Segja sérstakan kvennaskatt lagðar á vörur í Frakklandi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. nóvember 2014 16:51 Meira en 30.000 konur hafa skrifað undir áskorun til verslana um að hætta því sem þær segja að sé kynjamisrétti í verðlagningu. Vísir/Getty Fjármálaráðuneyti Frakklands hefur ákveðið að hefja rannsókn á því hvers vegna konur borga meira en karlar fyrir að því er virðist sömu vörurnar. Kvenréttindahópar í Frakklandi segja að ósýnilegur skattur sé lagður á sjampó, svitalyktaeyða, rakvélar og annað sem merkt er sérstaklega fyrir konur. Til að mynda hafi bleikur poki af fimm einnota rakvélum kostað 1,80 evrur á meðan blár poki með 10 einnota rakvélum hafi kostað 1,72 evrur. Í annarri verslun var 200 ml flaska af rakgeli fyrir konur á 2,87 evrur en rakgel fyrir karla kostaði 2,39 evrur. Meira en 30.000 konur hafa skrifað undir áskorun til verslana um að hætta því sem þær segja að sé kynjamisrétti í verðlagningu. Konurnar segja að um eins konar „kvennaskatt“ sé að ræða. Á Tumblr-síðu herferðarinnar má sjá fjölmörg dæmi um þennan verðmuninn á mismunandi, en samt sömu, vörunum fyrir konur og karla. Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Fjármálaráðuneyti Frakklands hefur ákveðið að hefja rannsókn á því hvers vegna konur borga meira en karlar fyrir að því er virðist sömu vörurnar. Kvenréttindahópar í Frakklandi segja að ósýnilegur skattur sé lagður á sjampó, svitalyktaeyða, rakvélar og annað sem merkt er sérstaklega fyrir konur. Til að mynda hafi bleikur poki af fimm einnota rakvélum kostað 1,80 evrur á meðan blár poki með 10 einnota rakvélum hafi kostað 1,72 evrur. Í annarri verslun var 200 ml flaska af rakgeli fyrir konur á 2,87 evrur en rakgel fyrir karla kostaði 2,39 evrur. Meira en 30.000 konur hafa skrifað undir áskorun til verslana um að hætta því sem þær segja að sé kynjamisrétti í verðlagningu. Konurnar segja að um eins konar „kvennaskatt“ sé að ræða. Á Tumblr-síðu herferðarinnar má sjá fjölmörg dæmi um þennan verðmuninn á mismunandi, en samt sömu, vörunum fyrir konur og karla.
Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira