Fótbolti

Strákarnir fagna í klefanum eftir leik - myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aron Einar fagnar í kvöld.
Aron Einar fagnar í kvöld. Vísir/Valli
Íslenska fótboltalandsliðið vann frábæran 2-0 sigur á bronsliði Hollendinga í undankeppni EM í kvöld og strákarnir fögnuðu sigrinum vel í leikslok. Birkir Már Sævarsson sagði í viðtali við Vísi eftir leik að liðið hefði fagnað vel inni í klefa. Lars og Heimir hefðu verið glaðir en þó ekki fagnað líkt og leikmennirnir.

„Nei, ég er kansnki ekki þannig týpa,“ sagði Lars á blaðamannafundi eftir leikinn. „Inni í mér líður mér samt eins og leikmönnunum.“

Hins vegar benti hann á það hver stjórnaði fagnaðarlátunum inni í klefa. Þar væri veislustjóri Friðrik Ellert Jónsson sjúkraþjálfari.

„Þar fer skemmtikraftur.“

Það má segja að þessi leikur hafi verið fullkominn enda komst stjörnuprýtt lið Hollendinga lítið áleiðis gegn samheldu og vinnusömu íslensku liði sem er hreinlega að springa út sjálfstrausti.

Ari Freyr Skúlason, bakvörður íslenska liðsins, birti í kvöld myndband með fjörinu hjá strákunum inn í klefa en þarna voru þeir að fagna einum stærsta sigri íslenska fótboltalandsliðsins frá upphafi.

Íslenska landsliðið er nú með fullt hús á toppi síns riðils og markatalan eftir þrjá leiki er 8-0.

Hér fyrir neðan má sjá myndbandið hans Ara.



Iceland celebrations after winning Netherlands 2-0. Taken by Ari Skulason. from Total Football on Vimeo.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×