"Ég er ekki nógu grönn til að vera með grönnu stelpunum" Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 9. nóvember 2014 14:58 Fyrirsætan Myla Dalbesio, 27 ára, var nýlega ráðin í verkefni hjá tískurisanum Calvin Klein til að sitja fyrir í nýjustu herferðinni, Perfectly Fit. Það væri svo sem ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að Myla er það sem kallað er í fyrirsætubransanum „plus size“ eða fyrirsæta í yfirstærð. Hún notar stærð 10 og er talsvert stærri en þær fyrirsætur sem Calvin Klein ræður vanalega til sín. Aðrar fyrirsætur sem sitja fyrir í Perfectly Fit-herferðinni eru Lara Stone, Jourdan Dunn og Ji Hye Park. „Þetta er svolítið ruglandi því ég er stærri stelpa. Ég er ekki stærsta stelpan í bransanum en ég er klárlega stærri en allar stelpur sem Calvin Klein hefur unnið með og það hræðir mig aðeins,“ segir Myla í samtali við ELLE. Myla eyddi mörgum árum í að misnota lyf, fara í öfgakenndar megranir og kljást við lotugræðgi til að verða mjórri. Hún ákvað að taka líkama sinn í sátt en hefur átt erfitt uppdráttar í fyrirsætuheiminum. „Ég er í miðjunni. Ég er ekki nógu grönn til að vera með grönnu stelpunum og ekki nógu stór til að vera með stóru stelpunum þannig að ég hef ekki fundið minn stað. Þessi herferð er mjög mikilvæg fyrir mig. Ég veit samt ekki hvort ég komist á tískupallana, það er erfitt að komast að þar,“ segir hún. Mest lesið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Graham Greene er látinn Lífið Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Bíó og sjónvarp Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lífið Fleiri fréttir Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira
Fyrirsætan Myla Dalbesio, 27 ára, var nýlega ráðin í verkefni hjá tískurisanum Calvin Klein til að sitja fyrir í nýjustu herferðinni, Perfectly Fit. Það væri svo sem ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að Myla er það sem kallað er í fyrirsætubransanum „plus size“ eða fyrirsæta í yfirstærð. Hún notar stærð 10 og er talsvert stærri en þær fyrirsætur sem Calvin Klein ræður vanalega til sín. Aðrar fyrirsætur sem sitja fyrir í Perfectly Fit-herferðinni eru Lara Stone, Jourdan Dunn og Ji Hye Park. „Þetta er svolítið ruglandi því ég er stærri stelpa. Ég er ekki stærsta stelpan í bransanum en ég er klárlega stærri en allar stelpur sem Calvin Klein hefur unnið með og það hræðir mig aðeins,“ segir Myla í samtali við ELLE. Myla eyddi mörgum árum í að misnota lyf, fara í öfgakenndar megranir og kljást við lotugræðgi til að verða mjórri. Hún ákvað að taka líkama sinn í sátt en hefur átt erfitt uppdráttar í fyrirsætuheiminum. „Ég er í miðjunni. Ég er ekki nógu grönn til að vera með grönnu stelpunum og ekki nógu stór til að vera með stóru stelpunum þannig að ég hef ekki fundið minn stað. Þessi herferð er mjög mikilvæg fyrir mig. Ég veit samt ekki hvort ég komist á tískupallana, það er erfitt að komast að þar,“ segir hún.
Mest lesið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Graham Greene er látinn Lífið Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Bíó og sjónvarp Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lífið Fleiri fréttir Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira