Fótbolti

Hollendingar felldir í Dalnum | Sjáðu myndirnar

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Robin van Persie gengur niðurlútur af velli í Laugardalnum í kvöld.
Robin van Persie gengur niðurlútur af velli í Laugardalnum í kvöld. vísir/valli
Ísland er á toppi A-riðilsins í undankeppni EM 2016 eftir sögulegan 2-0 sigur á Hollandi í Laugardalnum í kvöld. Ísland er með fullt hús stiga eftir þrjá leiki og markatöluna 8-0.

Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörk Íslands í kvöld, en hann er nú búinn að skora fjögur mörk í fyrstu þremur leikjum liðsins.

Hollendingar eru nú búnir að tapa tveimur leikjum af þremur í riðlinum og eru sex stigum á eftir okkar strákum í þriðja sæti.

Hér að neðan má sjá risastórt myndasafn frá Ljósmyndurum Fréttablaðsins og Vísis sem voru á vellinum í kvöld.

Það voru Andri Marinó Karlsson, Vilhelm Gunnarsson og Valgarður Gíslason sem skelltu sér í Laugardalinn í kvöld og tóku þessar frábæru myndir.


Tengdar fréttir

Robben: Hrósa Íslandi fyrir góðan varnarleik

Arjen Robben hrósaði íslenska liðinu fyrir góðan varnarleik eftir 2-0 sigur Íslands á Hollandi í kvöld en sagði jafnframt að Holland hafi gefið Íslandi tvö mörk í leiknum.

„Gylfi er í heimsklassa“

Landsliðsþjálfarinn Lars Lagerbäck sagði íslenska miðjumanninn einn þann besta sem hann hafi séð.

Birkir Bjarna: Var Robben að spila?

Birkir Bjarnason fiskaði vítaspyrnuna sem Gylfi Þór Sigurðsson skoraði úr á 10. mínútu. Hann var skiljanlega sáttur eftir sigurinn gegn Hollandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×