Toyota selur hlutabréf í Tesla Finnur Thorlacius skrifar 4. nóvember 2014 10:30 Tesla Model S fyrir utan höfuðstöðvar Tesla. Fyrir stuttu seldi Daimler öll hlutabréf sín í Tesla sem námu 4% af eignarhaldi rafbílaframleiðandanum frá Kaliforníu. Nú hefur Toyota fylgt í kjölfar Daimler, en ekki er þó ljóst hvort Toyota hafi selt öll sín bréf sem námu 2,5% í félaginu. Góð ávöxtun hefur verið á bréfum Toyota þar sem þau voru keypt árið 2010 á genginu 17 en skráð gengi þeirra nú er 235,3. Það þýðir 1.385% ávöxtun þeirra og ekki hægt að kvarta yfir því. Tesla hefur útvegað Toyota rafhlöður í RAV4 bíl Toyota, en Toyota ætlar að hætta að kaupa rafhlöður af Tesla í enda þessa árs. Toyota hefur aðeins selt 2.000 eintök af rafbílaútgáfu RAV4 og líklegt er að bíllinn verði tekinn úr sölu. Haft er eftir forstjóra Tesla, Elon Musk að nýr samningur við Toyota gæti orðið að möguleika innan tveggja til þriggja ára. Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent „Lærið af mistökum okkar!“ Innlent „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Sá hvítt eftir árás með járnkarli Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent
Fyrir stuttu seldi Daimler öll hlutabréf sín í Tesla sem námu 4% af eignarhaldi rafbílaframleiðandanum frá Kaliforníu. Nú hefur Toyota fylgt í kjölfar Daimler, en ekki er þó ljóst hvort Toyota hafi selt öll sín bréf sem námu 2,5% í félaginu. Góð ávöxtun hefur verið á bréfum Toyota þar sem þau voru keypt árið 2010 á genginu 17 en skráð gengi þeirra nú er 235,3. Það þýðir 1.385% ávöxtun þeirra og ekki hægt að kvarta yfir því. Tesla hefur útvegað Toyota rafhlöður í RAV4 bíl Toyota, en Toyota ætlar að hætta að kaupa rafhlöður af Tesla í enda þessa árs. Toyota hefur aðeins selt 2.000 eintök af rafbílaútgáfu RAV4 og líklegt er að bíllinn verði tekinn úr sölu. Haft er eftir forstjóra Tesla, Elon Musk að nýr samningur við Toyota gæti orðið að möguleika innan tveggja til þriggja ára.
Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent „Lærið af mistökum okkar!“ Innlent „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Sá hvítt eftir árás með járnkarli Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent