Mahindra kaupir helming í Peugeot Scooters Finnur Thorlacius skrifar 10. október 2014 13:15 Merki létthjóladeildar Peugeot. Indverski bílaframleiðandinn Mahindra & Mahindra er við það að kaupa 51% hlut í létthjóladeild PSA Peugeot-Citroën sem nefnt er Peugeot Scooters. Sá hluti Peugeot sem framleiðir létthjól hefur starfað frá árinu 1898 og er næststærsti framleiðandi slíkra hjóla á eftir ítalska framleiðandanum Piaggio sem framleiðir Vespa hjólin. Mahindra ætlar að greiða 6,3 milljarða króna fyrir þennan ríflega helmingshlut í franska létthjólaframleiðandanum en nær fyrir vikið ráðandi hluta í fyrirtækinu. Ástæðan fyrir kaupum Mahindra er að fyrirtækið vill hasla sér sterkari völl fyrir svona hjól á heimamarkaðnum í Indlandi. Fyrirtækið framleiðir nú þegar hjól af þessari gerð, en skortir illilega þekkt merki bak við sig og á sem stendur afar litla markaðshlutdeild í Indlandi í létthjólum. Samingurinn milli Mahindra og PSA er ekki endanlega kláraður en hann þarf að fá samþykki semkeppnisyfirvalda og fleiri aðila en búist er við því að hann klárist innan 3 mánaða. Fjárhagsvandræði PSA Peugeot-Citroën undanfarin ár hefur gert það að verkum að það hefur neyðst til að selja stóra hluti í fyrirtækjum sínum undanfarið. Skemmst er að minnast kaupa kínverska bílaframleiðandans Dongfeng og franska ríkisins á sitthvorum 14% hlutnum í bíladeild PSA fyrr á þessu ári. Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent
Indverski bílaframleiðandinn Mahindra & Mahindra er við það að kaupa 51% hlut í létthjóladeild PSA Peugeot-Citroën sem nefnt er Peugeot Scooters. Sá hluti Peugeot sem framleiðir létthjól hefur starfað frá árinu 1898 og er næststærsti framleiðandi slíkra hjóla á eftir ítalska framleiðandanum Piaggio sem framleiðir Vespa hjólin. Mahindra ætlar að greiða 6,3 milljarða króna fyrir þennan ríflega helmingshlut í franska létthjólaframleiðandanum en nær fyrir vikið ráðandi hluta í fyrirtækinu. Ástæðan fyrir kaupum Mahindra er að fyrirtækið vill hasla sér sterkari völl fyrir svona hjól á heimamarkaðnum í Indlandi. Fyrirtækið framleiðir nú þegar hjól af þessari gerð, en skortir illilega þekkt merki bak við sig og á sem stendur afar litla markaðshlutdeild í Indlandi í létthjólum. Samingurinn milli Mahindra og PSA er ekki endanlega kláraður en hann þarf að fá samþykki semkeppnisyfirvalda og fleiri aðila en búist er við því að hann klárist innan 3 mánaða. Fjárhagsvandræði PSA Peugeot-Citroën undanfarin ár hefur gert það að verkum að það hefur neyðst til að selja stóra hluti í fyrirtækjum sínum undanfarið. Skemmst er að minnast kaupa kínverska bílaframleiðandans Dongfeng og franska ríkisins á sitthvorum 14% hlutnum í bíladeild PSA fyrr á þessu ári.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent