Hvernig lifðu allir þetta af? Finnur Thorlacius skrifar 6. október 2014 14:24 Um helgina varð þessi svakalega velta í rallýkeppninni Jolly Rally Valle d´Aosta suður í Ítalíu. Það eru ökumennirnir Piero Scavone og Diego D´Herin sem þarna ná ekki krappri beygju á Renault Clio bíl sínum þegar þeir koma of hratt inní hana. Bíll þeirra hendist uppá vegkantinn og rúllar eftir honum einmitt þar sem fjöldi áhorfenda er. Á myndunum að dæma er hreint með ólíkindum að enginn þeirra verði fyrir bílnum þar sem hann stefnir beint á þá. Ekki er það síður merkilegt að ökumenn bílsins hafi ekki stórslasast í hildarleiknum. Staðsetning áhorfendanna er í raun alveg út í hött, svona rétt eftir krappa beygju, en sem betur fer var lukkan með þeim. Myndskeiðið er með því svakalegasta sem sést hefur. Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent
Um helgina varð þessi svakalega velta í rallýkeppninni Jolly Rally Valle d´Aosta suður í Ítalíu. Það eru ökumennirnir Piero Scavone og Diego D´Herin sem þarna ná ekki krappri beygju á Renault Clio bíl sínum þegar þeir koma of hratt inní hana. Bíll þeirra hendist uppá vegkantinn og rúllar eftir honum einmitt þar sem fjöldi áhorfenda er. Á myndunum að dæma er hreint með ólíkindum að enginn þeirra verði fyrir bílnum þar sem hann stefnir beint á þá. Ekki er það síður merkilegt að ökumenn bílsins hafi ekki stórslasast í hildarleiknum. Staðsetning áhorfendanna er í raun alveg út í hött, svona rétt eftir krappa beygju, en sem betur fer var lukkan með þeim. Myndskeiðið er með því svakalegasta sem sést hefur.
Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent