Eitt erfiðasta verkefnið í 80 ára sögu Landspítalans Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 16. október 2014 21:39 Óskastaða Landspítala ef einstaklingur veikist af ebólu er að hann hljóti meðferð á viðeigandi stofnun utan landsteinanna. Þetta segir framkvæmdastjóri lækninga en í ljósi ebólu-faraldursins tekst spítalinn nú á við eitt erfiðasta verkefnið í áttatíu ára sögu hans. Ásdís Elvarsdóttir, sýkingavarnahjúkrunarfræðingur, hefur nóg að gera þessa dagana. Hún sér um að taka á móti sendingum af læknabúningum, tækjum og tólum, sem notuð yrðu ef svo ólíklega vildi til að Landspítalinn þyrfti að meðhöndla ebólusmit. Læknastofnanir vítt og breitt standa í svipuðum aðgerðum og eftirspurnin eftir gögnum er gríðarleg. Vel yfir fjögur þúsund og fimm hundruð eru látnir og heildarfjöldi smita nálgast nú tíu þúsund. Alþjóðaheilbrigðismálastofnun hefur gefið alþjóðasamfélaginu sextíu daga til að stemma stigu við vandanum, annars sé von á hnattrænni krísu. Heilbrigðisstarfsmenn sem taka á móti ebólu-smituðum einstaklingum eru í sérstakri hættu. Smit tveggja hjúkrunarfræðinga í Texas eru vitnisburður um þessa hættu. Þetta er búningurinn sem starfsmenn Landspítala nota ef til smits kemur. Fréttamaður fékk að prófa búning sem notaður verður ef til smits kemur. Um leið og maður smeygir sér í gula búninginn finnur maður fyrir miklum hita. „Þú finnur það sjálfur að þetta er erfitt og maður flýtir sér ekki við að fara í og úr svona búningi. Það er kannski það hættulegasta. Að fara úr búningnum. Ef að maður gerir eitthvað vitlaust þá getur maður mengað sig,“ segir Ásdís. Og horfurnar eru ekki góðar. Starfsmanni Lækna án landamæra er haldið í einangrun í Kaupmannahöfn en grunur leikur á að hann hafi smitast af ebólu í vestur-Afríku. Þá var flugvél Air France einangruð í Madríd í dag eftir að farþegi frá Nígeríu mældist með háan hita. Viðbragðsáætlun Landspítala byggist á fyrri ráðagerðum, fuglaflensunni til dæmis. Það er þó ljóst að þetta er með stærstu verkefnum sem Landspítalinn hefur þurft að leysa. Viðbúnaður vegna HIV á sínum tíma fölnar í samanburði og þar voru smitleiðir óþekktar. Ebóla er hryllileg pest, dánartíðni af völdum hennar er um þessar mundir sjötíu prósent. En hún er ekki bráðsmitandi og í raun höfum við aldrei verið jafn vel í stakk búin til að takast á við vandamál eins og ebólu. Við kunnum að verjast smitum en sem fyrr er það mannlegi þátturinn sem skapar hættu. Þetta er ein af ástæðaum þess að erfiðlega gengur að manna viðbragðsteymi vegna ebólu. „Fólk hefur auðvitað gríðarlegar áhyggjur af þessu. Að taka þátt í þessari vinnu. Fólk spyr um tryggingar og veltir fyrir sér sérstökum launum og öðru slíku,“ segir Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítala. Sem stendur er Landspítalinn ekki reiðubúinn að taka á móti sjúklingi en þeim áfanga verður náð á næstu dögum. „Ef sjúklingur veiktist erlendis, þá væri okkar óskastaða sú að sá sjúklingur fengi meðferð á sérstökum háöryggiseiningum sem eru til erlendis og eru ekki til hér. Ef hins vegar einhver, sem gæti gerst, einhver bankar upp á eins og maður segir með hita og hefur verið á þessum svæðum, þá erum við með áætlun til að bregðast við því. Þá erum við með ákveðið húsnæði sem hægt er að taka sjúklinginn inn beint af götunni.“ Ebóla Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Óskastaða Landspítala ef einstaklingur veikist af ebólu er að hann hljóti meðferð á viðeigandi stofnun utan landsteinanna. Þetta segir framkvæmdastjóri lækninga en í ljósi ebólu-faraldursins tekst spítalinn nú á við eitt erfiðasta verkefnið í áttatíu ára sögu hans. Ásdís Elvarsdóttir, sýkingavarnahjúkrunarfræðingur, hefur nóg að gera þessa dagana. Hún sér um að taka á móti sendingum af læknabúningum, tækjum og tólum, sem notuð yrðu ef svo ólíklega vildi til að Landspítalinn þyrfti að meðhöndla ebólusmit. Læknastofnanir vítt og breitt standa í svipuðum aðgerðum og eftirspurnin eftir gögnum er gríðarleg. Vel yfir fjögur þúsund og fimm hundruð eru látnir og heildarfjöldi smita nálgast nú tíu þúsund. Alþjóðaheilbrigðismálastofnun hefur gefið alþjóðasamfélaginu sextíu daga til að stemma stigu við vandanum, annars sé von á hnattrænni krísu. Heilbrigðisstarfsmenn sem taka á móti ebólu-smituðum einstaklingum eru í sérstakri hættu. Smit tveggja hjúkrunarfræðinga í Texas eru vitnisburður um þessa hættu. Þetta er búningurinn sem starfsmenn Landspítala nota ef til smits kemur. Fréttamaður fékk að prófa búning sem notaður verður ef til smits kemur. Um leið og maður smeygir sér í gula búninginn finnur maður fyrir miklum hita. „Þú finnur það sjálfur að þetta er erfitt og maður flýtir sér ekki við að fara í og úr svona búningi. Það er kannski það hættulegasta. Að fara úr búningnum. Ef að maður gerir eitthvað vitlaust þá getur maður mengað sig,“ segir Ásdís. Og horfurnar eru ekki góðar. Starfsmanni Lækna án landamæra er haldið í einangrun í Kaupmannahöfn en grunur leikur á að hann hafi smitast af ebólu í vestur-Afríku. Þá var flugvél Air France einangruð í Madríd í dag eftir að farþegi frá Nígeríu mældist með háan hita. Viðbragðsáætlun Landspítala byggist á fyrri ráðagerðum, fuglaflensunni til dæmis. Það er þó ljóst að þetta er með stærstu verkefnum sem Landspítalinn hefur þurft að leysa. Viðbúnaður vegna HIV á sínum tíma fölnar í samanburði og þar voru smitleiðir óþekktar. Ebóla er hryllileg pest, dánartíðni af völdum hennar er um þessar mundir sjötíu prósent. En hún er ekki bráðsmitandi og í raun höfum við aldrei verið jafn vel í stakk búin til að takast á við vandamál eins og ebólu. Við kunnum að verjast smitum en sem fyrr er það mannlegi þátturinn sem skapar hættu. Þetta er ein af ástæðaum þess að erfiðlega gengur að manna viðbragðsteymi vegna ebólu. „Fólk hefur auðvitað gríðarlegar áhyggjur af þessu. Að taka þátt í þessari vinnu. Fólk spyr um tryggingar og veltir fyrir sér sérstökum launum og öðru slíku,“ segir Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítala. Sem stendur er Landspítalinn ekki reiðubúinn að taka á móti sjúklingi en þeim áfanga verður náð á næstu dögum. „Ef sjúklingur veiktist erlendis, þá væri okkar óskastaða sú að sá sjúklingur fengi meðferð á sérstökum háöryggiseiningum sem eru til erlendis og eru ekki til hér. Ef hins vegar einhver, sem gæti gerst, einhver bankar upp á eins og maður segir með hita og hefur verið á þessum svæðum, þá erum við með áætlun til að bregðast við því. Þá erum við með ákveðið húsnæði sem hægt er að taka sjúklinginn inn beint af götunni.“
Ebóla Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira