Toyota selur hlutabréf í Tesla Finnur Thorlacius skrifar 4. nóvember 2014 10:30 Tesla Model S fyrir utan höfuðstöðvar Tesla. Fyrir stuttu seldi Daimler öll hlutabréf sín í Tesla sem námu 4% af eignarhaldi rafbílaframleiðandanum frá Kaliforníu. Nú hefur Toyota fylgt í kjölfar Daimler, en ekki er þó ljóst hvort Toyota hafi selt öll sín bréf sem námu 2,5% í félaginu. Góð ávöxtun hefur verið á bréfum Toyota þar sem þau voru keypt árið 2010 á genginu 17 en skráð gengi þeirra nú er 235,3. Það þýðir 1.385% ávöxtun þeirra og ekki hægt að kvarta yfir því. Tesla hefur útvegað Toyota rafhlöður í RAV4 bíl Toyota, en Toyota ætlar að hætta að kaupa rafhlöður af Tesla í enda þessa árs. Toyota hefur aðeins selt 2.000 eintök af rafbílaútgáfu RAV4 og líklegt er að bíllinn verði tekinn úr sölu. Haft er eftir forstjóra Tesla, Elon Musk að nýr samningur við Toyota gæti orðið að möguleika innan tveggja til þriggja ára. Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent
Fyrir stuttu seldi Daimler öll hlutabréf sín í Tesla sem námu 4% af eignarhaldi rafbílaframleiðandanum frá Kaliforníu. Nú hefur Toyota fylgt í kjölfar Daimler, en ekki er þó ljóst hvort Toyota hafi selt öll sín bréf sem námu 2,5% í félaginu. Góð ávöxtun hefur verið á bréfum Toyota þar sem þau voru keypt árið 2010 á genginu 17 en skráð gengi þeirra nú er 235,3. Það þýðir 1.385% ávöxtun þeirra og ekki hægt að kvarta yfir því. Tesla hefur útvegað Toyota rafhlöður í RAV4 bíl Toyota, en Toyota ætlar að hætta að kaupa rafhlöður af Tesla í enda þessa árs. Toyota hefur aðeins selt 2.000 eintök af rafbílaútgáfu RAV4 og líklegt er að bíllinn verði tekinn úr sölu. Haft er eftir forstjóra Tesla, Elon Musk að nýr samningur við Toyota gæti orðið að möguleika innan tveggja til þriggja ára.
Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent