Volvo skapar 1.300 ný störf í Gautaborg Finnur Thorlacius skrifar 20. október 2014 11:26 Nýi Volvo XC90 jeppinn fær góðar viðtökur og á stærstan þátt í stækkun verksmiðjunnar í Torslanda. Volvo er að stækka verksmiðjur sýnar í Torslanda í nágrenni Gautaborgar í Svíþjóð til að mæta eftirspurn eftir nýjum bílum sínum. Meðal annars mun Volvo bæta við þriðju vaktinni í verksmiðjunum auk þess að stækka þær verulega. Því verður unnið að smíði Volvo bíla allan sólarhringinn í Torslanda. Eftir breytingarnar munu verksmiðjurnar í Torslanda geta framleitt 300.000 bíla á ári. Það er ekki síst framleiðsla á hinum nýja XC90 jeppa Volvo sem krefst þessara nýju starfa og verða starfsmenn orðnir 4.600 eftir breytingarnar. Verksmiðjan í Torslanda eru 50 ára gömul í ár en Volvo fyrirtækið er nú 87 ára. Stækkun verksmiðjunnar í Torslanda er liður í 1.320 milljarða fjárfestingu kínverska bílaframleiðandans Geely í Volvo, en Geely á sem kunnugt er Volvo og keypti fyrirtækið af Ford árið 2010. Það stefnir í 470.000 bíla framleiðslu hjá Volvo í ár og næsta ár verður framleiðslan talsvert meiri. Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent
Volvo er að stækka verksmiðjur sýnar í Torslanda í nágrenni Gautaborgar í Svíþjóð til að mæta eftirspurn eftir nýjum bílum sínum. Meðal annars mun Volvo bæta við þriðju vaktinni í verksmiðjunum auk þess að stækka þær verulega. Því verður unnið að smíði Volvo bíla allan sólarhringinn í Torslanda. Eftir breytingarnar munu verksmiðjurnar í Torslanda geta framleitt 300.000 bíla á ári. Það er ekki síst framleiðsla á hinum nýja XC90 jeppa Volvo sem krefst þessara nýju starfa og verða starfsmenn orðnir 4.600 eftir breytingarnar. Verksmiðjan í Torslanda eru 50 ára gömul í ár en Volvo fyrirtækið er nú 87 ára. Stækkun verksmiðjunnar í Torslanda er liður í 1.320 milljarða fjárfestingu kínverska bílaframleiðandans Geely í Volvo, en Geely á sem kunnugt er Volvo og keypti fyrirtækið af Ford árið 2010. Það stefnir í 470.000 bíla framleiðslu hjá Volvo í ár og næsta ár verður framleiðslan talsvert meiri.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent