Davíð Þór settur ríkissaksóknari í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu Þorbjörn Þórðarson skrifar 3. október 2014 11:55 Davíð Þór Björgvinsson. Davíð Þór Björgvinsson lagaprófessor og fyrrverandi dómari við Mannréttindadómstól Evrópu hefur verið ráðinn til að taka við verkefni ríkissaksóknara vegna endurupptökubeiðna í Guðmundar -og Geirfinnsmálinu. Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari lýsti sig fyrr í vikunni vanhæfa til að taka afstöðu til endurupptökubeiðna Erlu Bolladóttur og Guðjóns Skarphéðinssonar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu vegna vensla við einn rannsakenda í málinu, Örn Höskuldsson. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson dómsmálaráðherra brást strax við þessari ákvörðun hennar með því að skipa settan ríkissaksóknara í þessu tiltekna máli. Í gærdag stóð svo leitin yfir að lögfræðingi með þekkingu á sakamálaréttarfari sem hefði ekki tengsl við málið á nokkurn hátt. Sigmundur Davíð skipaði svo í morgun Davíð Þór Björgvinsson lagaprófessor og fyrrverandi dómara við Mannréttindadómstól Evrópu í þetta verkefni. Davíð Þór starfaði sem lögmannsfulltrúi að loknu lögfræðiprófi frá Háskóla Íslands var síðan dómarafulltrúi við Borgardóm Reykjavíkur 1987 – 1988 og frá árinu 1989 var hann dósent við lagadeild Háskóla Íslands. Þá var hann lögfræðingur við EFTA-dómstólinn í Lúxemborg og prófessor við lagadeild Háskóla Íslands árin 1996 til 2003. Árið 2004 var hann kjörinn dómari við Mannréttindadómstól Evrópu í Strassborg í Frakklandi þar sem hann starfaði þar til á síðasta ári. Frá byrjun þessa árs hefur hann verið prófessor við lagadeild Háskóla Íslands og Háskólans í Kaupmannahöfn. Margir kannast eflaust við Davíð úr fjölmiðlamálinu svokallaða en hann var formaður nefndar um eignarhald á fjölmiðlum og höfundur skýrslu um réttarumhverfi íslenskra fjölmiðla árið 2004 í aðdraganda þess að lagt var fram frumvarp til nýrra laga um fjölmiðla, sem náði síðan ekki fram að ganga. Sem fræðimaður hefur Davíð látið til sín taka á sviði lögskýringa meðal annars, en hann var höfundur fyrsta heildstæða ritsins sem birtist hér á landi um lögskýringar. Tengdar fréttir „Af hverju ætli þetta mál lifi með þjóðinni?“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson dómsmálaráðherra hefur ákveðið að skipa settan ríkissaksóknara sem mun fara yfir endurupptökubeiðnir í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu eftir að Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari lýsti sig vanhæfa. Embættismenn í dómsmáláráðuneytinu ræddu við mögulega kandídata í dag og á að kynna settan saksóknara á allra næstu dögum. 2. október 2014 19:30 Erfiðlega gengur að finna nýjan ríkissaksóknara Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ætlar að setja ríkissaksóknara í stað Sigríðar Friðjónsdóttur á næstu dögum til að taka afstöðu til endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálsins. 2. október 2014 18:39 Saksóknari tók 554 daga í að ákveða sig: Sigmundur segist bregðast fljótt við Erla Bolladóttir, ein þeirra dæmdu í málinu, spyr hvers vegna það hafi tekið ríkissaksóknara svo langan tíma að lýsa yfir vanhæfi. 2. október 2014 00:01 „Þetta var algjört klúður“ Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari fer yfir vanhæfni sína í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, og ásakanir um ófullnægjandi eftirlit með símhlustunum sem hún segir vera algjört klúður af hálfu sérstaks saksóknara. 3. október 2014 07:00 Ákvörðun ríkissaksóknara mikil vonbrigði „Það er eitthvað meira að gerast en bara það sem er að gerast í dag,“ segir Erla Bolladóttir en ríkissaksóknari lýsti sig vanhæfa til að fjalla um endurupptöku Guðmundar og Geirfinnsmálið. 1. október 2014 18:05 Þurfti að bíða eftir formlegri beiðni til að taka afstöðu um vanhæfi Sigríður Friðjónsdóttir ríkissakskóknari segist ekki hafa geta tekið ákvörðun um vanhæfi í Geirfinns- og Guðmundar málunum fyrr en formleg beiðni um endurupptöku hafi legið fyrir. Sú beiðni hafi borist 4. september. 2. október 2014 13:19 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Fleiri fréttir „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði Sjá meira
Davíð Þór Björgvinsson lagaprófessor og fyrrverandi dómari við Mannréttindadómstól Evrópu hefur verið ráðinn til að taka við verkefni ríkissaksóknara vegna endurupptökubeiðna í Guðmundar -og Geirfinnsmálinu. Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari lýsti sig fyrr í vikunni vanhæfa til að taka afstöðu til endurupptökubeiðna Erlu Bolladóttur og Guðjóns Skarphéðinssonar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu vegna vensla við einn rannsakenda í málinu, Örn Höskuldsson. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson dómsmálaráðherra brást strax við þessari ákvörðun hennar með því að skipa settan ríkissaksóknara í þessu tiltekna máli. Í gærdag stóð svo leitin yfir að lögfræðingi með þekkingu á sakamálaréttarfari sem hefði ekki tengsl við málið á nokkurn hátt. Sigmundur Davíð skipaði svo í morgun Davíð Þór Björgvinsson lagaprófessor og fyrrverandi dómara við Mannréttindadómstól Evrópu í þetta verkefni. Davíð Þór starfaði sem lögmannsfulltrúi að loknu lögfræðiprófi frá Háskóla Íslands var síðan dómarafulltrúi við Borgardóm Reykjavíkur 1987 – 1988 og frá árinu 1989 var hann dósent við lagadeild Háskóla Íslands. Þá var hann lögfræðingur við EFTA-dómstólinn í Lúxemborg og prófessor við lagadeild Háskóla Íslands árin 1996 til 2003. Árið 2004 var hann kjörinn dómari við Mannréttindadómstól Evrópu í Strassborg í Frakklandi þar sem hann starfaði þar til á síðasta ári. Frá byrjun þessa árs hefur hann verið prófessor við lagadeild Háskóla Íslands og Háskólans í Kaupmannahöfn. Margir kannast eflaust við Davíð úr fjölmiðlamálinu svokallaða en hann var formaður nefndar um eignarhald á fjölmiðlum og höfundur skýrslu um réttarumhverfi íslenskra fjölmiðla árið 2004 í aðdraganda þess að lagt var fram frumvarp til nýrra laga um fjölmiðla, sem náði síðan ekki fram að ganga. Sem fræðimaður hefur Davíð látið til sín taka á sviði lögskýringa meðal annars, en hann var höfundur fyrsta heildstæða ritsins sem birtist hér á landi um lögskýringar.
Tengdar fréttir „Af hverju ætli þetta mál lifi með þjóðinni?“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson dómsmálaráðherra hefur ákveðið að skipa settan ríkissaksóknara sem mun fara yfir endurupptökubeiðnir í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu eftir að Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari lýsti sig vanhæfa. Embættismenn í dómsmáláráðuneytinu ræddu við mögulega kandídata í dag og á að kynna settan saksóknara á allra næstu dögum. 2. október 2014 19:30 Erfiðlega gengur að finna nýjan ríkissaksóknara Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ætlar að setja ríkissaksóknara í stað Sigríðar Friðjónsdóttur á næstu dögum til að taka afstöðu til endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálsins. 2. október 2014 18:39 Saksóknari tók 554 daga í að ákveða sig: Sigmundur segist bregðast fljótt við Erla Bolladóttir, ein þeirra dæmdu í málinu, spyr hvers vegna það hafi tekið ríkissaksóknara svo langan tíma að lýsa yfir vanhæfi. 2. október 2014 00:01 „Þetta var algjört klúður“ Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari fer yfir vanhæfni sína í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, og ásakanir um ófullnægjandi eftirlit með símhlustunum sem hún segir vera algjört klúður af hálfu sérstaks saksóknara. 3. október 2014 07:00 Ákvörðun ríkissaksóknara mikil vonbrigði „Það er eitthvað meira að gerast en bara það sem er að gerast í dag,“ segir Erla Bolladóttir en ríkissaksóknari lýsti sig vanhæfa til að fjalla um endurupptöku Guðmundar og Geirfinnsmálið. 1. október 2014 18:05 Þurfti að bíða eftir formlegri beiðni til að taka afstöðu um vanhæfi Sigríður Friðjónsdóttir ríkissakskóknari segist ekki hafa geta tekið ákvörðun um vanhæfi í Geirfinns- og Guðmundar málunum fyrr en formleg beiðni um endurupptöku hafi legið fyrir. Sú beiðni hafi borist 4. september. 2. október 2014 13:19 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Fleiri fréttir „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði Sjá meira
„Af hverju ætli þetta mál lifi með þjóðinni?“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson dómsmálaráðherra hefur ákveðið að skipa settan ríkissaksóknara sem mun fara yfir endurupptökubeiðnir í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu eftir að Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari lýsti sig vanhæfa. Embættismenn í dómsmáláráðuneytinu ræddu við mögulega kandídata í dag og á að kynna settan saksóknara á allra næstu dögum. 2. október 2014 19:30
Erfiðlega gengur að finna nýjan ríkissaksóknara Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ætlar að setja ríkissaksóknara í stað Sigríðar Friðjónsdóttur á næstu dögum til að taka afstöðu til endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálsins. 2. október 2014 18:39
Saksóknari tók 554 daga í að ákveða sig: Sigmundur segist bregðast fljótt við Erla Bolladóttir, ein þeirra dæmdu í málinu, spyr hvers vegna það hafi tekið ríkissaksóknara svo langan tíma að lýsa yfir vanhæfi. 2. október 2014 00:01
„Þetta var algjört klúður“ Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari fer yfir vanhæfni sína í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, og ásakanir um ófullnægjandi eftirlit með símhlustunum sem hún segir vera algjört klúður af hálfu sérstaks saksóknara. 3. október 2014 07:00
Ákvörðun ríkissaksóknara mikil vonbrigði „Það er eitthvað meira að gerast en bara það sem er að gerast í dag,“ segir Erla Bolladóttir en ríkissaksóknari lýsti sig vanhæfa til að fjalla um endurupptöku Guðmundar og Geirfinnsmálið. 1. október 2014 18:05
Þurfti að bíða eftir formlegri beiðni til að taka afstöðu um vanhæfi Sigríður Friðjónsdóttir ríkissakskóknari segist ekki hafa geta tekið ákvörðun um vanhæfi í Geirfinns- og Guðmundar málunum fyrr en formleg beiðni um endurupptöku hafi legið fyrir. Sú beiðni hafi borist 4. september. 2. október 2014 13:19
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent