Aukning í bílasölu 58% í september Finnur Thorlacius skrifar 3. október 2014 17:27 Toyota RAV. Toyota seldi flesta bíla í september, eða 110. Sala á nýjum fólksbílum frá 1. til 30. september sl. jókst um 58% en nýskráðir fólksbílar á þessu tímabili voru 553 stk. í samanburði við 350 í sama mánuði í fyrra, eða aukning um 203 bíla. Samtals hafa verið skráðir 8169 fólksbílar á fyrstu 9 mánuðum ársins og er það 30,7% aukning frá fyrra ári. Fjöldi bílaleigubíla af heildarnýskráningu er 4,279 það sem af er ári, eða 52% af heildarsölunni. Í september sl. voru nýskráðir 26 bílaleigubílar eða 4,7% af heildarnýskráningum mánaðarins. Aukning hefur verið í nýskráningum fólksbíla til einstaklinga og fyrirtækja allt árið en þegar komið er frammá þennan árstíma er búið að afgreiða stærsta hluta af þeim bílum sem fara til bílaleiga. Þrátt fyrir það er góður gangur í sölu nýrra bíla sem fara í auknum mæli til einstaklinga og fyrirtækja segir Özur Lárusson framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins. Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Heldur fullum launum Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent
Sala á nýjum fólksbílum frá 1. til 30. september sl. jókst um 58% en nýskráðir fólksbílar á þessu tímabili voru 553 stk. í samanburði við 350 í sama mánuði í fyrra, eða aukning um 203 bíla. Samtals hafa verið skráðir 8169 fólksbílar á fyrstu 9 mánuðum ársins og er það 30,7% aukning frá fyrra ári. Fjöldi bílaleigubíla af heildarnýskráningu er 4,279 það sem af er ári, eða 52% af heildarsölunni. Í september sl. voru nýskráðir 26 bílaleigubílar eða 4,7% af heildarnýskráningum mánaðarins. Aukning hefur verið í nýskráningum fólksbíla til einstaklinga og fyrirtækja allt árið en þegar komið er frammá þennan árstíma er búið að afgreiða stærsta hluta af þeim bílum sem fara til bílaleiga. Þrátt fyrir það er góður gangur í sölu nýrra bíla sem fara í auknum mæli til einstaklinga og fyrirtækja segir Özur Lárusson framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins.
Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Heldur fullum launum Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent