Opið hús hjá Kvennadeild SVFR í kvöld Karl Lúðvíksson skrifar 22. október 2014 14:27 Síðasta vetur var stofnuð Kvennadeild hjá SVFR sem hefur það að markmiði að virkja þær konur sem eru þegar félagar hjá SVFR og fá fleiri hressar veiðikonur til liðs við félagið.Fyrsta hús vetrarins verður hjá Kvennadeild SVFR í kvöld og húsið opnar kl 20:30. Allar konur, félagar eða þær sem hafa áhuga á stangveiði eru velkomnar og það skal tekið fram að aðgangur er ókeypis. Dagskrá kvöldsins verður á léttum nótum þar sem veiðikonurnar rifja upp veiðisumarið með sögurm og myndum og fá frábæran gest, Brynju Gunnarsdóttir, veiðikonu til að segja okkur frá veiðisumrinu sínu. Brynja hefur marga fjöruna sopið í veiðiskap og hefur frá miklu að segja eftir sumarið. Veiðitímabilinu hjá SVFR og öðrum félögum er formlega lokið en úthlutun og umsóknir forúthlutunar er það sem liggur fyrir hjá félaginu næstu daga og eru þeir félagar SVFR sem hafa áhuga á föstum dögum hvattir til að hafa samband við félagið sem fyrst. Stangveiði Mest lesið Stórurriði sleit sig lausann við Elliðavatn í gærkvöldi Veiði 59 laxar úr Bíldsfelli Veiði Kröfluflugurnar sterkar í sjóbirtinginn Veiði Ágætis rjúpnaveiði en skilyrðin erfið Veiði Fimmta framboðið til stjórnar SVFR Veiði Eystri Rangá komin í 1520 laxa Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Ellefu milljónir úr Veiðikortasjóði til rjúpnarannsókna Veiði Fjórtán laxar á Jöklusvæðinu Veiði Eystri Rangá að fyllast af laxi Veiði
Síðasta vetur var stofnuð Kvennadeild hjá SVFR sem hefur það að markmiði að virkja þær konur sem eru þegar félagar hjá SVFR og fá fleiri hressar veiðikonur til liðs við félagið.Fyrsta hús vetrarins verður hjá Kvennadeild SVFR í kvöld og húsið opnar kl 20:30. Allar konur, félagar eða þær sem hafa áhuga á stangveiði eru velkomnar og það skal tekið fram að aðgangur er ókeypis. Dagskrá kvöldsins verður á léttum nótum þar sem veiðikonurnar rifja upp veiðisumarið með sögurm og myndum og fá frábæran gest, Brynju Gunnarsdóttir, veiðikonu til að segja okkur frá veiðisumrinu sínu. Brynja hefur marga fjöruna sopið í veiðiskap og hefur frá miklu að segja eftir sumarið. Veiðitímabilinu hjá SVFR og öðrum félögum er formlega lokið en úthlutun og umsóknir forúthlutunar er það sem liggur fyrir hjá félaginu næstu daga og eru þeir félagar SVFR sem hafa áhuga á föstum dögum hvattir til að hafa samband við félagið sem fyrst.
Stangveiði Mest lesið Stórurriði sleit sig lausann við Elliðavatn í gærkvöldi Veiði 59 laxar úr Bíldsfelli Veiði Kröfluflugurnar sterkar í sjóbirtinginn Veiði Ágætis rjúpnaveiði en skilyrðin erfið Veiði Fimmta framboðið til stjórnar SVFR Veiði Eystri Rangá komin í 1520 laxa Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Ellefu milljónir úr Veiðikortasjóði til rjúpnarannsókna Veiði Fjórtán laxar á Jöklusvæðinu Veiði Eystri Rangá að fyllast af laxi Veiði