Fiat slítur tengslin við Ferrari Finnur Thorlacius skrifar 30. október 2014 14:14 Ferrari 458 Speciale. Fiat hefur átt Ferrari í 45 ár, en ætlar nú að slíta tengslin við þennan þekkta sportbílaframleiðanda. Sá gjörningur eru þó með undarlegum hætti framkvæmdur en 10% hlutafjár í Ferrari fer á almennan markað en núverandi eigendur Fiat Chrysler Automobiles (FCA) munu eignast 90% hlutafjárins. Þar með eignast Agnelli fjölskyldan, sem á um 30% í FCA ein 27% í Ferrari. Afskipti Fiat af Ferrari verða með þessu engin og félagið fær að starfa alveg sjálfstætt og telur Forstjóri Fiat, Sergio Marchionne, þetta mikið gæfuspor fyrir Ferrari. Fiat Chrysler Automobiles var sjálft skráð á hlutabréfamarkaðinn í New York fyrr í þessum mánuði. Með því að selja hlutabréf í Ferrari mun Fiat auka mjög við lausafé sitt, enda mikil þörf á það sem fyrirtækið ætlar að eyða 60 milljörðum dollara á næstu árum við þróun Fiat og Chrysler bíla. Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent
Fiat hefur átt Ferrari í 45 ár, en ætlar nú að slíta tengslin við þennan þekkta sportbílaframleiðanda. Sá gjörningur eru þó með undarlegum hætti framkvæmdur en 10% hlutafjár í Ferrari fer á almennan markað en núverandi eigendur Fiat Chrysler Automobiles (FCA) munu eignast 90% hlutafjárins. Þar með eignast Agnelli fjölskyldan, sem á um 30% í FCA ein 27% í Ferrari. Afskipti Fiat af Ferrari verða með þessu engin og félagið fær að starfa alveg sjálfstætt og telur Forstjóri Fiat, Sergio Marchionne, þetta mikið gæfuspor fyrir Ferrari. Fiat Chrysler Automobiles var sjálft skráð á hlutabréfamarkaðinn í New York fyrr í þessum mánuði. Með því að selja hlutabréf í Ferrari mun Fiat auka mjög við lausafé sitt, enda mikil þörf á það sem fyrirtækið ætlar að eyða 60 milljörðum dollara á næstu árum við þróun Fiat og Chrysler bíla.
Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent