Benz selur Tesla bréfin Finnur Thorlacius skrifar 22. október 2014 09:41 Tesla Model S og Mercedes Benz S-Class. Daimler AG, móðurfélag Mercedes Benz hefur selt þann 4% hlut sem fyrirtækið átti í bandaríska rafbílaframleiðandanum Tesla. Fyrir þann hlut fékk Daimler 94 milljarða króna og hefur þessi fjárfesting Daimler skilað miklum hagnaði. Það var reyndar ekki upphaflega ástæðan fyrir kaupum Daimler á hlutum í Tesla. Tesla hefur útvegað Mercedes Benz íhluti í tvinn- og rafmagnsbíla þeirra á undaförnum árum og því kom þessi fjárfesting til. Það að Daimler selji þessi bréf boðar ekki endalok samstarfs Mercedes Benz við Tesla og mun Tesla áfram selja Benz íhluti í rafmagnsdrifrásir. Forstjóri Daimler lét hinsvegar hafa eftir sér að þróun á rafmagnsbílum Mercedes Benz sé að vissu leiti lokið og því ekki sama ástæða fyrir samstarfinu við Tesla. Við þær fréttir að Daimler hefði selt bréf sín í Tesla lækkuðu bréfin í kauphöllinni í New York um 3%. Þau eru þó enn mjög hátt skráð, eða á 235,34 dollarar á hlut. Bréfin hafa hækkað um 56% á árinu, en ávöxtun þeirra hefur verið stjarnfræðileg á undanförnum árum. Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent
Daimler AG, móðurfélag Mercedes Benz hefur selt þann 4% hlut sem fyrirtækið átti í bandaríska rafbílaframleiðandanum Tesla. Fyrir þann hlut fékk Daimler 94 milljarða króna og hefur þessi fjárfesting Daimler skilað miklum hagnaði. Það var reyndar ekki upphaflega ástæðan fyrir kaupum Daimler á hlutum í Tesla. Tesla hefur útvegað Mercedes Benz íhluti í tvinn- og rafmagnsbíla þeirra á undaförnum árum og því kom þessi fjárfesting til. Það að Daimler selji þessi bréf boðar ekki endalok samstarfs Mercedes Benz við Tesla og mun Tesla áfram selja Benz íhluti í rafmagnsdrifrásir. Forstjóri Daimler lét hinsvegar hafa eftir sér að þróun á rafmagnsbílum Mercedes Benz sé að vissu leiti lokið og því ekki sama ástæða fyrir samstarfinu við Tesla. Við þær fréttir að Daimler hefði selt bréf sín í Tesla lækkuðu bréfin í kauphöllinni í New York um 3%. Þau eru þó enn mjög hátt skráð, eða á 235,34 dollarar á hlut. Bréfin hafa hækkað um 56% á árinu, en ávöxtun þeirra hefur verið stjarnfræðileg á undanförnum árum.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent