Aldurstakmörk sett á nemendur í framhaldsskólum Heimir Már Pétursson skrifar 15. október 2014 19:30 Menntamálaráðherra var sakaður um það á Alþingi í dag að ætla að fækka heilsársnemum í framhaldsskólunum um rúmlega 900 með því að útiloka tuttugu og fimm ára og eldri frá framhaldsskólanámi frá og með næsta ári. Ráðherra segir að verið sé að efla framhaldsskólana og að úrræði verði tryggð fyrir eldri nemendur með öðrum leiðum.Oddný G. Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar hóf umræður á Alþingi í dag um þá fyrirætlan menntamálaráðherra að fækka nemendum í bóklegu framhaldsnámi með því að setja skorður á innritun nemenda sem eru 25 ára og eldri. Þetta þýði að nemendum muni fækka um rúmlega 900. „Þetta er tæplega 5 prósenta fækkun ársnemenda og til að setja þessa fjöldatakmörkun í samhengi er þetta álíka og að neita öllum nemendum Fjölbrautarskóla Suðurnesja um skólavist og segja upp 90 til 100 starfsmönnum í kjölfarið,“ sagði Oddný á Alþingi í dag. Þessi fækkun nemenda og starfsmanna framhaldsskólanna muni dreifast um allt land og bitni aðallega á þeim 1.600 einstaklingum sem eru eldri en 25 ára og vilji stunda bóknám í framhaldsskólunum. En breytingin nær ekki til iðn- og tækninema enda meðalaldurinn í því námi hærri.Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra, sem ákveðið hefur að stytta framhaldsnámið, segir að framlag á hvorn nemanda hafi lækkað á undanförnum árum og nú eigi að hækka það. „En það mun styrkja framhaldsskólana í því að koma í veg fyrir brottfall. Það mun styrkja framhaldsskólana í því að hjálpa nemendum að klára námið á tilsettum tíma. En íslenska framhaldsskólakerfið stendur sig mjög illa í öllum alþjóðlegum samanburði í því að nemendurnir klári það nám sem þeir hafa skráð sig í á tilsettum tíma,“ sagði menntamálaráðherra. Þetta náist m.a. með því að forgangsraða nemendum inn í framhaldsskólana og aðrar leiðir verði tryggðar til að 25 ára og eldri geti orðið sér út um réttindi til háskólanáms. Aldurstakmarkanir sem þessar þekkist til að mynda á Norðurlöndunum. „Mitt verkefni verður auðvitað núna á næstu mánuðum og misserum að stúdera það nákvæmlega hvort það sé ekki alveg öruggt að þessar leiðir séu allar opnar og tiltækar. Ef ekki reynist einhverra hluta vegna, sem við höfum reyndar ekki sé að sé og höfum þó farið vel í gegnum það, þá er auðvitað sjálfsagt að bregðast við því. En það sem við erum að horfa til er að breyta framhaldsskólanum þannig að við leggjum áherslu á að reyna að fjármagna þá nemendur sem þangað leita þannig að það sé einhver sómi að,“ segir Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra. Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Fleiri fréttir Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Sjá meira
Menntamálaráðherra var sakaður um það á Alþingi í dag að ætla að fækka heilsársnemum í framhaldsskólunum um rúmlega 900 með því að útiloka tuttugu og fimm ára og eldri frá framhaldsskólanámi frá og með næsta ári. Ráðherra segir að verið sé að efla framhaldsskólana og að úrræði verði tryggð fyrir eldri nemendur með öðrum leiðum.Oddný G. Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar hóf umræður á Alþingi í dag um þá fyrirætlan menntamálaráðherra að fækka nemendum í bóklegu framhaldsnámi með því að setja skorður á innritun nemenda sem eru 25 ára og eldri. Þetta þýði að nemendum muni fækka um rúmlega 900. „Þetta er tæplega 5 prósenta fækkun ársnemenda og til að setja þessa fjöldatakmörkun í samhengi er þetta álíka og að neita öllum nemendum Fjölbrautarskóla Suðurnesja um skólavist og segja upp 90 til 100 starfsmönnum í kjölfarið,“ sagði Oddný á Alþingi í dag. Þessi fækkun nemenda og starfsmanna framhaldsskólanna muni dreifast um allt land og bitni aðallega á þeim 1.600 einstaklingum sem eru eldri en 25 ára og vilji stunda bóknám í framhaldsskólunum. En breytingin nær ekki til iðn- og tækninema enda meðalaldurinn í því námi hærri.Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra, sem ákveðið hefur að stytta framhaldsnámið, segir að framlag á hvorn nemanda hafi lækkað á undanförnum árum og nú eigi að hækka það. „En það mun styrkja framhaldsskólana í því að koma í veg fyrir brottfall. Það mun styrkja framhaldsskólana í því að hjálpa nemendum að klára námið á tilsettum tíma. En íslenska framhaldsskólakerfið stendur sig mjög illa í öllum alþjóðlegum samanburði í því að nemendurnir klári það nám sem þeir hafa skráð sig í á tilsettum tíma,“ sagði menntamálaráðherra. Þetta náist m.a. með því að forgangsraða nemendum inn í framhaldsskólana og aðrar leiðir verði tryggðar til að 25 ára og eldri geti orðið sér út um réttindi til háskólanáms. Aldurstakmarkanir sem þessar þekkist til að mynda á Norðurlöndunum. „Mitt verkefni verður auðvitað núna á næstu mánuðum og misserum að stúdera það nákvæmlega hvort það sé ekki alveg öruggt að þessar leiðir séu allar opnar og tiltækar. Ef ekki reynist einhverra hluta vegna, sem við höfum reyndar ekki sé að sé og höfum þó farið vel í gegnum það, þá er auðvitað sjálfsagt að bregðast við því. En það sem við erum að horfa til er að breyta framhaldsskólanum þannig að við leggjum áherslu á að reyna að fjármagna þá nemendur sem þangað leita þannig að það sé einhver sómi að,“ segir Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra.
Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Fleiri fréttir Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Sjá meira