Tiger Woods byrjaður að slá full golfhögg á ný Kári Örn Hinriksson skrifar 21. október 2014 23:00 Tiger er staðráðinn í að vinna bug á bakmeiðslunum fyrir fullt og allt. Vísir/Getty Tiger Woods er farinn að slá full golfhögg á ný en þessi frábæri kylfingur hefur átt í miklum vandræðum á árinu vegna bakmeiðsla sem hafa hrjáð hann. Woods lék síðast keppnisgolf í ágúst þar sem hann missti af niðurskurðinum á PGA-meistaramótinu en hann missti af Masters mótinu og Opna bandaríska meistaramótinu vegna aðgerðar sem hann fór í á baki. Í endurkomu sinni gekk honum afar illa og eftir misheppnað högg upp úr glompu á lokahringnum á Bridgestone-Invitational mótinu var ljós að bakið var farið að trufla hann verulega á ný. Woods gaf út í kjölfarið að hann myndi ekki gefa kost á sér í Ryderlið Bandaríkjanna ásamt því að hann ætlaði að taka sér frí frá keppnisgolfi þangað til í desember til þess að jafna sig að fullu af meiðslunum. „Læknarnir hafa sagt Tiger að hann geti byrjað að slá full högg aftur sem hann er byrjaður að gera,“ sagði umboðsmaður Woods, Mark Steinberg, í viðtali við USA Today fyrr í vikunni. „Hann hefur undanfarið bara verið að vinna í stutta spilinu meðan hann jafnar sig alveg í bakinu en honum líður vel þessa dagana og er að taka framförum.“ Woods hefur gefið það út að hann stefni á endurkomu á golfvöllinn í byrjun desember þegar að Hero World Golf Challenge mótið fer fram á Isleworth vellinum í Flórída en hann er einnig gestgjafi mótsins. Golf Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Tiger Woods er farinn að slá full golfhögg á ný en þessi frábæri kylfingur hefur átt í miklum vandræðum á árinu vegna bakmeiðsla sem hafa hrjáð hann. Woods lék síðast keppnisgolf í ágúst þar sem hann missti af niðurskurðinum á PGA-meistaramótinu en hann missti af Masters mótinu og Opna bandaríska meistaramótinu vegna aðgerðar sem hann fór í á baki. Í endurkomu sinni gekk honum afar illa og eftir misheppnað högg upp úr glompu á lokahringnum á Bridgestone-Invitational mótinu var ljós að bakið var farið að trufla hann verulega á ný. Woods gaf út í kjölfarið að hann myndi ekki gefa kost á sér í Ryderlið Bandaríkjanna ásamt því að hann ætlaði að taka sér frí frá keppnisgolfi þangað til í desember til þess að jafna sig að fullu af meiðslunum. „Læknarnir hafa sagt Tiger að hann geti byrjað að slá full högg aftur sem hann er byrjaður að gera,“ sagði umboðsmaður Woods, Mark Steinberg, í viðtali við USA Today fyrr í vikunni. „Hann hefur undanfarið bara verið að vinna í stutta spilinu meðan hann jafnar sig alveg í bakinu en honum líður vel þessa dagana og er að taka framförum.“ Woods hefur gefið það út að hann stefni á endurkomu á golfvöllinn í byrjun desember þegar að Hero World Golf Challenge mótið fer fram á Isleworth vellinum í Flórída en hann er einnig gestgjafi mótsins.
Golf Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira