Tesla býður Model S með 691 hestöfl Finnur Thorlacius skrifar 13. október 2014 10:38 Tesla Model S er nú orðin enn meiri spyrnukerra. Þó svo að bandaríski rafbílaframleiðandinn Tesla vinni nú að nýjum bílum sínum, fjórhjóladrifnum Model X og ódýrari rafmagnsfólksbíl heldur fyrirtækið áfram að bjóða fleiri útfærslur á eina framleiðslubíl þeirra nú, Model S. Nú er hægt að fá Model S með allt að 691 hestafla drifrás sem eingöngu notast við rafmagn. Þessi útgáfa hans er aðeins 3,2 sekúndur í hundraðið og hámarkshraðinn er 250 km/klst. Fyrir þetta þarf að greiða 14.600 dollurum meira en fyrir hefðbundinn 416 hestafla Model S, eða 1.750.000 krónur. Drægni þessar öflugu gerðar Model S eykst um 15 kílómetra og er því 440 kílómetrar í stað 425. Tesla hefur einnig bætt rafhlöðurnar í hefðbundnum Model S 85D og er hún nú 475 kílómetrar, eða 35 kílómetrum meiri en í öflugustu gerð bílsins. Því þarf að fórna örlitlu í drægninni fyrir allt þetta afl. Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent
Þó svo að bandaríski rafbílaframleiðandinn Tesla vinni nú að nýjum bílum sínum, fjórhjóladrifnum Model X og ódýrari rafmagnsfólksbíl heldur fyrirtækið áfram að bjóða fleiri útfærslur á eina framleiðslubíl þeirra nú, Model S. Nú er hægt að fá Model S með allt að 691 hestafla drifrás sem eingöngu notast við rafmagn. Þessi útgáfa hans er aðeins 3,2 sekúndur í hundraðið og hámarkshraðinn er 250 km/klst. Fyrir þetta þarf að greiða 14.600 dollurum meira en fyrir hefðbundinn 416 hestafla Model S, eða 1.750.000 krónur. Drægni þessar öflugu gerðar Model S eykst um 15 kílómetra og er því 440 kílómetrar í stað 425. Tesla hefur einnig bætt rafhlöðurnar í hefðbundnum Model S 85D og er hún nú 475 kílómetrar, eða 35 kílómetrum meiri en í öflugustu gerð bílsins. Því þarf að fórna örlitlu í drægninni fyrir allt þetta afl.
Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent