Fótbolti

Balotell nógu góður fyrir ítalska landsliðið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mario Balotelli.
Mario Balotelli. Vísir/Getty
Mario Balotelli, framherji Liverpool, hefur ekki ennþá skorað fyrir félagið í ensku úrvalsdeildinni en hann var samt valinn í ítalska landsliðshópinn í kvöld.

Antonio Conte, sem tók við ítalska landsliðinu af Cesare Prandelli eftir HM, valdi framherjann litríka í fyrsta sinn í hópinn sinn fyrir leiki á móti Króatíu í undankeppni EM og vináttulandsleik á móti Albaníu.

Conte valdi alls 26 leikmenn í hópinn sinn að þessu sinni og ætlar líklega að nota Albaníuleikinn til að skoða nokkra leikmenn.

Mario Balotelli hefur nú leikið í 682 mínútur með Liverpool í ensku úrvalsdeildinni án þess að ná að skora en hefur skorað 2 mörk í öðrum keppnum, eitt í Meistaradeildinni og eitt í deildabikarnum.

Graziano Pelle, framherji Southampton, heldur sæti sínu þrátt fyrir að Mario Balotelli sé valinn.

Ítalska landsliðið er búið að vinna þrjá fyrstu leiki sína í riðlinum alveg eins og Króatía og er leikurinn í Mílanó því uppgjör tveggja efstu liða deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×