Íslendingar í sex neðstu liðum sænsku úrvalsdeildarinnar Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. október 2014 23:30 Kristinn Steindórsson og félagar í Halmstad eru í sjötta neðsta sæti en þó í fínum málum. mynd/hbk.se Þegar fjórar umferðir eru eftir af sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta eru sex neðstu liðin í deildinni „Íslendingalið“. Í heildina spila íslenskir knattspyrnumenn með átta liðum af sextán í deildinni; eitt er í toppbaráttunni, annað um miðja deild og hin sex í neðstu sætunum sem fyrr segir. Brommapojkarna, sem bakvörðurinn KristinnJónsson leikur með, er á botninum með aðeins níu stig og er fallið úr deildinni þar sem næstu lið eru með 26 stig og aðeins tólf stig eftir í pottinum.Arnór Ingvi Traustason.mynd/norrköpingNorrköping (Arnór Ingvi Traustason), Falkenberg (Halldór Orri Björnsson) og Gefle (Skúli Jón Friðgeirsson) eru í sætum 13-16 og öll með 26 stig í harðri fallbaráttu og nokkuð líklegt að eitt þeirra fari a.m.k. í umspil um áframhaldandi veru í efstu deild. Þar fyrir ofan í tólfta sæti er lið Mjällby sem miðvörðurinn GuðmannÞórisson leikur með, en það er með 28 stig og einnig í mikilli fallhættu. Halmstad, með þá Guðjón Baldvinsson og Kristinn Steindórsson innanborðs, er þar fyrir ofan í ellefta sæti en þó með 33 stig og í mun betri málum.Hjálmar Jónsson og félagar hans í stórliðinu IFK Gautaborg eru við hinn enda töflurnnar í öðru sæti með 47 stig, níu stigum á eftir verðandi meisturum Malmö. Hjálmar, sem hefur verið fastamaður í vörn liðsins undanfarin ár, hefur aðeins spilað níu leiki í deildinni til þessa. Helsingborg er svo í áttunda sæti sænsku úrvalsdeildarinar með 36 stig og laust við falldrauginn, en með því spila Arnór Smárason og Guðlaugur Victor Pálsson sem kom til þess á miðri leiktíð og hefur slegið í gegn. Kalmar og Åtvidaberg eru í níunda og tíunda sæti á milli Helsingborg og Halmstad með 35 og 34 stig og nokkuð örugg um áframhaldandi veru í úrvalsdeildinni. Það virðist nokkuð augljóst að tvö Íslendingalið fara niður í B-deildina og annað fer í umspilið við lið úr B-deildinni. Það er einmitt Íslendingaliðið Sundsvall sem er í þriðja sæti B-deildarinnar sem stendur þegar fjórar umferðir eru eftir í henni. Það gæti því mætt öðru Íslendingaliði í umspilinu þriðja árið í röð, en Halmstad og Sundsvall mættust í fyrra og árið þar áður. Með Sundsvall leika þeir Rúnar Már Sigurjónsson og Jón Guðni Fjóluson. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Fleiri fréttir Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Sjá meira
Þegar fjórar umferðir eru eftir af sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta eru sex neðstu liðin í deildinni „Íslendingalið“. Í heildina spila íslenskir knattspyrnumenn með átta liðum af sextán í deildinni; eitt er í toppbaráttunni, annað um miðja deild og hin sex í neðstu sætunum sem fyrr segir. Brommapojkarna, sem bakvörðurinn KristinnJónsson leikur með, er á botninum með aðeins níu stig og er fallið úr deildinni þar sem næstu lið eru með 26 stig og aðeins tólf stig eftir í pottinum.Arnór Ingvi Traustason.mynd/norrköpingNorrköping (Arnór Ingvi Traustason), Falkenberg (Halldór Orri Björnsson) og Gefle (Skúli Jón Friðgeirsson) eru í sætum 13-16 og öll með 26 stig í harðri fallbaráttu og nokkuð líklegt að eitt þeirra fari a.m.k. í umspil um áframhaldandi veru í efstu deild. Þar fyrir ofan í tólfta sæti er lið Mjällby sem miðvörðurinn GuðmannÞórisson leikur með, en það er með 28 stig og einnig í mikilli fallhættu. Halmstad, með þá Guðjón Baldvinsson og Kristinn Steindórsson innanborðs, er þar fyrir ofan í ellefta sæti en þó með 33 stig og í mun betri málum.Hjálmar Jónsson og félagar hans í stórliðinu IFK Gautaborg eru við hinn enda töflurnnar í öðru sæti með 47 stig, níu stigum á eftir verðandi meisturum Malmö. Hjálmar, sem hefur verið fastamaður í vörn liðsins undanfarin ár, hefur aðeins spilað níu leiki í deildinni til þessa. Helsingborg er svo í áttunda sæti sænsku úrvalsdeildarinar með 36 stig og laust við falldrauginn, en með því spila Arnór Smárason og Guðlaugur Victor Pálsson sem kom til þess á miðri leiktíð og hefur slegið í gegn. Kalmar og Åtvidaberg eru í níunda og tíunda sæti á milli Helsingborg og Halmstad með 35 og 34 stig og nokkuð örugg um áframhaldandi veru í úrvalsdeildinni. Það virðist nokkuð augljóst að tvö Íslendingalið fara niður í B-deildina og annað fer í umspilið við lið úr B-deildinni. Það er einmitt Íslendingaliðið Sundsvall sem er í þriðja sæti B-deildarinnar sem stendur þegar fjórar umferðir eru eftir í henni. Það gæti því mætt öðru Íslendingaliði í umspilinu þriðja árið í röð, en Halmstad og Sundsvall mættust í fyrra og árið þar áður. Með Sundsvall leika þeir Rúnar Már Sigurjónsson og Jón Guðni Fjóluson.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Fleiri fréttir Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Sjá meira