Berti Vogts, fyrrum landsliðsþjálfari Skotlands og Þýskalands, er nú einnig orðinn fyrrum landsliðsþjálfari Aserbaídsjan.
Vogts er búinn að segja starfi sínu lausu en hann var landsliðsþjálfari Aserbaídsjan
í sex ár eða frá árinu 2008.
„Vogts sagði okkur því miður að hann sæi ekki að framtíð sín væri með landsliði Aserbaídsjan," sagði í tilkynningu á heimasíðu fótboltasambandsins. Liðið tapaði 33 af 70 leikjum sínum undir stjórn Þjóðverjans en fagnaði sigri í 15 leikjum.
Berti Vogts er 67 ára gamall en lék á sínum tíma 96 landsleiki fyrir Vestur-Þýskaland og varð heimsmeistari 1974 og Evrópumeistari 1972. Hann hefur nú stjórnað fimm landsliðum í 230 leikjum sem þjálfari.
Síðasti leikur Berti Vogts með Aserbaídsjan var 6-0 tap á móti Króatíu í byrjun vikunnar en liðið hefur tapað þremur fyrstu leikjum sínum í undankeppni EM 2016 fyrir Búlgaríu (1-2), Ítalíu (1-2) og Króatíu (0-6).
Berti Vogts skilur við landslið Aserbaídsjan í 95. sæti á Styrkleikalista FIFA en liðið var komið upp í 73. sætið í júlí.
Berti Vogts hættur með landslið Aserbaídsjan
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa
Enski boltinn

„Gefur okkur mikið sjálfstraust“
Körfubolti

Þór ekki í teljandi vandræðum með Val
Körfubolti

Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum
Körfubolti


Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi
Körfubolti


Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn
Enski boltinn