Neymar valdi Barcelona fram yfir Real Madrid Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. október 2014 08:30 Neymar vildi spila á Nývangi. vísir/getty Spænsku stórliðin og erkifjendurnir Real Madrid og Barcelona mætast á Santiago Bernabéu í Madríd á laugardaginn og er sálfræðistríðið í fullum gangi fyrir þennan fyrsta El Clásico-leik vetrarins. Börsungar hafa fengið hjálp úr óvæntri átt í sálfræðihernaðinum, en fyrrverandi forseti brasilíska félagsins Santos segir að stórstjarnan Neymar hafi sjálfur valið að fara til Barcelona frekar en Real Madrid. Neymar batt enda á langa félagaskiptasögu síðasta sumar þegar Börsungar keyptu hann frá Santos fyrir 68,4 milljónir punda, en spænsku risarnir voru búnir að berjast um hann lengi.Luis Alvaro de Oliveira Ribeiro, fyrrverandi forseti Santos, segir þó að tilboð Real Madrid hafi engu máli skipt því Brassinn vildi alltaf fara til Barcelona. „Ég var á sjúkrahúsi á þessum tíma og varaforsetinn, sem síðar varð forseti, OdilioRodrigues, hélt sambandi við Barcelona og Real Madrid,“ segir Ribeiro við Cope. „Hann sagði mér að tilboð Real Madrid væri hærra, en leikmaðurinn vildi ekki fara þangað. Örlög hans voru ráðin; Neymar vildi fara til Barcelona og þannig var það.“ Ribero komst í fréttirnar fyrr á árinu þegar hann sagðist vilja keyra yfir föður Neymars. „Það var bara grín. Ég hef aldrei fengið svo mikið sem stöðumælasekt og hef ekki drepið moskítóflugu.“El Clásico-leikur Real Madrid og Barcelona hefst klukkan 16.00 á laugardaginn og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD.Fáðu þér áskrift hér. Spænski boltinn Tengdar fréttir Suárez: Messi er betri en Ronaldo Úrúgvæski framherjinn má hefja leik aftur eftir keppnisbannið á laugardaginn og tekur þátt í sálfræðistríðinu fyrir El Clásico. 20. október 2014 09:30 Mest lesið Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Sjá meira
Spænsku stórliðin og erkifjendurnir Real Madrid og Barcelona mætast á Santiago Bernabéu í Madríd á laugardaginn og er sálfræðistríðið í fullum gangi fyrir þennan fyrsta El Clásico-leik vetrarins. Börsungar hafa fengið hjálp úr óvæntri átt í sálfræðihernaðinum, en fyrrverandi forseti brasilíska félagsins Santos segir að stórstjarnan Neymar hafi sjálfur valið að fara til Barcelona frekar en Real Madrid. Neymar batt enda á langa félagaskiptasögu síðasta sumar þegar Börsungar keyptu hann frá Santos fyrir 68,4 milljónir punda, en spænsku risarnir voru búnir að berjast um hann lengi.Luis Alvaro de Oliveira Ribeiro, fyrrverandi forseti Santos, segir þó að tilboð Real Madrid hafi engu máli skipt því Brassinn vildi alltaf fara til Barcelona. „Ég var á sjúkrahúsi á þessum tíma og varaforsetinn, sem síðar varð forseti, OdilioRodrigues, hélt sambandi við Barcelona og Real Madrid,“ segir Ribeiro við Cope. „Hann sagði mér að tilboð Real Madrid væri hærra, en leikmaðurinn vildi ekki fara þangað. Örlög hans voru ráðin; Neymar vildi fara til Barcelona og þannig var það.“ Ribero komst í fréttirnar fyrr á árinu þegar hann sagðist vilja keyra yfir föður Neymars. „Það var bara grín. Ég hef aldrei fengið svo mikið sem stöðumælasekt og hef ekki drepið moskítóflugu.“El Clásico-leikur Real Madrid og Barcelona hefst klukkan 16.00 á laugardaginn og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD.Fáðu þér áskrift hér.
Spænski boltinn Tengdar fréttir Suárez: Messi er betri en Ronaldo Úrúgvæski framherjinn má hefja leik aftur eftir keppnisbannið á laugardaginn og tekur þátt í sálfræðistríðinu fyrir El Clásico. 20. október 2014 09:30 Mest lesið Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Sjá meira
Suárez: Messi er betri en Ronaldo Úrúgvæski framherjinn má hefja leik aftur eftir keppnisbannið á laugardaginn og tekur þátt í sálfræðistríðinu fyrir El Clásico. 20. október 2014 09:30