Fótbolti

Kolbeinn fékk 72 mínútur í tapi fyrir Barca - sjáðu mörk Börsunga

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Barcelona-menn fagna í kvöld.
Barcelona-menn fagna í kvöld. Vísir/Getty
Barcelona vann 3-1 sigur á hollenska liðinu Ajax á Nývangi í 3. umferð Meistaradeildarinnar í kvöld. Lionel Messi var maðurinn á bak við bæði tvö fyrstu mörkin sem komu í fyrri hálfleik.

Kolbeinn Sigþórsson var í byrjunarliði Ajax og spilaði fyrstu 72 mínúturnar í leiknum. Honum tókst ekki að enda biðina sína eftir marki í Meistaradeildinni en þetta var hans tíundi leikur í deild þeirra bestu.

Lionel Messi bjó til tvö fyrstu mörkin fyrir Barcelona í þessum leik og komu þau bæði á fyrstu 24 mínútum leiksins.

Messi lagði fyrst upp mark fyrir Brasilíumanninn Neymar á frábæran hátt á strax á 7. mínútu leiksins en skoraði síðan sjálfur á 24. mínútu eftir sendingu frá Andrés Iniesta.

Ajax-menn gáfust ekki upp og Anwar El Ghazi minnkaði muninn í 2-1 tveimur mínútum fyrir leikslok en El Ghazi kom einmitt inná fyrir Kolbein Sigþórsson fimmtán mínútum fyrr.

Sandro innsiglaði síðan sigurinn fyrir Barcelona með marki á fjórðu mínútu í uppbótartíma en skömmu síðar var leikurinn flautaður af.

Fyrsta mark Barcelona Annað mark Barcelona Þriðja mark Barcelona



Fleiri fréttir

Sjá meira


×