„Skítt með það - förum á pöbbinn“ Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 17. október 2014 14:14 Vísir Arnór Smárason og Guðlaugur Victor Pálsson, leikmenn sænska úrvalsdeildarfélagsins Helsingborg, segja að umhverfi íslenska landsliðsins hafi gerbreyst með ráðningu Lars Lagerbäck fyrir þremur árum. „Áður fyrr snerist þetta allt um að fara út á lífið með landsliðsfélögunum. En svo kom Lagerbäck,“ segja þeir í viðtalinu sem birtist í Helsingborgs Dagblad og má lesa í heild sinni hér. Árangur Lagerbäck með íslenska landsliðinu talar sínu máli. Liðið komst í umspilið fyrir HM 2014 og er nú ósigrað eftir fyrstu þrjá leikina í undankeppni EM 2016 með markatöluna 8-0. Sigur liðsins á Hollandi á mánudag er einn allra merkasti sigur Íslands frá upphafi. Þegar nýr styrkleikalisti FIFA verður gefinn út í næstu viku verður Ísland væntanlega á meðal efstu 30 þjóða heimsins í fyrsta sinn og hæst skrifaða Norðurlandaþjóðin. Sá árangur hefur ekki farið framhjá Svíum enda var Lagerbäck þjálfari sænska landsliðsins í á annan áratug. Arnór og Guðlaugur ræða um ráðningu hans og hvernig íslenskir knattspyrnumenn hafa dafnað undanfarin ár. En einnig hvernig stemningin var í landsliðinu áður en að Lagerbäck tók við. „Það breyttist allt með Lars Lagerbäck. Þá varð þetta fagmannlegt. Ég hef ekki verið lengi í landsliðinu en vinir mínir hafa sagt mér sögur um hvernig þetta var áður en að Lars kom til sögunnar.“ „Litið var á landsleikjatarnir sem frí. Þetta snerist um að fara heim, hitta fjölskylduna og fara á pöbbinn með strákunum. Það smitaði sig inn í frammistöðuna í leikjunum. Liðið fékk kannski mark á sig en þá hugsuðu þeir bara með sér: „Skítt með það - förum á pöbbinn“,“ er haft eftir Guðlaugi. Arnór var fyrst valinn í landsliðið af Ólafi Jóhannssyni árið 2008 og hann tekur undir orð Gauðlaugs. „Áður fyrr voru landsliðsferðir eins og skemmtileg samkvæmi þar sem ekkert skipulag var á leik okkar. Allar þrjár æfingar liðsins fyrir leiki voru eins - ungir gegn gömlum. Það var ekkert rætt um taktík.“ „En nú sýna leikmenn þjálfaranum virðingu,“ bætir Guðlaugur við. „Það er „no bullshit“ hjá Lagerbäck.“ EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn Íslenski boltinn Fótbolti á Norðurlöndum Tengdar fréttir Guðlaugur segir orð sín tekin úr samhengi Segir ekki rétt eftir sér haft í sænskum fjölmiðli. 17. október 2014 13:36 Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Fleiri fréttir „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Nú fengu Blikabanarnir stóran skell Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Varamaðurinn reddaði málunum fyrir Frey í blálokin Elías Rafn lokaði markinu og Midtjylland í frábærum málum Ný dýrasta knattspyrnukona heims Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Sjá meira
Arnór Smárason og Guðlaugur Victor Pálsson, leikmenn sænska úrvalsdeildarfélagsins Helsingborg, segja að umhverfi íslenska landsliðsins hafi gerbreyst með ráðningu Lars Lagerbäck fyrir þremur árum. „Áður fyrr snerist þetta allt um að fara út á lífið með landsliðsfélögunum. En svo kom Lagerbäck,“ segja þeir í viðtalinu sem birtist í Helsingborgs Dagblad og má lesa í heild sinni hér. Árangur Lagerbäck með íslenska landsliðinu talar sínu máli. Liðið komst í umspilið fyrir HM 2014 og er nú ósigrað eftir fyrstu þrjá leikina í undankeppni EM 2016 með markatöluna 8-0. Sigur liðsins á Hollandi á mánudag er einn allra merkasti sigur Íslands frá upphafi. Þegar nýr styrkleikalisti FIFA verður gefinn út í næstu viku verður Ísland væntanlega á meðal efstu 30 þjóða heimsins í fyrsta sinn og hæst skrifaða Norðurlandaþjóðin. Sá árangur hefur ekki farið framhjá Svíum enda var Lagerbäck þjálfari sænska landsliðsins í á annan áratug. Arnór og Guðlaugur ræða um ráðningu hans og hvernig íslenskir knattspyrnumenn hafa dafnað undanfarin ár. En einnig hvernig stemningin var í landsliðinu áður en að Lagerbäck tók við. „Það breyttist allt með Lars Lagerbäck. Þá varð þetta fagmannlegt. Ég hef ekki verið lengi í landsliðinu en vinir mínir hafa sagt mér sögur um hvernig þetta var áður en að Lars kom til sögunnar.“ „Litið var á landsleikjatarnir sem frí. Þetta snerist um að fara heim, hitta fjölskylduna og fara á pöbbinn með strákunum. Það smitaði sig inn í frammistöðuna í leikjunum. Liðið fékk kannski mark á sig en þá hugsuðu þeir bara með sér: „Skítt með það - förum á pöbbinn“,“ er haft eftir Guðlaugi. Arnór var fyrst valinn í landsliðið af Ólafi Jóhannssyni árið 2008 og hann tekur undir orð Gauðlaugs. „Áður fyrr voru landsliðsferðir eins og skemmtileg samkvæmi þar sem ekkert skipulag var á leik okkar. Allar þrjár æfingar liðsins fyrir leiki voru eins - ungir gegn gömlum. Það var ekkert rætt um taktík.“ „En nú sýna leikmenn þjálfaranum virðingu,“ bætir Guðlaugur við. „Það er „no bullshit“ hjá Lagerbäck.“
EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn Íslenski boltinn Fótbolti á Norðurlöndum Tengdar fréttir Guðlaugur segir orð sín tekin úr samhengi Segir ekki rétt eftir sér haft í sænskum fjölmiðli. 17. október 2014 13:36 Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Fleiri fréttir „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Nú fengu Blikabanarnir stóran skell Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Varamaðurinn reddaði málunum fyrir Frey í blálokin Elías Rafn lokaði markinu og Midtjylland í frábærum málum Ný dýrasta knattspyrnukona heims Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Sjá meira
Guðlaugur segir orð sín tekin úr samhengi Segir ekki rétt eftir sér haft í sænskum fjölmiðli. 17. október 2014 13:36