sepang brautinni á 1:34,223 árið 2004 en á 1:43,066 í ár. Þar munar um 9 sekúndum. Í ástralska kappakstrinum náðist 1:24,125 mínútna tími árið 2004 en aðeins 1:32,478 í ár og munar þar 8 sekúndum. Munurinn er minnstur í Mónakókappakstrinum en þar fór sneggsti bíll hringinn á 1:14,439 árið 2004 en á 1:18,479 í ár. Þar munar þó aðeins 4 sekúndum. Keppnisbíll Ferrari árið 2004 var með 10 strokka vél og drottnaði sá bíll yfir keppnistímabilinu þá. Nú eru vélar Formúlu 1 bíla með sex strokka vélum og ná mest 800 hestöflum úr þeim, en enginn séns er að ná sambærilegum tímum á þeim en með stóru vélunum fyrir 10 árum. Finnst sumum þetta súrt í broti og að regluverk keppninnar sé of strangt. Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent
Strangar reglur um sprengirými, dekk, loftflæði bílanna og aðstoðarkerfi í Formúlu 1 bílum hefur gert þá mun hægari en fyrir 10 árum. Þegar samanburður er gerður á tíma bílanna árið 2004 og á yfirstandandi tímabili kemur í ljós að miklu munar. Formúlu 1 bíll fór hringinn í Sepang brautinni á 1:34,223 árið 2004 en á 1:43,066 í ár. Þar munar um 9 sekúndum. Í ástralska kappakstrinum náðist 1:24,125 mínútna tími árið 2004 en aðeins 1:32,478 í ár og munar þar 8 sekúndum. Munurinn er minnstur í Mónakókappakstrinum en þar fór sneggsti bíll hringinn á 1:14,439 árið 2004 en á 1:18,479 í ár. Þar munar þó aðeins 4 sekúndum. Keppnisbíll Ferrari árið 2004 var með 10 strokka vél og drottnaði sá bíll yfir keppnistímabilinu þá. Nú eru vélar Formúlu 1 bíla með sex strokka vélum og ná mest 800 hestöflum úr þeim, en enginn séns er að ná sambærilegum tímum á þeim en með stóru vélunum fyrir 10 árum. Finnst sumum þetta súrt í broti og að regluverk keppninnar sé of strangt.
Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent