Nágrannaerjur í Vogum: Meðvitundarlaus í hálftíma og bar svo út Fréttablaðið Stefán Árni Pálsson skrifar 3. október 2014 15:25 Vogar á Vatnsleysuströnd. Framhaldsaðalmeðferð fór fram í Héraðsdómi Reykjaness í dag í máli ákæruvaldsins gegn manni á fimmtugsaldri sem er ákærður fyrir líkamsárás á hendur nágranna sínum að morgni 22. maí 2012 í Vogum á Vatnsleysuströnd. Nágrannarnir eiga langa sögu í kerfinu og hafa þeir áður deilt fyrir dómsstólum en hinn ákærði kærði meinta fórnarlambið í málinu árið 2011 fyrir að bera sig fyrir framan nágranna sína í Vogunum. Í því máli var maðurinn sakfelldur í héraðsdómi en sýknaður í Hæstarétti. Maðurinn á fimmtugsaldri heldur því fram að nágranninn hafi sjálfur veitt sér áverkana. Meinta fórnarlambið í málinu er á sextugsaldri en þeir bjuggu þá báðir í parhúsi í Vogunum. Erjur nágrannanna stóðu yfir í um þrjár klukkustundir í héraðsdómi í morgun og til að byrja með var rætt símleiðis við lækni sem tók á móti manninum eftir meinta árás. „Hann kom snemma morguns í fylgd með lögreglumönnum og sagði að hann hefði orðið fyrir líkamsárás,“ sagði læknirinn. „Hann grét og skalf allur og nötraði. Maðurinn virkaði í mikilli geðhræringu og sagði að nágranni hans hefði ráðist á hann. Hann var með talsverða áverka á líkamanum.“ Læknirinn sagði manninn hafa lýst atburðarásinni á þann hátt að nágranni hans hefði látið högg dynja á honum og beitt miklum þrýstingi við háls hans. Lögreglumaður sem bar vitni taldi einkennilegt að meintur árásarmaður hefði verið nýkomin úr sturtu um fimmleytið um morguninn.Vísir/GVA Vill meina að hann hafi dottið fram fyrir sig Aðspurður hvort maðurinn hefði getað fengið áverkana með því að detta fram fyrir sig á götuna svaraði læknirinn; „Það tel ég ólíklegt. Hann var með áverka að framan og á rasskinn, sem segir að hann hefur líklega ekki dottið fram fyrir sig.“ Læknirinn var spurður hvort maðurinn hefði getað veitt sér svona áverka sjálfur? „Mér finnst það ólíklegt, áverkarnir á rasskinn segja til um að það sé erfitt að veita sér þá sjálfur. Einnig voru marblettir um háls sem erfitt er að veita sér sjálfur.“ Verjandi yngri mannsins spurði því næst lækninn hvort það væri útilokað að hann hafi veitt sér þessa áverka sjálfur. „Það er ekki útilokað. Það er ekki hægt að útiloka neitt. Áverkarnir í andliti mannsins voru kannski ekki beint þess eðlis að hann hafi verið kýldur með opnum hnefa.“ Eldri maðurinn hafði áður borið vitni í málinu um að hann hefði legið meðvitundarlaus í hálftíma í innkeyrslunni við húsnæði sitt eftir að hafa verið kyrktur af nágranna sínum. Í dómssal í morgun sagði læknirinn að lengd tímans gæti ekki átt við rök að styðjast og það sé í raun útilokað að hann hefði legið meðvitundarlaus í hálftíma. Útkall í Vogum á Vatnsleysuströnd „Við fengum útkall vegna líkamsárásar,“ sagði einn þriggja lögreglumanna sem báru í dag vitni. „Maðurinn sagði okkur að nágranni hefði ráðist á sig þegar hann var að sækja Fréttablaðið,“ en hann bar út blaðið á þeim tíma. „Við fórum yfir til nágrannans og spurðum hvort hann kannaðist við málið. Hann kannaðist ekki við málið og var nýkominn úr sturtu þegar við komum heim til hans. Hann virkaði samt sem áður stressaður. Hann sagði síðan við mig að þeir hefðu lengi verið í nágrannadeilum.“ Lögreglumaðurinn sagði að sér og samstarfsmönnum sínum hafi fundist eins og yngri maðurinn væri ekki að segja sannleikann. „Hann var nýkominn úr sturtu klukkan fimm um morguninn sem okkur þótti einkennilegt.“ Verjandi mannsins spurði því næst lögreglumanninn hvort einhver vitni hefðu verið kölluð til á vettvangi. „Við kölluðum ekki til vitnis á staðnum og ekki fannst blóðugur fatnaður heima hjá ákærða.“ Rannsóknarlögregla á Suðurnesjunum rannsakaði málið síðar sama dag. „Ég fór á vettvang, rannsakaði málið og kom því til lögreglufulltrúa. Ákærði heimilaði húsleit og við skoðuðum för fyrir utan húsið og blóð. Við töldum okkur geta greint blóð og för sem bentu til að eitthvað hefði átt sér stað. Þetta voru ummerki sem voru þess eðlis að það leit út fyrir að einhver hefði verið dreginn meðfram jörðinni.“ Hinn kærði heldur því aftur á móti fram að nágranninn hafi hlaupið á kerru sem var í innkeyrslunni. Myndir voru sýndar í dómssal þar sem fram kom að hann hafi verið með áverka á hné og sköflungi. Úr Héraðsdómi Reykjaness.Vísir/Stefán Þótti rannsóknin illa framkvæmd Lögmaður hins kærða, spurði ítrekað lögreglumenn hvar hægt væri að sjá för í innkeyrslu meints fórnarlambs og gátu þeir illa gefið skýr svör um þann hluta málsins. Fram kom ítrekað í vitnisburði lögreglumanna að sérstök lögregluskýrsla hafi ekki verið skiluð inn að fullu þar sem málið þótti í raun upplýst þegar þeir mættu á vettvang. Hafði lögmaður ákærða óskað eftir myndum til að staðfesta að dragför hefðu sést í innkeyrslunni. Á myndunum sáust engin slík för. Lögmaður ákæruvaldsins sagði að mikill munur hefði verið á vitnisburði mannsins sem ákærður er í héraði og við skýrslutöku hans hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Fram kom í dómssal í morgun að hinn kærði haldi því fram að nágranni hans hafi ofsótt fjölskyldu hans um langan tíma, stungið á dekk á bíl hans og ítrekað angrað hann. Maðurinn vill meina að hann hafi komið að nágranna sínum í innkeyrslu sinni um umræddan morgun og þá haldið að hann ætlaði að vinna skemmdir á húsnæði sínu eða bíl. Hann segist hafa farið rakleit út og þá hafi nágranni hans hlaupið af stað. Maðurinn heldur heldur því fram að nágranni hans hafi þá dottið fram fyrir sig. Sá yngri hafði áður borðið vitni í málinu um það að hann hefði því næst teymt nágranna sinn yfir í eigin innkeyrslu og skilið hann eftir þar. Maðurinn sagði að því næst hafi hann öskrað á nágranna sinn og sagt honum að láta hann og fjölskyldu sína í friði. Eins og áður segir þá heldur eldri maðurinn því fram í málinu að hann hafi rankað við sér í innkeyrslunni eftir að hafa verið meðvitundarlaus í hálftíma. Hann sagði þegar hann bar vitni fyrir dómsstólum að hann hefði borið út Fréttablaðið í hverfinu áður en hann tilkynnti árásina til lögreglunnar. Hann sagðist þó ekki muna að hafa borið út blaðið. Segir frásögn mannsins sérstakaÞetta þótti lögmanni ákærða mjög svo einkennilegt þegar hann flutti lokaræðu sína í aðalmeðferðinni í dag. Hann gagnrýndi mjög störf lögreglunnar í málinu og talaði um að lögreglan hefði í raun lokað málinu um leið og hún mætti á staðinn. Því hefði aldrei farið fram nægilega góð rannsókn á málinu. Ekki hefði verið leitað nægilega vel að vitnum. „Þeir voru bara búnir að ákveða það að maðurinn væri sekur þegar þeir mættu á svæðið.“ Fram kom í framhaldsaðalmeðferðinni í dag að lögreglustjóri telji hæfileg refsins vera þriggja mánaða fangelsi og ákærði verðir dæmdur til að greiða sakarkostnað nágranna síns. Eldri maðurinn fer einnig fram á bótakröfu upp á 1.266.000 krónur. Auk þess að nágranni hans greiði 330.000 í lögmannskostnað. Lögmaður mannsins sagði að tjón hans væri ekki síður sálrænt. „Hann upplifði árásina eins og maðurinn ætlaði að drepa hann. Árásin hefur haft mjög mikil áhrif á hann. Hann flutti strax úr húsinu sem og úr bæjarfélaginu.“ Lögmaður hins ákærða, gerði þá kröfu að skjólstæðingur sinn yrði sýknaður af öllum kröfum. „Ég geri þær dómkröfur að ákærði verði sýknaður af öllum kröfum. Skjólstæðingur minn hefur ítrekað neitað sök en allir aðilar málsins eru aftur á móti sammála um það að langvarandi nágrannadeilur hafa verið á milli þeirra,“ sagði lögmaðurinn og bætti við í lokin: „Þetta mál skilur eftir fleiri spurningar nú að lokinni aðalmeðferð en þegar hún hófst.“ Ekki er ljóst hvenær dómur verður kveðinn upp í málinu. Nágrannadeilur Vogar Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt en ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Sjá meira
Framhaldsaðalmeðferð fór fram í Héraðsdómi Reykjaness í dag í máli ákæruvaldsins gegn manni á fimmtugsaldri sem er ákærður fyrir líkamsárás á hendur nágranna sínum að morgni 22. maí 2012 í Vogum á Vatnsleysuströnd. Nágrannarnir eiga langa sögu í kerfinu og hafa þeir áður deilt fyrir dómsstólum en hinn ákærði kærði meinta fórnarlambið í málinu árið 2011 fyrir að bera sig fyrir framan nágranna sína í Vogunum. Í því máli var maðurinn sakfelldur í héraðsdómi en sýknaður í Hæstarétti. Maðurinn á fimmtugsaldri heldur því fram að nágranninn hafi sjálfur veitt sér áverkana. Meinta fórnarlambið í málinu er á sextugsaldri en þeir bjuggu þá báðir í parhúsi í Vogunum. Erjur nágrannanna stóðu yfir í um þrjár klukkustundir í héraðsdómi í morgun og til að byrja með var rætt símleiðis við lækni sem tók á móti manninum eftir meinta árás. „Hann kom snemma morguns í fylgd með lögreglumönnum og sagði að hann hefði orðið fyrir líkamsárás,“ sagði læknirinn. „Hann grét og skalf allur og nötraði. Maðurinn virkaði í mikilli geðhræringu og sagði að nágranni hans hefði ráðist á hann. Hann var með talsverða áverka á líkamanum.“ Læknirinn sagði manninn hafa lýst atburðarásinni á þann hátt að nágranni hans hefði látið högg dynja á honum og beitt miklum þrýstingi við háls hans. Lögreglumaður sem bar vitni taldi einkennilegt að meintur árásarmaður hefði verið nýkomin úr sturtu um fimmleytið um morguninn.Vísir/GVA Vill meina að hann hafi dottið fram fyrir sig Aðspurður hvort maðurinn hefði getað fengið áverkana með því að detta fram fyrir sig á götuna svaraði læknirinn; „Það tel ég ólíklegt. Hann var með áverka að framan og á rasskinn, sem segir að hann hefur líklega ekki dottið fram fyrir sig.“ Læknirinn var spurður hvort maðurinn hefði getað veitt sér svona áverka sjálfur? „Mér finnst það ólíklegt, áverkarnir á rasskinn segja til um að það sé erfitt að veita sér þá sjálfur. Einnig voru marblettir um háls sem erfitt er að veita sér sjálfur.“ Verjandi yngri mannsins spurði því næst lækninn hvort það væri útilokað að hann hafi veitt sér þessa áverka sjálfur. „Það er ekki útilokað. Það er ekki hægt að útiloka neitt. Áverkarnir í andliti mannsins voru kannski ekki beint þess eðlis að hann hafi verið kýldur með opnum hnefa.“ Eldri maðurinn hafði áður borið vitni í málinu um að hann hefði legið meðvitundarlaus í hálftíma í innkeyrslunni við húsnæði sitt eftir að hafa verið kyrktur af nágranna sínum. Í dómssal í morgun sagði læknirinn að lengd tímans gæti ekki átt við rök að styðjast og það sé í raun útilokað að hann hefði legið meðvitundarlaus í hálftíma. Útkall í Vogum á Vatnsleysuströnd „Við fengum útkall vegna líkamsárásar,“ sagði einn þriggja lögreglumanna sem báru í dag vitni. „Maðurinn sagði okkur að nágranni hefði ráðist á sig þegar hann var að sækja Fréttablaðið,“ en hann bar út blaðið á þeim tíma. „Við fórum yfir til nágrannans og spurðum hvort hann kannaðist við málið. Hann kannaðist ekki við málið og var nýkominn úr sturtu þegar við komum heim til hans. Hann virkaði samt sem áður stressaður. Hann sagði síðan við mig að þeir hefðu lengi verið í nágrannadeilum.“ Lögreglumaðurinn sagði að sér og samstarfsmönnum sínum hafi fundist eins og yngri maðurinn væri ekki að segja sannleikann. „Hann var nýkominn úr sturtu klukkan fimm um morguninn sem okkur þótti einkennilegt.“ Verjandi mannsins spurði því næst lögreglumanninn hvort einhver vitni hefðu verið kölluð til á vettvangi. „Við kölluðum ekki til vitnis á staðnum og ekki fannst blóðugur fatnaður heima hjá ákærða.“ Rannsóknarlögregla á Suðurnesjunum rannsakaði málið síðar sama dag. „Ég fór á vettvang, rannsakaði málið og kom því til lögreglufulltrúa. Ákærði heimilaði húsleit og við skoðuðum för fyrir utan húsið og blóð. Við töldum okkur geta greint blóð og för sem bentu til að eitthvað hefði átt sér stað. Þetta voru ummerki sem voru þess eðlis að það leit út fyrir að einhver hefði verið dreginn meðfram jörðinni.“ Hinn kærði heldur því aftur á móti fram að nágranninn hafi hlaupið á kerru sem var í innkeyrslunni. Myndir voru sýndar í dómssal þar sem fram kom að hann hafi verið með áverka á hné og sköflungi. Úr Héraðsdómi Reykjaness.Vísir/Stefán Þótti rannsóknin illa framkvæmd Lögmaður hins kærða, spurði ítrekað lögreglumenn hvar hægt væri að sjá för í innkeyrslu meints fórnarlambs og gátu þeir illa gefið skýr svör um þann hluta málsins. Fram kom ítrekað í vitnisburði lögreglumanna að sérstök lögregluskýrsla hafi ekki verið skiluð inn að fullu þar sem málið þótti í raun upplýst þegar þeir mættu á vettvang. Hafði lögmaður ákærða óskað eftir myndum til að staðfesta að dragför hefðu sést í innkeyrslunni. Á myndunum sáust engin slík för. Lögmaður ákæruvaldsins sagði að mikill munur hefði verið á vitnisburði mannsins sem ákærður er í héraði og við skýrslutöku hans hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Fram kom í dómssal í morgun að hinn kærði haldi því fram að nágranni hans hafi ofsótt fjölskyldu hans um langan tíma, stungið á dekk á bíl hans og ítrekað angrað hann. Maðurinn vill meina að hann hafi komið að nágranna sínum í innkeyrslu sinni um umræddan morgun og þá haldið að hann ætlaði að vinna skemmdir á húsnæði sínu eða bíl. Hann segist hafa farið rakleit út og þá hafi nágranni hans hlaupið af stað. Maðurinn heldur heldur því fram að nágranni hans hafi þá dottið fram fyrir sig. Sá yngri hafði áður borðið vitni í málinu um það að hann hefði því næst teymt nágranna sinn yfir í eigin innkeyrslu og skilið hann eftir þar. Maðurinn sagði að því næst hafi hann öskrað á nágranna sinn og sagt honum að láta hann og fjölskyldu sína í friði. Eins og áður segir þá heldur eldri maðurinn því fram í málinu að hann hafi rankað við sér í innkeyrslunni eftir að hafa verið meðvitundarlaus í hálftíma. Hann sagði þegar hann bar vitni fyrir dómsstólum að hann hefði borið út Fréttablaðið í hverfinu áður en hann tilkynnti árásina til lögreglunnar. Hann sagðist þó ekki muna að hafa borið út blaðið. Segir frásögn mannsins sérstakaÞetta þótti lögmanni ákærða mjög svo einkennilegt þegar hann flutti lokaræðu sína í aðalmeðferðinni í dag. Hann gagnrýndi mjög störf lögreglunnar í málinu og talaði um að lögreglan hefði í raun lokað málinu um leið og hún mætti á staðinn. Því hefði aldrei farið fram nægilega góð rannsókn á málinu. Ekki hefði verið leitað nægilega vel að vitnum. „Þeir voru bara búnir að ákveða það að maðurinn væri sekur þegar þeir mættu á svæðið.“ Fram kom í framhaldsaðalmeðferðinni í dag að lögreglustjóri telji hæfileg refsins vera þriggja mánaða fangelsi og ákærði verðir dæmdur til að greiða sakarkostnað nágranna síns. Eldri maðurinn fer einnig fram á bótakröfu upp á 1.266.000 krónur. Auk þess að nágranni hans greiði 330.000 í lögmannskostnað. Lögmaður mannsins sagði að tjón hans væri ekki síður sálrænt. „Hann upplifði árásina eins og maðurinn ætlaði að drepa hann. Árásin hefur haft mjög mikil áhrif á hann. Hann flutti strax úr húsinu sem og úr bæjarfélaginu.“ Lögmaður hins ákærða, gerði þá kröfu að skjólstæðingur sinn yrði sýknaður af öllum kröfum. „Ég geri þær dómkröfur að ákærði verði sýknaður af öllum kröfum. Skjólstæðingur minn hefur ítrekað neitað sök en allir aðilar málsins eru aftur á móti sammála um það að langvarandi nágrannadeilur hafa verið á milli þeirra,“ sagði lögmaðurinn og bætti við í lokin: „Þetta mál skilur eftir fleiri spurningar nú að lokinni aðalmeðferð en þegar hún hófst.“ Ekki er ljóst hvenær dómur verður kveðinn upp í málinu.
Nágrannadeilur Vogar Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt en ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Sjá meira