Graeme McDowell í forystu eftir fyrsta hring í Kína 6. nóvember 2014 09:40 G-Mac var í stuði í nótt. AP Norður-Írinn Graeme McDowell leiðir eftir fyrsta hring á HSBC heimsmótinu í golfi sem fram fer í Shanghai í Kína en hann lék á 67 höggum eða fimm undir pari. McDowell tók afgerandi forystu snemma á hringnum en hann fékk sjö fugla á fyrstu 12 holunum. Honum tókst þó ekki að klára hringinn af jafn miklu kappi og hann byrjaði en þessi geðþekki kylfingur hefur þó tveggja högga forskot á næstu menn. Leikið er á Shesan International vellinum en hann reyndist mörgum af bestu kylfingum heims erfiður á fyrsta hring enda karginn þykkur og brautirnar mjóar. 40 af 50 stigahæstu kylfingum á heimslistanum í golfi eru meðal keppenda um helgina og því er mótið afar sterkt en nokkrir kylfingar deila öðru sætinu á þremur höggum undir pari. Þar má helst nefna Rickie Fowler, Martin Kaymer og Brandt Snedeker en þá eru einnig mörg stór nöfn á tveimur höggum undir pari eins og Lee Westwood, Henrik Stenson, Jordan Spieth, Ian Poulter og Adam Scott. HSBC heimsmótið er ekki eina stóra mótið í golfheiminum um helgina en Sanderson Farms Championship fer fram á Jackson vellinum í Mississippi. Þar munu minni spámenn á PGA-mótaröðinni njóta sín í fjarveru stærstu nafnanna en skor á þessu móti hefur yfirleitt verið mjög gott og því má búast við sannkallaðri fuglaveislu. Bæði HSBC heimsmótið og Sanderson Farms Championship verða í beinni útsendingu á Golfstöðinni um helgina en útsendingartíma þeirra má nálgast hér. Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Norður-Írinn Graeme McDowell leiðir eftir fyrsta hring á HSBC heimsmótinu í golfi sem fram fer í Shanghai í Kína en hann lék á 67 höggum eða fimm undir pari. McDowell tók afgerandi forystu snemma á hringnum en hann fékk sjö fugla á fyrstu 12 holunum. Honum tókst þó ekki að klára hringinn af jafn miklu kappi og hann byrjaði en þessi geðþekki kylfingur hefur þó tveggja högga forskot á næstu menn. Leikið er á Shesan International vellinum en hann reyndist mörgum af bestu kylfingum heims erfiður á fyrsta hring enda karginn þykkur og brautirnar mjóar. 40 af 50 stigahæstu kylfingum á heimslistanum í golfi eru meðal keppenda um helgina og því er mótið afar sterkt en nokkrir kylfingar deila öðru sætinu á þremur höggum undir pari. Þar má helst nefna Rickie Fowler, Martin Kaymer og Brandt Snedeker en þá eru einnig mörg stór nöfn á tveimur höggum undir pari eins og Lee Westwood, Henrik Stenson, Jordan Spieth, Ian Poulter og Adam Scott. HSBC heimsmótið er ekki eina stóra mótið í golfheiminum um helgina en Sanderson Farms Championship fer fram á Jackson vellinum í Mississippi. Þar munu minni spámenn á PGA-mótaröðinni njóta sín í fjarveru stærstu nafnanna en skor á þessu móti hefur yfirleitt verið mjög gott og því má búast við sannkallaðri fuglaveislu. Bæði HSBC heimsmótið og Sanderson Farms Championship verða í beinni útsendingu á Golfstöðinni um helgina en útsendingartíma þeirra má nálgast hér.
Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira