Byggðin sem tapaði mestu vegna hvalveiðibannsins Kristján Már Unnarsson skrifar 27. október 2014 22:15 Nærri þrjátíu árum eftir að Alþingi féllst á hvalveiðibann hefur samfélagið á Barðaströnd ekki enn náð sér eftir áfallið. Þegar hrefnuveiðar voru leyfðar á ný var það of seint fyrir Brjánslæk, fjölskyldur voru farnar í þrot og fluttar brott. Þetta er meðal þess sem fjallað er um í þættinum Um land allt á Stöð 2 annaðkvöld, þriðjudagskvöld.Brjánslækur á Barðaströnd var árunum í kringum 1980 ein helsta hvalveiðistöð landsins en þaðan veiddu menn hrefnu á smábátum og verkuðu. "Hún var tekin af okkur '85. Heimskan, hún ríður ekki við einteyming," sagði Ragnar Guðmundsson á Brjánslæk, einn af þeim sem stóðu að hrefnuveiðunum á sínum tíma. Hann vísar til þess þegar Alþingi ákvað að mótmæla ekki banni Alþjóðahvalveiðiráðsins. Árin áður hafði verið uppgangur á Barðaströnd og nærri sextíu börn voru í skóla sveitarinnar á Birkimel. "Þetta fer að hrynja þá, þegar við töpum hvalnum. Þá fækkaði um þriðjung í sveitinni. Yngra fólkið sem var farið að setjast að og vann hérna, það festi sig ekki hérna," sagði Ragnar. Þorpið sem hafði verið að byggjast upp á Krossholtum hætti að vaxa. Húsin tæmdust hvert af öðru og versluninni var lokað. Þeir sem stóðu að hrefnuveiðunum töpuðu miklu."Við vorum fimm sem áttum þetta. Þrír af okkur fóru á hausinn þegar allt féll," sagði Ragnar. Hvalveiðar Um land allt Vesturbyggð Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Nærri þrjátíu árum eftir að Alþingi féllst á hvalveiðibann hefur samfélagið á Barðaströnd ekki enn náð sér eftir áfallið. Þegar hrefnuveiðar voru leyfðar á ný var það of seint fyrir Brjánslæk, fjölskyldur voru farnar í þrot og fluttar brott. Þetta er meðal þess sem fjallað er um í þættinum Um land allt á Stöð 2 annaðkvöld, þriðjudagskvöld.Brjánslækur á Barðaströnd var árunum í kringum 1980 ein helsta hvalveiðistöð landsins en þaðan veiddu menn hrefnu á smábátum og verkuðu. "Hún var tekin af okkur '85. Heimskan, hún ríður ekki við einteyming," sagði Ragnar Guðmundsson á Brjánslæk, einn af þeim sem stóðu að hrefnuveiðunum á sínum tíma. Hann vísar til þess þegar Alþingi ákvað að mótmæla ekki banni Alþjóðahvalveiðiráðsins. Árin áður hafði verið uppgangur á Barðaströnd og nærri sextíu börn voru í skóla sveitarinnar á Birkimel. "Þetta fer að hrynja þá, þegar við töpum hvalnum. Þá fækkaði um þriðjung í sveitinni. Yngra fólkið sem var farið að setjast að og vann hérna, það festi sig ekki hérna," sagði Ragnar. Þorpið sem hafði verið að byggjast upp á Krossholtum hætti að vaxa. Húsin tæmdust hvert af öðru og versluninni var lokað. Þeir sem stóðu að hrefnuveiðunum töpuðu miklu."Við vorum fimm sem áttum þetta. Þrír af okkur fóru á hausinn þegar allt féll," sagði Ragnar.
Hvalveiðar Um land allt Vesturbyggð Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira