Biðja lögregluna og nærstadda afsökunar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. október 2014 12:35 Félagarnir voru miður sín þegar blaðamaður ræddi við þá í dag. Vísir/JóiK „Við biðjumst afsökunar á þessu. Þetta var vanhugsað af okkar hálfu og við virðum störf lögreglunnar miklu meira en þetta,“ segja félagarnir Nökkvi Fjalar Orrason, Egill Ploder Ottósson og Róbert Úlfarsson sem standa að sjónvarpsþættinum Áttunni á Bravó. Lögregla var kölluð að Kringlunni í gær vegna ábendingar frá vegfaranda um að maður klæddur lambhúshettu væri að brjótast inn í bíl. Hið rétta er að þremenningarnir voru að taka upp liðinn Samfélagstilraun í þætti sínum. Í þetta skiptið vildu þeir kanna viðbrögð almennings við því að verið væri að brjótast inn í bíl um hábjartan dag. Áttu þeir von á því að öryggisvörður gæti skorist í leikinn eða þá einn lögreglumaður myndi koma við. Skömmu eftir að upptökum lauk um hálf fjögur leytið í gær voru þrír lögreglubílar mættir á vettvang. „Þeir voru rosalega fúlir og skiljanlega. Við eigum erfitt með að lýsa með orðum hvað við sjáum mikið eftir þessu,“ segja félagarnir sem gáfu lögreglu skýrslu. Lögreglan hefur málið á sínu borði og mun koma í ljós í vikunni hvert framhald þess verður.Í tilkynningu lögreglu í gær kom fram að drengirnir hefðu ætlað bæði að kanna viðbragðstíma almennings og lögreglu við innbroti í bíl. Í tilkynningunni kom fram að atvikið teldist alvarlegt og það varðaði við lög að blekkja lögreglu og valda töfum á öðrum verkefnum hennar. Þáttastjórnendurnir segjast eingöngu hafa ætlað að kanna hvernig almenningur myndi bregðast við. Þeir hafi hins vegar ekki hugsað dæmið til enda. „Við vitum að lögreglan hefur miklu mikilvægari málum að sinna. Okkur þykir afar leiðinlegt að hafa sóað tíma þeirra í þetta,“ segja félagarnir. „Við biðjum lögregluna afsökunar og alla þá sem mögulega hafa orðið hræddir eða skelkaðir vegna uppákomunar í gær.“ Áttan Tengdar fréttir Lögregla ósátt við sviðsett innbrot í Kringlunni Atvikið reyndist sviðsett en lögregla lítur það alvarlegum augum. 5. október 2014 18:11 Svæfa Gillz og setja á hann skinku og rjóma Strákarnir í Áttunni taka upp á ýmsu. 6. október 2014 14:30 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
„Við biðjumst afsökunar á þessu. Þetta var vanhugsað af okkar hálfu og við virðum störf lögreglunnar miklu meira en þetta,“ segja félagarnir Nökkvi Fjalar Orrason, Egill Ploder Ottósson og Róbert Úlfarsson sem standa að sjónvarpsþættinum Áttunni á Bravó. Lögregla var kölluð að Kringlunni í gær vegna ábendingar frá vegfaranda um að maður klæddur lambhúshettu væri að brjótast inn í bíl. Hið rétta er að þremenningarnir voru að taka upp liðinn Samfélagstilraun í þætti sínum. Í þetta skiptið vildu þeir kanna viðbrögð almennings við því að verið væri að brjótast inn í bíl um hábjartan dag. Áttu þeir von á því að öryggisvörður gæti skorist í leikinn eða þá einn lögreglumaður myndi koma við. Skömmu eftir að upptökum lauk um hálf fjögur leytið í gær voru þrír lögreglubílar mættir á vettvang. „Þeir voru rosalega fúlir og skiljanlega. Við eigum erfitt með að lýsa með orðum hvað við sjáum mikið eftir þessu,“ segja félagarnir sem gáfu lögreglu skýrslu. Lögreglan hefur málið á sínu borði og mun koma í ljós í vikunni hvert framhald þess verður.Í tilkynningu lögreglu í gær kom fram að drengirnir hefðu ætlað bæði að kanna viðbragðstíma almennings og lögreglu við innbroti í bíl. Í tilkynningunni kom fram að atvikið teldist alvarlegt og það varðaði við lög að blekkja lögreglu og valda töfum á öðrum verkefnum hennar. Þáttastjórnendurnir segjast eingöngu hafa ætlað að kanna hvernig almenningur myndi bregðast við. Þeir hafi hins vegar ekki hugsað dæmið til enda. „Við vitum að lögreglan hefur miklu mikilvægari málum að sinna. Okkur þykir afar leiðinlegt að hafa sóað tíma þeirra í þetta,“ segja félagarnir. „Við biðjum lögregluna afsökunar og alla þá sem mögulega hafa orðið hræddir eða skelkaðir vegna uppákomunar í gær.“
Áttan Tengdar fréttir Lögregla ósátt við sviðsett innbrot í Kringlunni Atvikið reyndist sviðsett en lögregla lítur það alvarlegum augum. 5. október 2014 18:11 Svæfa Gillz og setja á hann skinku og rjóma Strákarnir í Áttunni taka upp á ýmsu. 6. október 2014 14:30 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Lögregla ósátt við sviðsett innbrot í Kringlunni Atvikið reyndist sviðsett en lögregla lítur það alvarlegum augum. 5. október 2014 18:11
Svæfa Gillz og setja á hann skinku og rjóma Strákarnir í Áttunni taka upp á ýmsu. 6. október 2014 14:30