Ýmsar ýkjur hjá skáldlegum íþróttafréttamönnum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. nóvember 2014 10:30 Sigurður Sigurðsson, Bjarni Fel og Gaupi. Vísir Dr. Guðmundur Sæmundsson, aðjúnkt við Háskóla Íslands, var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann sagði frá doktorsritgerð sinni um málfar íslenskra íþróttafréttamanna. Viðtalið má heyra í heild sinni hér fyrir ofan en Guðmundur lagðist í miklar rannsóknir fyrir ritgerð sína. Hann tók fyrir umfjöllun um íþróttir í sjónvarpi, útvarpi, dagblöðum og vefmiðlum í heilt ár. „Ég tók eftir því að málfar íþróttamanna hefur breyst mjög og málfarið hjá þeim eldri er mun dannaðra. Sigurður Sigurðsson talaði allt öðruvísi en til að mynda Bjarni Fel og Gaupi [Guðjón Guðmundsson].“ „Helstu einkennin eru ýkjur, nýjungar og skáldmál,“ bætti hann. „Meðal nýjunga eru bæði ný orð, nýjir frasar og jafnvel nýjar beygingar. Þá eru margir gjarnir á að nota stuðla og höfuðstafi.“ Meðal dæmanna sem hann nefnir í viðtalinu eru ýkjur. „Íþróttamennirnir standa sig allir frábærlega. Þeir eru glæsilegir og gera sér lítið fyrir og sigra. Menn eru jafnvel algjörlega frábærir og þá er komin tvöföld ýkja.“ „Þá hafa íþróttafréttamenn búið til helling af nýjungum, bæði í orðum og orðatiltækjum. Til dæmis að hlaða í skot - sem er bara nýtt orðatiltæki í íslensku. Mér finnst þetta mjög sniðugt.“ „Þá eru menn vælarar og mikið talað um spútniklið, slefsigra, kraftframherja og svo framvegis. Það hefur ýmislegt verið búið til.“ „Svo vil ég ekki nefna nein nöfn en sumir íþróttafréttamenn eru skáldmæltari en aðrir og duglegir að nota frasa með ýmsum stuðlum.“ Guðmundur segir að þetta hafi heilmikil áhrif á mál ungs fólks og raunar allra þeirra sem fylgjast með íþróttum. En hann segir það ekki slæmt. „Niðurstaðan sýnir að málið er mjög lifandi og í sífelldri nýsköpun. Íþróttir eru ekkert venjulegt fyrirbæri og mjög lifandi - eins og trúarbrögð eða pólitík. Þegar tilfinningarnar ólga þá verður eitthvað til sem er mjög gaman.“Hér má sjá viðtal við Sigurð Sigurðsson íþróttafréttamann sem tekið var árið 1991. Íþróttir Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Sjá meira
Dr. Guðmundur Sæmundsson, aðjúnkt við Háskóla Íslands, var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann sagði frá doktorsritgerð sinni um málfar íslenskra íþróttafréttamanna. Viðtalið má heyra í heild sinni hér fyrir ofan en Guðmundur lagðist í miklar rannsóknir fyrir ritgerð sína. Hann tók fyrir umfjöllun um íþróttir í sjónvarpi, útvarpi, dagblöðum og vefmiðlum í heilt ár. „Ég tók eftir því að málfar íþróttamanna hefur breyst mjög og málfarið hjá þeim eldri er mun dannaðra. Sigurður Sigurðsson talaði allt öðruvísi en til að mynda Bjarni Fel og Gaupi [Guðjón Guðmundsson].“ „Helstu einkennin eru ýkjur, nýjungar og skáldmál,“ bætti hann. „Meðal nýjunga eru bæði ný orð, nýjir frasar og jafnvel nýjar beygingar. Þá eru margir gjarnir á að nota stuðla og höfuðstafi.“ Meðal dæmanna sem hann nefnir í viðtalinu eru ýkjur. „Íþróttamennirnir standa sig allir frábærlega. Þeir eru glæsilegir og gera sér lítið fyrir og sigra. Menn eru jafnvel algjörlega frábærir og þá er komin tvöföld ýkja.“ „Þá hafa íþróttafréttamenn búið til helling af nýjungum, bæði í orðum og orðatiltækjum. Til dæmis að hlaða í skot - sem er bara nýtt orðatiltæki í íslensku. Mér finnst þetta mjög sniðugt.“ „Þá eru menn vælarar og mikið talað um spútniklið, slefsigra, kraftframherja og svo framvegis. Það hefur ýmislegt verið búið til.“ „Svo vil ég ekki nefna nein nöfn en sumir íþróttafréttamenn eru skáldmæltari en aðrir og duglegir að nota frasa með ýmsum stuðlum.“ Guðmundur segir að þetta hafi heilmikil áhrif á mál ungs fólks og raunar allra þeirra sem fylgjast með íþróttum. En hann segir það ekki slæmt. „Niðurstaðan sýnir að málið er mjög lifandi og í sífelldri nýsköpun. Íþróttir eru ekkert venjulegt fyrirbæri og mjög lifandi - eins og trúarbrögð eða pólitík. Þegar tilfinningarnar ólga þá verður eitthvað til sem er mjög gaman.“Hér má sjá viðtal við Sigurð Sigurðsson íþróttafréttamann sem tekið var árið 1991.
Íþróttir Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Sjá meira