Fótbolti

Rodgers: Real Madrid spilaði frábærlega

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Brendan Rodgers þakkar Cristiano Ronaldo fyrir leikinn.
Brendan Rodgers þakkar Cristiano Ronaldo fyrir leikinn. vísir/getty
„Við vorum mjög góðir fyrstu 22 mínútur leiksins, en frá fyrsta marki þeirra og fram að hálfleik sýndi Real Madrid gæði sín,“ sagði BrendanRodgers, knattspyrnustjóri Liverpool, eftir tapið gegn Real Madrid í Meistaradeildinni í kvöld.

„Real Madrid spilaði frábærlega. Í seinni hálfleik spiluðum við upp á stoltið og vorum magnaðir. Leikmennirnir hættu aldrei. Við vörðumst illa, en ég get ekki beðið um meira.“

Rodgers var tíðrætt um gæði Real-liðsins sem er með níu stig, fullt hús, á toppi riðilsins eftir þrjár umferðir í riðlakeppninni.

„Þið sjáið bara gæðin í liði Real Madrid. Hraðinn, tæknin; það er alveg augljóst hvers vegna liðið er Evrópumeistari. Við fengum samt tvö mörk á okkur úr föstum leikatriðum sem hafa ollið okkur vandræðum. Við verðum að gera betur í þessum stöðum,“ sagði Brendan Rodgers.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×