Fótbolti

Hjörvar og Rikki rífast um "sorgarsögu“ Arsenal í Meistaradeildinni

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Danny Welbeck varð á miðvikudagskvöldið þriðji maðurinn í sögu Arsenal til að skora þrennu fyrir liðið í Meistaradeildinni. Hinir eru ThierryHenry og NicklasBendtner.

Guðmundur Benediktsson sagði áhorfendum frá þessu meðal annars í Messu kvöldsins á Stöð 2 Sport 2 og uppskar þetta svar frá HjörvariHafliðasyni: „Þetta segir mikið um sorgarsögu Arsenal í Meistaradeildinni.“

Ríkharður Daðason var ekki á sama máli um að saga Arsenal í Meistaradeildinni væri einhver sorgarsaga.

„Ég er ekki alveg sammála þér að þetta sé sorgarsaga. Arsenal er alltaf í Meistaradeildinni og hefur farið upp úr riðlinum fjórtán ár í röð,“ sagði hann.

„Þeir hafa reyndar tapað ansi oft í 16 liða úrslitum, en þar hefur liðið tapað fyrir Bayern München og þrisvar sinnum fyrir Barcelona.“

Hjörvar svaraði: „Þér finnst ekkert merkilegt að Wenger sé búinn að vera í starfinu í átján ár og aldrei unnið neitt í Evrópu? Mér finnst það afrek. Ég hélt menn myndu allavega ramba á einn titil einhverntíma.“

Umræðurnar voru nokkuð heitar, en að lokum sagði Hjörvar: „Það hafa allir unnið Evrópubikarinn nema Arsenal.“

Þetta líflega rifrildi má sjá í klippunni hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×