Lexus frumsýnir NX 300h Finnur Thorlacius skrifar 17. október 2014 09:30 Lexus NX300h er með skörpum og hvössum línum. Á þessu ári verður brotið blað í sögu Lexus þegar kynntur verður fyrsti sportjeppinn í millistærð, Lexus NX 300h. Bíll þessi verður frumsýndur á morgun, laugardag frá kl. 12 til 16 í sýningarsal Lexus í Kauptúni í Garðabæ. Djörf og afgerandi hönnun bílsins hefur vakið verðskuldaða athygli enda gefa skarpar og ákveðnar línur bílnum svip sem eftir er tekið. NX er búinn 2.5 l bensínvél auk Hybridkerfis og verður fáanlegur í fjórum útfærslum, Comfort, Business, F-Sport og Luxury. Lexus NX er hlaðinn þeim þægindum sem eru aðalsmerki Lexus og hönnun bílsins er sérstaklega eftirtektarverð. Bílablaðamaður visir.is og Fréttablaðsins fékk kost á því að reyna Lexus NX 300h ásamt mörgum öðrum blaðamönnum í Austurríki fyrir stuttu og voru viðkynni hans einkar ánægjuleg. Bíllinn lítur jafn vel að innan sem utan og er hlaðinn tækninýjungum, m.a. myndavélum sem sýnir allt umhverfi bílsins. Reyndist með þeim búnaði hægðarleikur að bakka milli keila sem vart var lengra á milli en breidd bílsins. Afl bílsins er með ágætum og þótt reynt væri að láta bílinn eyða miklu eldsneyti með frísklegum akstri fór eyðsla hans aldrei nema rétt upp fyrir 6 lítra á hverja hundrað kílómetra. Var það einn af mörgum kostum bílsins.Nýjar og laglegar línur frá Lexus. Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent
Á þessu ári verður brotið blað í sögu Lexus þegar kynntur verður fyrsti sportjeppinn í millistærð, Lexus NX 300h. Bíll þessi verður frumsýndur á morgun, laugardag frá kl. 12 til 16 í sýningarsal Lexus í Kauptúni í Garðabæ. Djörf og afgerandi hönnun bílsins hefur vakið verðskuldaða athygli enda gefa skarpar og ákveðnar línur bílnum svip sem eftir er tekið. NX er búinn 2.5 l bensínvél auk Hybridkerfis og verður fáanlegur í fjórum útfærslum, Comfort, Business, F-Sport og Luxury. Lexus NX er hlaðinn þeim þægindum sem eru aðalsmerki Lexus og hönnun bílsins er sérstaklega eftirtektarverð. Bílablaðamaður visir.is og Fréttablaðsins fékk kost á því að reyna Lexus NX 300h ásamt mörgum öðrum blaðamönnum í Austurríki fyrir stuttu og voru viðkynni hans einkar ánægjuleg. Bíllinn lítur jafn vel að innan sem utan og er hlaðinn tækninýjungum, m.a. myndavélum sem sýnir allt umhverfi bílsins. Reyndist með þeim búnaði hægðarleikur að bakka milli keila sem vart var lengra á milli en breidd bílsins. Afl bílsins er með ágætum og þótt reynt væri að láta bílinn eyða miklu eldsneyti með frísklegum akstri fór eyðsla hans aldrei nema rétt upp fyrir 6 lítra á hverja hundrað kílómetra. Var það einn af mörgum kostum bílsins.Nýjar og laglegar línur frá Lexus.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent