Lars: Áttum gott spjall við Eyjólf Tómas Þór Þórðarsson í Laugardalnum skrifar 3. október 2014 09:40 Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson á fundinum í dag. vísir/valli Lars Lagerbäck og HeimirHallgrímsson, landsliðsþjálfarar í fótbolta, kynntu hópinn sem mætir Lettum og Hollendingum í næstu viku í undankeppni EM 2016 á blaðamannafundi í dag. Fátt kom á óvart, en hópurinn er nánast sá sami og mætti Tyrkjum í fyrsta leik undankeppninnar sem vannst, 3-0. Alfreð Finnbogason kemur þó inn fyrir KR-inginn Hauk Heiðar Hauksson. „Það var frekar auðvelt að velja hópinn að þessu sinni. Fyrir utan Birki Má eru allir að spila mikið og standa sig vel. Svo eru nokkrir strákar þarna til vara sem við höfum verið að fylgjast með,“ sagði Lars Lagerbäck við Vísi í Laugardalnum í dag. Stóra málið var hvort Jón Daði Böðvarsson yrði með A-landsliðinu í næstu verkefnum eða U21 árs landsliðinu sem mætir Dönum í umspili um sæti á EM 2015 á sama tíma. Vísir greindi frá því í gær að Jón Daði hefði verið valinn í A-landsliðið eins og kom á daginn. Lars og Heimir ræddu við EyjólfSverrisson, þjálfara U21 árs liðsins, en Eyjólfur fékk að njóta krafta nokkurra af bestu leikmanna A-landsliðsins þegar sama staða kom upp fyrir fjórum árum. „Við áttum gott spjall um þetta, en við reynum alltaf að tala mikið saman. Á meðan við teljum að leikmaður eigi mögulega á að byrja fyrir A-landsliðið þá gengur það fyrir jafnvel þó U21 árs liðið eigi fyrir höndum erfiða leiki og mikilvæga fyrir íslenskan fótbolta. En Eyjólfur er að fá sterkan framherja til baka og er ekki á flæðiskeri staddur,“ sagði Lars sem er ánægður með Jón Daða. „Hann hefur tekið miklum framförum. Hann er leikmaður með marga góða kosti þannig ég er ánægður með að hafa hann í hópnum.“Hjörtur Logi Valgarðsson hefur verið að spila mjög vel í norsku úrvalsdeildinni, en er ekki valinn nema sem varamaður þó það vanti í raun alvöru bakvörð til að styðja við Ara Frey Skúlason sem hefur eignað sér vinstri bakvarðarstöðuna. „Hjörtur var í myndinni hjá okkur. Hann er að standa sig mjög vel en við ákváðum að halda okkur við þessa menn. Það er erfitt fyrir menn að sanna sig með landsliðinu þegar við fáum svona fáa landsleiki. Hann fær vonandi tækifæri í nóvember eða í byrjun næsta ár,“ sagði Lars. Ísland mætir Lettlandi á föstudaginn í næstu viku og Hollendingum þremur dögum síðar. Þetta nýja leikjafyrirkomulag undankeppninnar kemur illa við minni liðin sem hafa úr færri leikmönnum að velja. „Með fullri virðingu fyrir okkar leikmönnum þá er Holland með sterkari hóp þannig þetta er verra fyrir okkur. Nú þurfum við bara að skipuleggja okkur vel. KSÍ er búið að leigja flugvél sem flýgur með okkur beint heim frá Lettlandi og eftir það fara allir leikmennirnir í mikla endurhæfingu. Við gerum eflaust ekki margar breytingar, en ef einhver er rosalega þreyttur þá erum við með góða menn á bekknum líka. Ég hef engar sérstakar áhyggjur af þessu. Við verðum bara að taka þessu,“ sagði Lars Lagerbäck. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Robben, van Persie og Sneijder eru allir í hollenska hópnum sem mætir Íslandi Guus Hiddink er búinn að velja landsliðshóp Hollands sem mætir Kasakhstan og Íslandi síðar í þessum mánuði. 3. október 2014 10:20 Kuyt hættur í landsliðinu Dirk Kuyt er búinn að setja punktinn fyrir aftan langan landsliðsferil. 3. október 2014 10:00 Hefðbundið val hjá Lars og Heimi | Sex leikmenn til vara Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson eru búnir að velja íslenska landsliðshópinn sem mætir Lettlandi og Hollandi í næstu leikjum í undankeppni EM 2016. 3. október 2014 13:14 Einn nýliði í U-21 árs landsliðinu Eyjólfur Sverrisson hefur valið hópinn hjá íslenska U-21 árs landsliðinu sem mætir Danmörku í tveimur umspilsleikjum um sæti í úrslitakeppni EM 2015 í Tékklandi. 3. október 2014 13:17 Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Fleiri fréttir „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Nú fengu Blikabanarnir stóran skell Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Varamaðurinn reddaði málunum fyrir Frey í blálokin Elías Rafn lokaði markinu og Midtjylland í frábærum málum Ný dýrasta knattspyrnukona heims Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Sjá meira
Lars Lagerbäck og HeimirHallgrímsson, landsliðsþjálfarar í fótbolta, kynntu hópinn sem mætir Lettum og Hollendingum í næstu viku í undankeppni EM 2016 á blaðamannafundi í dag. Fátt kom á óvart, en hópurinn er nánast sá sami og mætti Tyrkjum í fyrsta leik undankeppninnar sem vannst, 3-0. Alfreð Finnbogason kemur þó inn fyrir KR-inginn Hauk Heiðar Hauksson. „Það var frekar auðvelt að velja hópinn að þessu sinni. Fyrir utan Birki Má eru allir að spila mikið og standa sig vel. Svo eru nokkrir strákar þarna til vara sem við höfum verið að fylgjast með,“ sagði Lars Lagerbäck við Vísi í Laugardalnum í dag. Stóra málið var hvort Jón Daði Böðvarsson yrði með A-landsliðinu í næstu verkefnum eða U21 árs landsliðinu sem mætir Dönum í umspili um sæti á EM 2015 á sama tíma. Vísir greindi frá því í gær að Jón Daði hefði verið valinn í A-landsliðið eins og kom á daginn. Lars og Heimir ræddu við EyjólfSverrisson, þjálfara U21 árs liðsins, en Eyjólfur fékk að njóta krafta nokkurra af bestu leikmanna A-landsliðsins þegar sama staða kom upp fyrir fjórum árum. „Við áttum gott spjall um þetta, en við reynum alltaf að tala mikið saman. Á meðan við teljum að leikmaður eigi mögulega á að byrja fyrir A-landsliðið þá gengur það fyrir jafnvel þó U21 árs liðið eigi fyrir höndum erfiða leiki og mikilvæga fyrir íslenskan fótbolta. En Eyjólfur er að fá sterkan framherja til baka og er ekki á flæðiskeri staddur,“ sagði Lars sem er ánægður með Jón Daða. „Hann hefur tekið miklum framförum. Hann er leikmaður með marga góða kosti þannig ég er ánægður með að hafa hann í hópnum.“Hjörtur Logi Valgarðsson hefur verið að spila mjög vel í norsku úrvalsdeildinni, en er ekki valinn nema sem varamaður þó það vanti í raun alvöru bakvörð til að styðja við Ara Frey Skúlason sem hefur eignað sér vinstri bakvarðarstöðuna. „Hjörtur var í myndinni hjá okkur. Hann er að standa sig mjög vel en við ákváðum að halda okkur við þessa menn. Það er erfitt fyrir menn að sanna sig með landsliðinu þegar við fáum svona fáa landsleiki. Hann fær vonandi tækifæri í nóvember eða í byrjun næsta ár,“ sagði Lars. Ísland mætir Lettlandi á föstudaginn í næstu viku og Hollendingum þremur dögum síðar. Þetta nýja leikjafyrirkomulag undankeppninnar kemur illa við minni liðin sem hafa úr færri leikmönnum að velja. „Með fullri virðingu fyrir okkar leikmönnum þá er Holland með sterkari hóp þannig þetta er verra fyrir okkur. Nú þurfum við bara að skipuleggja okkur vel. KSÍ er búið að leigja flugvél sem flýgur með okkur beint heim frá Lettlandi og eftir það fara allir leikmennirnir í mikla endurhæfingu. Við gerum eflaust ekki margar breytingar, en ef einhver er rosalega þreyttur þá erum við með góða menn á bekknum líka. Ég hef engar sérstakar áhyggjur af þessu. Við verðum bara að taka þessu,“ sagði Lars Lagerbäck.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Robben, van Persie og Sneijder eru allir í hollenska hópnum sem mætir Íslandi Guus Hiddink er búinn að velja landsliðshóp Hollands sem mætir Kasakhstan og Íslandi síðar í þessum mánuði. 3. október 2014 10:20 Kuyt hættur í landsliðinu Dirk Kuyt er búinn að setja punktinn fyrir aftan langan landsliðsferil. 3. október 2014 10:00 Hefðbundið val hjá Lars og Heimi | Sex leikmenn til vara Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson eru búnir að velja íslenska landsliðshópinn sem mætir Lettlandi og Hollandi í næstu leikjum í undankeppni EM 2016. 3. október 2014 13:14 Einn nýliði í U-21 árs landsliðinu Eyjólfur Sverrisson hefur valið hópinn hjá íslenska U-21 árs landsliðinu sem mætir Danmörku í tveimur umspilsleikjum um sæti í úrslitakeppni EM 2015 í Tékklandi. 3. október 2014 13:17 Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Fleiri fréttir „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Nú fengu Blikabanarnir stóran skell Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Varamaðurinn reddaði málunum fyrir Frey í blálokin Elías Rafn lokaði markinu og Midtjylland í frábærum málum Ný dýrasta knattspyrnukona heims Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Sjá meira
Robben, van Persie og Sneijder eru allir í hollenska hópnum sem mætir Íslandi Guus Hiddink er búinn að velja landsliðshóp Hollands sem mætir Kasakhstan og Íslandi síðar í þessum mánuði. 3. október 2014 10:20
Kuyt hættur í landsliðinu Dirk Kuyt er búinn að setja punktinn fyrir aftan langan landsliðsferil. 3. október 2014 10:00
Hefðbundið val hjá Lars og Heimi | Sex leikmenn til vara Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson eru búnir að velja íslenska landsliðshópinn sem mætir Lettlandi og Hollandi í næstu leikjum í undankeppni EM 2016. 3. október 2014 13:14
Einn nýliði í U-21 árs landsliðinu Eyjólfur Sverrisson hefur valið hópinn hjá íslenska U-21 árs landsliðinu sem mætir Danmörku í tveimur umspilsleikjum um sæti í úrslitakeppni EM 2015 í Tékklandi. 3. október 2014 13:17