Fótbolti

Hefur engan áhuga á að fá treyju Messi eftir leikinn í kvöld

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Lionel Messi.
Lionel Messi. vísir/getty
Davy Klaassen, sóknartengiliður Ajax, lítur ekki á Lionel Messi sem neina fyrirmynd og stefnir ekki á að fá treyju hans eftir Meistaradeildarleik Barcelona og Ajax á nývangi í kvöld.

Lionel Messi hefur fjórum sinnum verið kjörinn besti leikmaður heims og er af mörgum talinn sá besti í sögunni, en hollenska miðjumanninum er nokk sama.

"Ef Lionel Messi biður ekki um treyjuna mína þá mun ég ekki biðja um hans. Hann er frábær fótboltamaður en engin fyrirmynd sem ég lít upp til. Barcelona er heldur ekkert eitt af uppáhaldsliðunum mínum. Ajax er mitt lið," sagði Klaaseen á blaðamannafundi fyrir leikinn.

Hann sagði enn fremur að Ajax ætlar ekki að verjast í 90 mínútur á Nývangi í kvöld í von um að stela einu stigi.

"Við ætlum að spila okkar leik. Ef við liggjum til baka þá fær Messi of mikið pláss. Það er ekki lausnin að verjast aftarlega gegn liði eins og Barcelona."

"Við viljum spila gegn hápressu Barcelona. Þeir eru ekki vanir að spila gegn þannig liði. Kannski er tækifæri að vinna þá þannig. Við viljum vinna leikinn," sagði Davy Klaaseen.

Leikur Barcelona og Ajax verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 18.45. Upphitun hefst klukkan 18.00 og eftir leikina verða Meistaramörkin á dagskrá.


Tengdar fréttir

Skorar Kolbeinn á Nývangi í kvöld?

Barcelona og Ajax mætast í stórleik kvöldsins í Meistaradeildinni í fótbolta og þar verður íslenskur landsliðsframherji vonandi í sviðsljósinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×