Tiger Woods byrjaður að slá full golfhögg á ný Kári Örn Hinriksson skrifar 21. október 2014 23:00 Tiger er staðráðinn í að vinna bug á bakmeiðslunum fyrir fullt og allt. Vísir/Getty Tiger Woods er farinn að slá full golfhögg á ný en þessi frábæri kylfingur hefur átt í miklum vandræðum á árinu vegna bakmeiðsla sem hafa hrjáð hann. Woods lék síðast keppnisgolf í ágúst þar sem hann missti af niðurskurðinum á PGA-meistaramótinu en hann missti af Masters mótinu og Opna bandaríska meistaramótinu vegna aðgerðar sem hann fór í á baki. Í endurkomu sinni gekk honum afar illa og eftir misheppnað högg upp úr glompu á lokahringnum á Bridgestone-Invitational mótinu var ljós að bakið var farið að trufla hann verulega á ný. Woods gaf út í kjölfarið að hann myndi ekki gefa kost á sér í Ryderlið Bandaríkjanna ásamt því að hann ætlaði að taka sér frí frá keppnisgolfi þangað til í desember til þess að jafna sig að fullu af meiðslunum. „Læknarnir hafa sagt Tiger að hann geti byrjað að slá full högg aftur sem hann er byrjaður að gera,“ sagði umboðsmaður Woods, Mark Steinberg, í viðtali við USA Today fyrr í vikunni. „Hann hefur undanfarið bara verið að vinna í stutta spilinu meðan hann jafnar sig alveg í bakinu en honum líður vel þessa dagana og er að taka framförum.“ Woods hefur gefið það út að hann stefni á endurkomu á golfvöllinn í byrjun desember þegar að Hero World Golf Challenge mótið fer fram á Isleworth vellinum í Flórída en hann er einnig gestgjafi mótsins. Golf Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Tiger Woods er farinn að slá full golfhögg á ný en þessi frábæri kylfingur hefur átt í miklum vandræðum á árinu vegna bakmeiðsla sem hafa hrjáð hann. Woods lék síðast keppnisgolf í ágúst þar sem hann missti af niðurskurðinum á PGA-meistaramótinu en hann missti af Masters mótinu og Opna bandaríska meistaramótinu vegna aðgerðar sem hann fór í á baki. Í endurkomu sinni gekk honum afar illa og eftir misheppnað högg upp úr glompu á lokahringnum á Bridgestone-Invitational mótinu var ljós að bakið var farið að trufla hann verulega á ný. Woods gaf út í kjölfarið að hann myndi ekki gefa kost á sér í Ryderlið Bandaríkjanna ásamt því að hann ætlaði að taka sér frí frá keppnisgolfi þangað til í desember til þess að jafna sig að fullu af meiðslunum. „Læknarnir hafa sagt Tiger að hann geti byrjað að slá full högg aftur sem hann er byrjaður að gera,“ sagði umboðsmaður Woods, Mark Steinberg, í viðtali við USA Today fyrr í vikunni. „Hann hefur undanfarið bara verið að vinna í stutta spilinu meðan hann jafnar sig alveg í bakinu en honum líður vel þessa dagana og er að taka framförum.“ Woods hefur gefið það út að hann stefni á endurkomu á golfvöllinn í byrjun desember þegar að Hero World Golf Challenge mótið fer fram á Isleworth vellinum í Flórída en hann er einnig gestgjafi mótsins.
Golf Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira