Fótbolti

Naismith: Eina neikvæða að skora ekki fleiri

Anton Ingi Leifsson skrifar
Skotar fagna sínu marki í dag.
Skotar fagna sínu marki í dag. Vísir/Getty
Steven Naismith, leikmaður skoska landsliðsins og Everton, var ánægður með að Skotar væru búnir að næla í sín fyrstu stig í D-riðli.

Skotar unnu Georgía 1-0 á heimavelli í dag, en liðið mætir Póllandi á þriðjudaginn.

„Mér fannst við spila mjög vel, pressuðum þá vel og fengum færi," sagði Naismith við Sky Sports í leikslok.

„Í síðari hálfleik vissum við að þeir myndu breyta sínu skipulagi, en við hirtum punktana þrjá sem í boði voru. Mér fannst öll framlínan og miðjan gera vel."

„Eina neikvæða við kvöldið í kvöld var að við skoruðum ekki fleiri mörk. Leikplanið gekk virkileag vel upp og þetta var okkar fyrsti sigur. Nú einbeitum við okkur að leiknum gegn Póllandi," sagði skotinn geðþekki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×