Lexus frumsýnir NX 300h Finnur Thorlacius skrifar 17. október 2014 09:30 Lexus NX300h er með skörpum og hvössum línum. Á þessu ári verður brotið blað í sögu Lexus þegar kynntur verður fyrsti sportjeppinn í millistærð, Lexus NX 300h. Bíll þessi verður frumsýndur á morgun, laugardag frá kl. 12 til 16 í sýningarsal Lexus í Kauptúni í Garðabæ. Djörf og afgerandi hönnun bílsins hefur vakið verðskuldaða athygli enda gefa skarpar og ákveðnar línur bílnum svip sem eftir er tekið. NX er búinn 2.5 l bensínvél auk Hybridkerfis og verður fáanlegur í fjórum útfærslum, Comfort, Business, F-Sport og Luxury. Lexus NX er hlaðinn þeim þægindum sem eru aðalsmerki Lexus og hönnun bílsins er sérstaklega eftirtektarverð. Bílablaðamaður visir.is og Fréttablaðsins fékk kost á því að reyna Lexus NX 300h ásamt mörgum öðrum blaðamönnum í Austurríki fyrir stuttu og voru viðkynni hans einkar ánægjuleg. Bíllinn lítur jafn vel að innan sem utan og er hlaðinn tækninýjungum, m.a. myndavélum sem sýnir allt umhverfi bílsins. Reyndist með þeim búnaði hægðarleikur að bakka milli keila sem vart var lengra á milli en breidd bílsins. Afl bílsins er með ágætum og þótt reynt væri að láta bílinn eyða miklu eldsneyti með frísklegum akstri fór eyðsla hans aldrei nema rétt upp fyrir 6 lítra á hverja hundrað kílómetra. Var það einn af mörgum kostum bílsins.Nýjar og laglegar línur frá Lexus. Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent
Á þessu ári verður brotið blað í sögu Lexus þegar kynntur verður fyrsti sportjeppinn í millistærð, Lexus NX 300h. Bíll þessi verður frumsýndur á morgun, laugardag frá kl. 12 til 16 í sýningarsal Lexus í Kauptúni í Garðabæ. Djörf og afgerandi hönnun bílsins hefur vakið verðskuldaða athygli enda gefa skarpar og ákveðnar línur bílnum svip sem eftir er tekið. NX er búinn 2.5 l bensínvél auk Hybridkerfis og verður fáanlegur í fjórum útfærslum, Comfort, Business, F-Sport og Luxury. Lexus NX er hlaðinn þeim þægindum sem eru aðalsmerki Lexus og hönnun bílsins er sérstaklega eftirtektarverð. Bílablaðamaður visir.is og Fréttablaðsins fékk kost á því að reyna Lexus NX 300h ásamt mörgum öðrum blaðamönnum í Austurríki fyrir stuttu og voru viðkynni hans einkar ánægjuleg. Bíllinn lítur jafn vel að innan sem utan og er hlaðinn tækninýjungum, m.a. myndavélum sem sýnir allt umhverfi bílsins. Reyndist með þeim búnaði hægðarleikur að bakka milli keila sem vart var lengra á milli en breidd bílsins. Afl bílsins er með ágætum og þótt reynt væri að láta bílinn eyða miklu eldsneyti með frísklegum akstri fór eyðsla hans aldrei nema rétt upp fyrir 6 lítra á hverja hundrað kílómetra. Var það einn af mörgum kostum bílsins.Nýjar og laglegar línur frá Lexus.
Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent