"Það geta ekki allir verið grannir“ Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 28. október 2014 13:00 Maria. mynd/Gabriel Rutenberg „Manni þarf fyrst og fremst að líða vel með sjálfan sig og elska sjálfan sig. Ef þú elskar ekki sjálfan þig getur enginn annar elskað þig,“ segir fyrirsætan Maria Jimenez Pacifico. Hún starfar sem svokölluð „plus size“-fyrirsæta eða fyrirsæta í yfirþyngd hér á Íslandi og erlendis. Hún vill einbeita sér að því að vera góð fyrirmynd fyrir ungar konur og senda þeim jákvæð skilaboð. „Það þarf ekki alltaf að vera að einblína á kíló. Ef þú ert ekki ánægður með líkama þinn geturðu gert eitthvað í því. Þú getur borðað hollan mat og hreyft þig en númer 1, 2 og þrjú er að líða vel. Þá kemur þessi innri fegurð fram,“ segir Maria og bætir við að allar líkamsgerðir séu fallegar. „Það geta ekki allir verið grannir. Það fer eftir aldri, hvað maður er hár og líka eftir beinabyggingu. Og af hverju vilja allir vera grannir? Að vera grannur er ekki allt. Það er fallegt að vera öðruvísi. Mér finnst að konur eigi að fagna sínu líkamsformi.“Maria í viðtali á RCN.María er með tvöfalt ríkisfang, bæði hér og í heimalandi sínu Kólumbíu. Hún hefur vakið mikla athygli í Kólumbíu þar sem hún er fyrsta „plus size“-fyrirsætan þar í landi að hennar sögn. Í gær var hún í sjónvarpsviðtali í gegnum Skype á RCN, einni stærstu sjónvarpsstöðinni í Kólumbíu. Sjónvarpsstöðin er alþjóðleg og var viðtali við Mariu sýnt í 32 löndum. „Þetta var frekar stórt viðtal og mikil pressa á mér,“ segir Maria hlæjandi. „Ég var að ræða um minn feril sem „plus size“-fyrirsæta. Ég er frumkvöðull í þeim bransa í Kólumbíu og því hafa fjölmiðlamenn þar fylgst með því hvað ég er að gera á Íslandi. Það er mjög sterkt í kólumbísku fólki að ef konur eru ekki með fullkominn vöxt þá eru þær ekki flottar. Ég ætla að fara til Kólumbíu á næsta ári og sýna fólki að það gengur ekki þannig fyrir sig. Ég vil senda stúlkum þar jákvæð skilaboð,“ bætir Maria við en hún er á samningi hjá módelskrifstofunni Volúme Model Management.Viðtal við Mariu í tímaritinu GENTE í Kólumbíu.Maria hefur einnig verið í þremur viðtölum í stórum tímaritum í Kólumbíu uppá síðkastið en hún ætlar sér stóra hluti í fyrirsætubransanum. „Ég þarf að vinna meira á Íslandi. Það vantar fleiri „plus size“-fyrirsætur á Íslandi. Ég vil líka hvetja hönnuði til að hann meira fyrir konur í yfirþyngd því það vantar. Okkur finnst líka gaman að klæða okkur vel. Þetta á eftir að breytast en það tekur smá tíma. Ég túlka í raun konur sem maður sér dagsdaglega á götunni því þó hefðbundnar fyrirsætur séu fallegar eru ekki allar konur svona grannar. Það er gaman að hafa fjölbreytni í þessum heimi.“Velvet d‘Amour.vísir/gettyMaria var að klára tökur með Unni Jónsdóttur, nemanda í Kvikmyndaskóla Íslands, en Unnur hefur verið að vinna að heimildarmynd um feril Mariu. Myndin verður sýnd í Bíó Paradís í desember. Þá er önnur heimildarmynd í bígerð um Mariu og góðgerðarsamtök sem hún vinnur með sem heita Tierra Bomba. „Í Tierra Bomba erum við að hjálpa ungu fólki í Kólumbíu því mikið af ungu fólki þar leiðist út í glæpi. Við kennum litlum krökkum ensku, íþróttir og dans til dæmis til að vernda þau og hjálpa þeim að velja réttu brautina í lífinu,“ segir Maria. Þá hafði Velvet d‘Amour, ein þekktasta „plus size“-fyrirsæta heims, samband við Mariu á dögunum en hún á tímaritið Volup 2. „Hún vill að ég sendi sér myndir af mér í tímaritið sitt,“ segir Maria en það er mikill heiður í þessum bransa. Maria segir ekki staðar numið við fyrirsætuna og útskrifast sem leikkona og kvikmyndagerðarkona í desember frá Kvikmyndaskóla Íslands. „Ég er akkúrat núna að gera útskriftarmyndina mína,“ segir Maria sem nýtur þess að hafa í nægu að snúast. „Ég vakna klukkan 8, fer í skólann klukkan 9 og kem heim klukkan ellefu á kvöldin. Ég er alltaf mjög bissí.“ Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
„Manni þarf fyrst og fremst að líða vel með sjálfan sig og elska sjálfan sig. Ef þú elskar ekki sjálfan þig getur enginn annar elskað þig,“ segir fyrirsætan Maria Jimenez Pacifico. Hún starfar sem svokölluð „plus size“-fyrirsæta eða fyrirsæta í yfirþyngd hér á Íslandi og erlendis. Hún vill einbeita sér að því að vera góð fyrirmynd fyrir ungar konur og senda þeim jákvæð skilaboð. „Það þarf ekki alltaf að vera að einblína á kíló. Ef þú ert ekki ánægður með líkama þinn geturðu gert eitthvað í því. Þú getur borðað hollan mat og hreyft þig en númer 1, 2 og þrjú er að líða vel. Þá kemur þessi innri fegurð fram,“ segir Maria og bætir við að allar líkamsgerðir séu fallegar. „Það geta ekki allir verið grannir. Það fer eftir aldri, hvað maður er hár og líka eftir beinabyggingu. Og af hverju vilja allir vera grannir? Að vera grannur er ekki allt. Það er fallegt að vera öðruvísi. Mér finnst að konur eigi að fagna sínu líkamsformi.“Maria í viðtali á RCN.María er með tvöfalt ríkisfang, bæði hér og í heimalandi sínu Kólumbíu. Hún hefur vakið mikla athygli í Kólumbíu þar sem hún er fyrsta „plus size“-fyrirsætan þar í landi að hennar sögn. Í gær var hún í sjónvarpsviðtali í gegnum Skype á RCN, einni stærstu sjónvarpsstöðinni í Kólumbíu. Sjónvarpsstöðin er alþjóðleg og var viðtali við Mariu sýnt í 32 löndum. „Þetta var frekar stórt viðtal og mikil pressa á mér,“ segir Maria hlæjandi. „Ég var að ræða um minn feril sem „plus size“-fyrirsæta. Ég er frumkvöðull í þeim bransa í Kólumbíu og því hafa fjölmiðlamenn þar fylgst með því hvað ég er að gera á Íslandi. Það er mjög sterkt í kólumbísku fólki að ef konur eru ekki með fullkominn vöxt þá eru þær ekki flottar. Ég ætla að fara til Kólumbíu á næsta ári og sýna fólki að það gengur ekki þannig fyrir sig. Ég vil senda stúlkum þar jákvæð skilaboð,“ bætir Maria við en hún er á samningi hjá módelskrifstofunni Volúme Model Management.Viðtal við Mariu í tímaritinu GENTE í Kólumbíu.Maria hefur einnig verið í þremur viðtölum í stórum tímaritum í Kólumbíu uppá síðkastið en hún ætlar sér stóra hluti í fyrirsætubransanum. „Ég þarf að vinna meira á Íslandi. Það vantar fleiri „plus size“-fyrirsætur á Íslandi. Ég vil líka hvetja hönnuði til að hann meira fyrir konur í yfirþyngd því það vantar. Okkur finnst líka gaman að klæða okkur vel. Þetta á eftir að breytast en það tekur smá tíma. Ég túlka í raun konur sem maður sér dagsdaglega á götunni því þó hefðbundnar fyrirsætur séu fallegar eru ekki allar konur svona grannar. Það er gaman að hafa fjölbreytni í þessum heimi.“Velvet d‘Amour.vísir/gettyMaria var að klára tökur með Unni Jónsdóttur, nemanda í Kvikmyndaskóla Íslands, en Unnur hefur verið að vinna að heimildarmynd um feril Mariu. Myndin verður sýnd í Bíó Paradís í desember. Þá er önnur heimildarmynd í bígerð um Mariu og góðgerðarsamtök sem hún vinnur með sem heita Tierra Bomba. „Í Tierra Bomba erum við að hjálpa ungu fólki í Kólumbíu því mikið af ungu fólki þar leiðist út í glæpi. Við kennum litlum krökkum ensku, íþróttir og dans til dæmis til að vernda þau og hjálpa þeim að velja réttu brautina í lífinu,“ segir Maria. Þá hafði Velvet d‘Amour, ein þekktasta „plus size“-fyrirsæta heims, samband við Mariu á dögunum en hún á tímaritið Volup 2. „Hún vill að ég sendi sér myndir af mér í tímaritið sitt,“ segir Maria en það er mikill heiður í þessum bransa. Maria segir ekki staðar numið við fyrirsætuna og útskrifast sem leikkona og kvikmyndagerðarkona í desember frá Kvikmyndaskóla Íslands. „Ég er akkúrat núna að gera útskriftarmyndina mína,“ segir Maria sem nýtur þess að hafa í nægu að snúast. „Ég vakna klukkan 8, fer í skólann klukkan 9 og kem heim klukkan ellefu á kvöldin. Ég er alltaf mjög bissí.“
Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira