„Einstæður viðburður í íþróttasögunni“ Stefán Árni Pálsson skrifar 7. nóvember 2014 14:20 Bernard Hopkins mætir Sergey Kovalev annað kvöld. Vísir/getty Hinn 49 ára gamli Bernard Hopkins berst við Rússann Sergey Kovalev annað kvöld og mun hann þá reyna að verja Heimsmeistaratitilinn sinn í léttþungavigt. Hopkins er magnaður íþróttamaður og er til að mynda kallaður „geimveran“ ytra. Einn er sá maður sem velkist ekki í vafa um mikilvægi viðburðarins og hann heitir Bubbi Morthens - tónlistarmaður og hnefaleikasérfræðingur. Fréttastofa náði tali af honum í morgun, hann á við lungnabólgu að stríða en það nær í engu að halda aftur af honum; spennan er að fara með Bubba. Bubbi segir þetta vera einstæður viðburður í íþróttasögunni og eigi sér enga hliðstæðu. „Boxarinn heitir Bernard Hopkins. Það hefur enginn einstakur íþróttamaður í sögu íþróttanna náð þessum aldri og verið á þessum stað. Þetta er svona svipað og ef við værum að tala um hundrað metra spretthlaupara sem væri 49 ára.“ Bubbi segir þetta með hinum mestu ólíkindum. Og dregur ekki úr því. „Hann er að berjast á laugardaginn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport um titil á móti manni sem rotar andstæðinga sína í 90 prósent tilfella.“ Bubbi segir að sérfræðingar erlendis tali um að Hopkins sé í raun geimvera. „Þeir skrifa um hann í Bandaríkjunum sem geimveru. Það kæmi mér ekkert á óvart ef Bernand Hopkins myndi einfaldlega vinna þennan bardaga. Þetta er bara algjörlega með ólíkindum í íþrótt eins og þessari. Þetta er ein erfiðasta og harðasta íþróttagrein veraldar. Að það skuli vera maður um fimmtugt að berjast um heimsmeistaratitil er ótrúlegt.“ Bubbi segir að allir miðlar erlendis séu að fjalla um málið þar sem það telst vera einstakt.Bardaginn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport annað kvöld klukkan 01:00 Box Mest lesið Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Sjá meira
Hinn 49 ára gamli Bernard Hopkins berst við Rússann Sergey Kovalev annað kvöld og mun hann þá reyna að verja Heimsmeistaratitilinn sinn í léttþungavigt. Hopkins er magnaður íþróttamaður og er til að mynda kallaður „geimveran“ ytra. Einn er sá maður sem velkist ekki í vafa um mikilvægi viðburðarins og hann heitir Bubbi Morthens - tónlistarmaður og hnefaleikasérfræðingur. Fréttastofa náði tali af honum í morgun, hann á við lungnabólgu að stríða en það nær í engu að halda aftur af honum; spennan er að fara með Bubba. Bubbi segir þetta vera einstæður viðburður í íþróttasögunni og eigi sér enga hliðstæðu. „Boxarinn heitir Bernard Hopkins. Það hefur enginn einstakur íþróttamaður í sögu íþróttanna náð þessum aldri og verið á þessum stað. Þetta er svona svipað og ef við værum að tala um hundrað metra spretthlaupara sem væri 49 ára.“ Bubbi segir þetta með hinum mestu ólíkindum. Og dregur ekki úr því. „Hann er að berjast á laugardaginn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport um titil á móti manni sem rotar andstæðinga sína í 90 prósent tilfella.“ Bubbi segir að sérfræðingar erlendis tali um að Hopkins sé í raun geimvera. „Þeir skrifa um hann í Bandaríkjunum sem geimveru. Það kæmi mér ekkert á óvart ef Bernand Hopkins myndi einfaldlega vinna þennan bardaga. Þetta er bara algjörlega með ólíkindum í íþrótt eins og þessari. Þetta er ein erfiðasta og harðasta íþróttagrein veraldar. Að það skuli vera maður um fimmtugt að berjast um heimsmeistaratitil er ótrúlegt.“ Bubbi segir að allir miðlar erlendis séu að fjalla um málið þar sem það telst vera einstakt.Bardaginn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport annað kvöld klukkan 01:00
Box Mest lesið Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum