Di Matteo tekinn við Schalke 04 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. október 2014 09:00 Roberto Di Matteo. Vísir/Getty Roberto Di Matteo, fyrrum knattspyrnustjóri Chelsea og WBA, er tekinn við stjórninni hjá þýska úrvalsdeildarliðinu Schalke 04 og meðal verkefna hans er að mæta sínum fyrri lærisveinum í Chelsea í Meistaradeildinni. Di Matteo tekur við starfinu af Jens Keller sem var látinn fara eftir slaka byrjun á tímabilinu. Schalke er í 11. sæti deildarinnar en liðið hefur aðeins náð í 8 stig út úr fyrstu sjö leikjum sínum. Keller var búinn að stýra Schalke-liðinu síðan í desember 2012. Schalke er í 3. sæti í sínum riðli í Meistaradeildinni eftir tvö jafntefli í fyrstu tveimur leikjunum en annað þeirra kom á móti Chelsea á Stamford Bridge (1-1). Schalke tilkynnti á twitter-síðu sinni að hinn 44 ára gamli Di Matteo væri tekinn við af Keller. Di Matteo er ætlað að rífa upp gengi liðsins sem hefur aðeins unnið 2 sigra í 10 leikjum sínum á tímabilinu. Di Matteo tók við Chelsea á sínum tíma og undir hans stjórn vann liðið Meistaradeildina. Di Matteo var hinsvegar látinn taka pokann sinn eftir aðeins átta mánuði. Di Matteo reyndi sig líka í stjórastarfinu hjá bæði West Bromwich Albion og Milton Keynes Dons. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Di Canio mættur í stjóra-viðtal hjá Sunderland Paolo Di Canio er mættur til Sunderland samkvæmt frétt Sky Sports til þess að ræða möguleikann á því að taka við enska úrvalsdeildarliðinu Sunderland sem rak Martin O'Neill í gærkvöldi. 31. mars 2013 18:16 Hjörvar: Er Di Matteo eitthvað eftir á? Sparkspekingurinn skilur ekki hvers vegna Ítalinn fær ekki starf eftir að gera Chelea að Evrópumeisturum. 26. ágúst 2014 12:30 Roman vildi ekki mynd af Di Matteo á Stamford Bridge Þó svo Ítalinn Roberto di Matteo hafi unnið heilaga kaleikinn, Meistaradeildarbikarinn, fyrir Roman Abramovich, eiganda Chelsea, þá er hann ekki hátt skrifaður hjá Rússanum. 27. febrúar 2013 16:00 Sunnudagsmessan: Kveðjumyndband tileinkað Roberto Di Matteo Roberto Di Matteo náði frábærum árangri á þeim stutta tíma sem hann var knattspyrnustjóri Chelsea. Undir hans stjórn landaði liðið enska bikarmeistaratitlinu og í fyrsta sinn í sögunni náði Chelsea að fara alla leið í Meistaradeild Evrópu. Di Matteo var rekinn úr starfi á dögunum eftir að liðinu mistókst að komast áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar. Í mndbandinu má sjá samantekt í stuttri kveðju frá Sunnudagsmessunni á Stöð 2 sport sem tileinkuð var Roberto Di Matteo. 26. nóvember 2012 22:45 Roberto Di Matteo orðaður við Napólí Roberto Di Matteo, var rekinn frá Evrópumeistaraliði Chelsea fyrir tveimur dögum, verður án efa ekk lengi atvinnulaus. Ítalinn er sterklega orðaður við ítalska liðið Napólí og samkvæmt Daily Star gæti hann tekið við liðinu næsta sumar. 23. nóvember 2012 11:15 Di Canio líklegastur sem arftaki McDermott Veðbankar í Englandi telja líklegast að Ítalinn Paolo di Canio muni taka við starfi Brian McDermott sem knattspyrnustjóri Reading. 12. mars 2013 16:45 Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Leik lokið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Sjá meira
Roberto Di Matteo, fyrrum knattspyrnustjóri Chelsea og WBA, er tekinn við stjórninni hjá þýska úrvalsdeildarliðinu Schalke 04 og meðal verkefna hans er að mæta sínum fyrri lærisveinum í Chelsea í Meistaradeildinni. Di Matteo tekur við starfinu af Jens Keller sem var látinn fara eftir slaka byrjun á tímabilinu. Schalke er í 11. sæti deildarinnar en liðið hefur aðeins náð í 8 stig út úr fyrstu sjö leikjum sínum. Keller var búinn að stýra Schalke-liðinu síðan í desember 2012. Schalke er í 3. sæti í sínum riðli í Meistaradeildinni eftir tvö jafntefli í fyrstu tveimur leikjunum en annað þeirra kom á móti Chelsea á Stamford Bridge (1-1). Schalke tilkynnti á twitter-síðu sinni að hinn 44 ára gamli Di Matteo væri tekinn við af Keller. Di Matteo er ætlað að rífa upp gengi liðsins sem hefur aðeins unnið 2 sigra í 10 leikjum sínum á tímabilinu. Di Matteo tók við Chelsea á sínum tíma og undir hans stjórn vann liðið Meistaradeildina. Di Matteo var hinsvegar látinn taka pokann sinn eftir aðeins átta mánuði. Di Matteo reyndi sig líka í stjórastarfinu hjá bæði West Bromwich Albion og Milton Keynes Dons.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Di Canio mættur í stjóra-viðtal hjá Sunderland Paolo Di Canio er mættur til Sunderland samkvæmt frétt Sky Sports til þess að ræða möguleikann á því að taka við enska úrvalsdeildarliðinu Sunderland sem rak Martin O'Neill í gærkvöldi. 31. mars 2013 18:16 Hjörvar: Er Di Matteo eitthvað eftir á? Sparkspekingurinn skilur ekki hvers vegna Ítalinn fær ekki starf eftir að gera Chelea að Evrópumeisturum. 26. ágúst 2014 12:30 Roman vildi ekki mynd af Di Matteo á Stamford Bridge Þó svo Ítalinn Roberto di Matteo hafi unnið heilaga kaleikinn, Meistaradeildarbikarinn, fyrir Roman Abramovich, eiganda Chelsea, þá er hann ekki hátt skrifaður hjá Rússanum. 27. febrúar 2013 16:00 Sunnudagsmessan: Kveðjumyndband tileinkað Roberto Di Matteo Roberto Di Matteo náði frábærum árangri á þeim stutta tíma sem hann var knattspyrnustjóri Chelsea. Undir hans stjórn landaði liðið enska bikarmeistaratitlinu og í fyrsta sinn í sögunni náði Chelsea að fara alla leið í Meistaradeild Evrópu. Di Matteo var rekinn úr starfi á dögunum eftir að liðinu mistókst að komast áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar. Í mndbandinu má sjá samantekt í stuttri kveðju frá Sunnudagsmessunni á Stöð 2 sport sem tileinkuð var Roberto Di Matteo. 26. nóvember 2012 22:45 Roberto Di Matteo orðaður við Napólí Roberto Di Matteo, var rekinn frá Evrópumeistaraliði Chelsea fyrir tveimur dögum, verður án efa ekk lengi atvinnulaus. Ítalinn er sterklega orðaður við ítalska liðið Napólí og samkvæmt Daily Star gæti hann tekið við liðinu næsta sumar. 23. nóvember 2012 11:15 Di Canio líklegastur sem arftaki McDermott Veðbankar í Englandi telja líklegast að Ítalinn Paolo di Canio muni taka við starfi Brian McDermott sem knattspyrnustjóri Reading. 12. mars 2013 16:45 Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Leik lokið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Sjá meira
Di Canio mættur í stjóra-viðtal hjá Sunderland Paolo Di Canio er mættur til Sunderland samkvæmt frétt Sky Sports til þess að ræða möguleikann á því að taka við enska úrvalsdeildarliðinu Sunderland sem rak Martin O'Neill í gærkvöldi. 31. mars 2013 18:16
Hjörvar: Er Di Matteo eitthvað eftir á? Sparkspekingurinn skilur ekki hvers vegna Ítalinn fær ekki starf eftir að gera Chelea að Evrópumeisturum. 26. ágúst 2014 12:30
Roman vildi ekki mynd af Di Matteo á Stamford Bridge Þó svo Ítalinn Roberto di Matteo hafi unnið heilaga kaleikinn, Meistaradeildarbikarinn, fyrir Roman Abramovich, eiganda Chelsea, þá er hann ekki hátt skrifaður hjá Rússanum. 27. febrúar 2013 16:00
Sunnudagsmessan: Kveðjumyndband tileinkað Roberto Di Matteo Roberto Di Matteo náði frábærum árangri á þeim stutta tíma sem hann var knattspyrnustjóri Chelsea. Undir hans stjórn landaði liðið enska bikarmeistaratitlinu og í fyrsta sinn í sögunni náði Chelsea að fara alla leið í Meistaradeild Evrópu. Di Matteo var rekinn úr starfi á dögunum eftir að liðinu mistókst að komast áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar. Í mndbandinu má sjá samantekt í stuttri kveðju frá Sunnudagsmessunni á Stöð 2 sport sem tileinkuð var Roberto Di Matteo. 26. nóvember 2012 22:45
Roberto Di Matteo orðaður við Napólí Roberto Di Matteo, var rekinn frá Evrópumeistaraliði Chelsea fyrir tveimur dögum, verður án efa ekk lengi atvinnulaus. Ítalinn er sterklega orðaður við ítalska liðið Napólí og samkvæmt Daily Star gæti hann tekið við liðinu næsta sumar. 23. nóvember 2012 11:15
Di Canio líklegastur sem arftaki McDermott Veðbankar í Englandi telja líklegast að Ítalinn Paolo di Canio muni taka við starfi Brian McDermott sem knattspyrnustjóri Reading. 12. mars 2013 16:45