Íslendingar í sex neðstu liðum sænsku úrvalsdeildarinnar Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. október 2014 23:30 Kristinn Steindórsson og félagar í Halmstad eru í sjötta neðsta sæti en þó í fínum málum. mynd/hbk.se Þegar fjórar umferðir eru eftir af sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta eru sex neðstu liðin í deildinni „Íslendingalið“. Í heildina spila íslenskir knattspyrnumenn með átta liðum af sextán í deildinni; eitt er í toppbaráttunni, annað um miðja deild og hin sex í neðstu sætunum sem fyrr segir. Brommapojkarna, sem bakvörðurinn KristinnJónsson leikur með, er á botninum með aðeins níu stig og er fallið úr deildinni þar sem næstu lið eru með 26 stig og aðeins tólf stig eftir í pottinum.Arnór Ingvi Traustason.mynd/norrköpingNorrköping (Arnór Ingvi Traustason), Falkenberg (Halldór Orri Björnsson) og Gefle (Skúli Jón Friðgeirsson) eru í sætum 13-16 og öll með 26 stig í harðri fallbaráttu og nokkuð líklegt að eitt þeirra fari a.m.k. í umspil um áframhaldandi veru í efstu deild. Þar fyrir ofan í tólfta sæti er lið Mjällby sem miðvörðurinn GuðmannÞórisson leikur með, en það er með 28 stig og einnig í mikilli fallhættu. Halmstad, með þá Guðjón Baldvinsson og Kristinn Steindórsson innanborðs, er þar fyrir ofan í ellefta sæti en þó með 33 stig og í mun betri málum.Hjálmar Jónsson og félagar hans í stórliðinu IFK Gautaborg eru við hinn enda töflurnnar í öðru sæti með 47 stig, níu stigum á eftir verðandi meisturum Malmö. Hjálmar, sem hefur verið fastamaður í vörn liðsins undanfarin ár, hefur aðeins spilað níu leiki í deildinni til þessa. Helsingborg er svo í áttunda sæti sænsku úrvalsdeildarinar með 36 stig og laust við falldrauginn, en með því spila Arnór Smárason og Guðlaugur Victor Pálsson sem kom til þess á miðri leiktíð og hefur slegið í gegn. Kalmar og Åtvidaberg eru í níunda og tíunda sæti á milli Helsingborg og Halmstad með 35 og 34 stig og nokkuð örugg um áframhaldandi veru í úrvalsdeildinni. Það virðist nokkuð augljóst að tvö Íslendingalið fara niður í B-deildina og annað fer í umspilið við lið úr B-deildinni. Það er einmitt Íslendingaliðið Sundsvall sem er í þriðja sæti B-deildarinnar sem stendur þegar fjórar umferðir eru eftir í henni. Það gæti því mætt öðru Íslendingaliði í umspilinu þriðja árið í röð, en Halmstad og Sundsvall mættust í fyrra og árið þar áður. Með Sundsvall leika þeir Rúnar Már Sigurjónsson og Jón Guðni Fjóluson. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
Þegar fjórar umferðir eru eftir af sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta eru sex neðstu liðin í deildinni „Íslendingalið“. Í heildina spila íslenskir knattspyrnumenn með átta liðum af sextán í deildinni; eitt er í toppbaráttunni, annað um miðja deild og hin sex í neðstu sætunum sem fyrr segir. Brommapojkarna, sem bakvörðurinn KristinnJónsson leikur með, er á botninum með aðeins níu stig og er fallið úr deildinni þar sem næstu lið eru með 26 stig og aðeins tólf stig eftir í pottinum.Arnór Ingvi Traustason.mynd/norrköpingNorrköping (Arnór Ingvi Traustason), Falkenberg (Halldór Orri Björnsson) og Gefle (Skúli Jón Friðgeirsson) eru í sætum 13-16 og öll með 26 stig í harðri fallbaráttu og nokkuð líklegt að eitt þeirra fari a.m.k. í umspil um áframhaldandi veru í efstu deild. Þar fyrir ofan í tólfta sæti er lið Mjällby sem miðvörðurinn GuðmannÞórisson leikur með, en það er með 28 stig og einnig í mikilli fallhættu. Halmstad, með þá Guðjón Baldvinsson og Kristinn Steindórsson innanborðs, er þar fyrir ofan í ellefta sæti en þó með 33 stig og í mun betri málum.Hjálmar Jónsson og félagar hans í stórliðinu IFK Gautaborg eru við hinn enda töflurnnar í öðru sæti með 47 stig, níu stigum á eftir verðandi meisturum Malmö. Hjálmar, sem hefur verið fastamaður í vörn liðsins undanfarin ár, hefur aðeins spilað níu leiki í deildinni til þessa. Helsingborg er svo í áttunda sæti sænsku úrvalsdeildarinar með 36 stig og laust við falldrauginn, en með því spila Arnór Smárason og Guðlaugur Victor Pálsson sem kom til þess á miðri leiktíð og hefur slegið í gegn. Kalmar og Åtvidaberg eru í níunda og tíunda sæti á milli Helsingborg og Halmstad með 35 og 34 stig og nokkuð örugg um áframhaldandi veru í úrvalsdeildinni. Það virðist nokkuð augljóst að tvö Íslendingalið fara niður í B-deildina og annað fer í umspilið við lið úr B-deildinni. Það er einmitt Íslendingaliðið Sundsvall sem er í þriðja sæti B-deildarinnar sem stendur þegar fjórar umferðir eru eftir í henni. Það gæti því mætt öðru Íslendingaliði í umspilinu þriðja árið í röð, en Halmstad og Sundsvall mættust í fyrra og árið þar áður. Með Sundsvall leika þeir Rúnar Már Sigurjónsson og Jón Guðni Fjóluson.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn