Fótbolti

Ronaldo betri en Messi á flestum sviðum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cristiano Ronaldo og Lionel Messi.
Cristiano Ronaldo og Lionel Messi. Vísir/Getty
Cristiano Ronaldo og Lionel Messi eru báðir komnir nálægt því að bæta markamet Raul í Meistaradeildinni en það er athyglisvert að skoða samanburð á tölfræði leikmannanna í Meistaradeildinni á öllum ferlinum.

Cristiano Ronaldo er nefnilega framar á öllum sviðum tölfræðinnar en auðvitað hjálpar það honum mikið að hafa spilað 17 fleiri leiki en Argentínumaðurinn.

Cristiano Ronaldo verður í sviðsljósinu á móti Liverpool í kvöld og þarf bara eitt mark til þess að jafna met Raul.

Lionel Messi verður í heimsókn hjá Ajax á morgun en Barcelona-leikmaðurinn gæti því þurft að horfa upp á Ronaldo bæta metið í kvöld.

Hér fyrir neðan má sjá stuttan samanburð á tölfræði kappanna í öllum leikjum þeirra í Meistaradeildinni en BBC tók þessa tölfræði saman.



Samanburður á Cristiano Ronaldo og Lionel Messi í Meistaradeildinni:

Leikir spilaðir: Cristiano Ronaldo +17 (106-89)

Sigurleikir spilaðir:  Cristiano Ronaldo +16 (65-49)

Mörk skoruð: Cristiano Ronaldo +1 (70-69)

Stoðsendingar: Cristiano Ronaldo +2 (21-19)

Tvennur: Cristiano Ronaldo + 3 (17-14)

Þrennur: Lionel Messi +2 (4-2)

Mörk með skalla: Cristiano Ronaldo +6 (9-3)

Mörk utan teigs: Cristiano Ronaldo +3 (14-11)

Mörk úr aukaspyrnum: Cristiano Ronaldo +7 (9-2)

Mörk úr vítaspyrnum: Lionel Messi +1 (8-7)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×