Ghasem fær hæli á Íslandi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. október 2014 13:35 Talsmaður Ghasem segir mál hans sýna að Dyflinnarreglan heldur ekki þegar vísa á fólki úr landi á grundvelli hennar. Vísir/Pjetur Ghasem Mohamadi, afgönskum hælisleitanda, hefur verið veitt pólitískt hæli á Ísland. Mál hans vakti mikla athygli í vor en þá fór hann í hungurverkfall til að mótmæla því að vísa ætti honum úr landi á grundvelli Dyflinnarreglunnar. Hann kom fyrst til Svíþjóðar sem flóttamaður áður en hann kom til Íslands. Dyflinnarreglan er samkomulag milli Evrópuríkja og felur í sér að það land sem hælisleitandi kemur fyrst til, ber ábyrgð á að umókn hans hljóti afgreiðslu. Í samtali við Ghasem segist hann mjög ánægður og að honum líði vel með að nú sé loks komin niðurstaða í mál hans. „Ég vil læra íslensku þar sem ég tala ekki svo góða ensku. Ég er byrjaður í íslensku í Mími og svo kemur í ljós hvað ég tek mér fyrir hendur,“ segir Ghasem aðspurður um hvað taki nú við hjá honum. Hann er afar þakklátur fyrir allan þann stuðning sem hann hefur fengið. „Mig langar bara að þakka fyrir allan þann stuðning sem ég hef fengið. Ég þekki ekki einu sinni allt þetta fólk en þau mundu eftir mér og studdu mig allan tímann.“ Benjamín Julian, talsmaður Ghasem, segir mál hans sýna að Dyflinnarreglan haldi ekki. „Það var náttúrulega búið að vísa honum úr landi á grundvelli þeirrar reglu en Innanríkisráðuneyti vísaði máli hans aftur til Útlendingastofnunar. Nú hefur honum verið veitt hæli og okkur finnst þetta bara vera til marks um að Dyflinnarreglan heldur ekki þegar vísa á fólki úr landi á grundvelli hennar.“ Tengdar fréttir Ghasem ekki sendur úr landi "Ghasem fær sennilega fundarboðun bráðlega. Þessir hlutir taka samt alltaf tíma. Þarna fær hann smá vonarglætu, en það er ekki verið að vinna með fólki til að létta á einhverri sálfræðilegri pressu. Þvert á móti.“ 3. júní 2014 13:51 Mótmæli við Innanríkisráðuneytið Boðað hefur verið til mótmæla til stuðnings Ghasem Mohammadi, tvítugum Afgana, sem á yfir höfði sér brottvísun frá Íslandi. 28. apríl 2014 09:48 Hvorki borðað né drukkið í sjö daga Afganskur hælisleitandi, sem er nú á sjöunda degi hungurverkfalls, var í morgun fluttur meðvitundarlaus á sjúkrahús. Hvorki Innanríkisráðuneytið né Útlendingastofnun hafa brugðist við fréttum af hungurverkfallinu. 27. apríl 2014 19:15 Hælisleitandi í hungurverkfalli fluttur á sjúkrahús með hraði Afganskur hælisleitandi, Ghasem Mohammadi, hefur beðið í tvö ár hér á landi eftir úrskurði um dvalarleyfi. 27. apríl 2014 14:21 Segir mál Ghasems lýsandi fyrir stöðu hælisleitenda Um þrjú hundruð manns hafa skrifað undir áskorun þessa efnis að hælisumsókn Ghasem Mohammadi fái efnislega meðferð hér á landi. 28. apríl 2014 13:20 „Ég vil frekar deyja hér en fara aftur til Afganistans“ Tvítugur flóttamaður er nú á fimmta degi hungurverkfalls. Hann hefur beðið í tvö ár eftir úrskurði um dvalarleyfi hér á landi. 25. apríl 2014 19:28 Ghasem skilaði inn tæplega 900 undirskriftum Klukkan tíu í dag skilaði Ghasem Mohammadi, afganskur hælisleitandi, tæplega níuhundruð undirskriftum í móttöku innanríkisráðuneytisins, þar sem skrifstofustjóri tók við þeim. 29. apríl 2014 10:38 Fékk súpu eftir tíu daga mótmælasvelti Ghasem Mohamadi, tvítugur hælisleitandi frá Afganistan, byrjaði að borða í dag eftir að hafa fengið loforð um fund með innanríkisráðuneytinu. 30. apríl 2014 22:30 Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Erlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Fleiri fréttir Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Sjá meira
Ghasem Mohamadi, afgönskum hælisleitanda, hefur verið veitt pólitískt hæli á Ísland. Mál hans vakti mikla athygli í vor en þá fór hann í hungurverkfall til að mótmæla því að vísa ætti honum úr landi á grundvelli Dyflinnarreglunnar. Hann kom fyrst til Svíþjóðar sem flóttamaður áður en hann kom til Íslands. Dyflinnarreglan er samkomulag milli Evrópuríkja og felur í sér að það land sem hælisleitandi kemur fyrst til, ber ábyrgð á að umókn hans hljóti afgreiðslu. Í samtali við Ghasem segist hann mjög ánægður og að honum líði vel með að nú sé loks komin niðurstaða í mál hans. „Ég vil læra íslensku þar sem ég tala ekki svo góða ensku. Ég er byrjaður í íslensku í Mími og svo kemur í ljós hvað ég tek mér fyrir hendur,“ segir Ghasem aðspurður um hvað taki nú við hjá honum. Hann er afar þakklátur fyrir allan þann stuðning sem hann hefur fengið. „Mig langar bara að þakka fyrir allan þann stuðning sem ég hef fengið. Ég þekki ekki einu sinni allt þetta fólk en þau mundu eftir mér og studdu mig allan tímann.“ Benjamín Julian, talsmaður Ghasem, segir mál hans sýna að Dyflinnarreglan haldi ekki. „Það var náttúrulega búið að vísa honum úr landi á grundvelli þeirrar reglu en Innanríkisráðuneyti vísaði máli hans aftur til Útlendingastofnunar. Nú hefur honum verið veitt hæli og okkur finnst þetta bara vera til marks um að Dyflinnarreglan heldur ekki þegar vísa á fólki úr landi á grundvelli hennar.“
Tengdar fréttir Ghasem ekki sendur úr landi "Ghasem fær sennilega fundarboðun bráðlega. Þessir hlutir taka samt alltaf tíma. Þarna fær hann smá vonarglætu, en það er ekki verið að vinna með fólki til að létta á einhverri sálfræðilegri pressu. Þvert á móti.“ 3. júní 2014 13:51 Mótmæli við Innanríkisráðuneytið Boðað hefur verið til mótmæla til stuðnings Ghasem Mohammadi, tvítugum Afgana, sem á yfir höfði sér brottvísun frá Íslandi. 28. apríl 2014 09:48 Hvorki borðað né drukkið í sjö daga Afganskur hælisleitandi, sem er nú á sjöunda degi hungurverkfalls, var í morgun fluttur meðvitundarlaus á sjúkrahús. Hvorki Innanríkisráðuneytið né Útlendingastofnun hafa brugðist við fréttum af hungurverkfallinu. 27. apríl 2014 19:15 Hælisleitandi í hungurverkfalli fluttur á sjúkrahús með hraði Afganskur hælisleitandi, Ghasem Mohammadi, hefur beðið í tvö ár hér á landi eftir úrskurði um dvalarleyfi. 27. apríl 2014 14:21 Segir mál Ghasems lýsandi fyrir stöðu hælisleitenda Um þrjú hundruð manns hafa skrifað undir áskorun þessa efnis að hælisumsókn Ghasem Mohammadi fái efnislega meðferð hér á landi. 28. apríl 2014 13:20 „Ég vil frekar deyja hér en fara aftur til Afganistans“ Tvítugur flóttamaður er nú á fimmta degi hungurverkfalls. Hann hefur beðið í tvö ár eftir úrskurði um dvalarleyfi hér á landi. 25. apríl 2014 19:28 Ghasem skilaði inn tæplega 900 undirskriftum Klukkan tíu í dag skilaði Ghasem Mohammadi, afganskur hælisleitandi, tæplega níuhundruð undirskriftum í móttöku innanríkisráðuneytisins, þar sem skrifstofustjóri tók við þeim. 29. apríl 2014 10:38 Fékk súpu eftir tíu daga mótmælasvelti Ghasem Mohamadi, tvítugur hælisleitandi frá Afganistan, byrjaði að borða í dag eftir að hafa fengið loforð um fund með innanríkisráðuneytinu. 30. apríl 2014 22:30 Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Erlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Fleiri fréttir Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Sjá meira
Ghasem ekki sendur úr landi "Ghasem fær sennilega fundarboðun bráðlega. Þessir hlutir taka samt alltaf tíma. Þarna fær hann smá vonarglætu, en það er ekki verið að vinna með fólki til að létta á einhverri sálfræðilegri pressu. Þvert á móti.“ 3. júní 2014 13:51
Mótmæli við Innanríkisráðuneytið Boðað hefur verið til mótmæla til stuðnings Ghasem Mohammadi, tvítugum Afgana, sem á yfir höfði sér brottvísun frá Íslandi. 28. apríl 2014 09:48
Hvorki borðað né drukkið í sjö daga Afganskur hælisleitandi, sem er nú á sjöunda degi hungurverkfalls, var í morgun fluttur meðvitundarlaus á sjúkrahús. Hvorki Innanríkisráðuneytið né Útlendingastofnun hafa brugðist við fréttum af hungurverkfallinu. 27. apríl 2014 19:15
Hælisleitandi í hungurverkfalli fluttur á sjúkrahús með hraði Afganskur hælisleitandi, Ghasem Mohammadi, hefur beðið í tvö ár hér á landi eftir úrskurði um dvalarleyfi. 27. apríl 2014 14:21
Segir mál Ghasems lýsandi fyrir stöðu hælisleitenda Um þrjú hundruð manns hafa skrifað undir áskorun þessa efnis að hælisumsókn Ghasem Mohammadi fái efnislega meðferð hér á landi. 28. apríl 2014 13:20
„Ég vil frekar deyja hér en fara aftur til Afganistans“ Tvítugur flóttamaður er nú á fimmta degi hungurverkfalls. Hann hefur beðið í tvö ár eftir úrskurði um dvalarleyfi hér á landi. 25. apríl 2014 19:28
Ghasem skilaði inn tæplega 900 undirskriftum Klukkan tíu í dag skilaði Ghasem Mohammadi, afganskur hælisleitandi, tæplega níuhundruð undirskriftum í móttöku innanríkisráðuneytisins, þar sem skrifstofustjóri tók við þeim. 29. apríl 2014 10:38
Fékk súpu eftir tíu daga mótmælasvelti Ghasem Mohamadi, tvítugur hælisleitandi frá Afganistan, byrjaði að borða í dag eftir að hafa fengið loforð um fund með innanríkisráðuneytinu. 30. apríl 2014 22:30