„Þetta er ekki hneyksli. Þetta er kynferðisbrot“ Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 7. október 2014 16:30 Forsíðan. „Ég var bara svo hrædd. Ég vissi ekki hvaða áhrif þetta hefði á feril minn,“ segir leikkonan Jennifer Lawrence sem prýðir forsíðu næsta heftis tímaritsins Vanity Fair. Í viðtali við tímaritið, sem kemur í verslanir á fimmtudaginn, talar hún ítarlega um hvernig henni leið þegar nektarmyndum af henni var lekið á netið af óprúttnum tölvuþrjótum í lok ágúst á þessu ári. Þetta er í fyrsta sinn sem hún tjáir sig opinberlega um málið. „Þó ég sé opinber persóna, þó ég sé leikkona, þýðir það ekki að ég hafi beðið um þetta. Þetta fylgir ekki starfinu. Þetta er líkami minn og þetta ætti að vera mitt val og það að þetta hafi ekki verið mitt val er viðbjóðslegt. Ég trúi því ekki einu sinni að við lifum í svona heimi,“ segir Jennifer. Hún vildi skrifa yfirlýsingu til fjölmiðla þegar upp komst um lekann en gat það ekki. „Ég grét yfir öllu sem ég reyndi að skrifa eða varð reið. Ég byrjaði á að skrifa afsökunarbeiðni en ég þarf ekki að biðjast afsökunar á neinu. Ég var í ástríku, heilbrigðu, frábæru sambandi í fjögur ár. Það var fjarsamband og annað hvort horfir kærastinn þinn á klám eða þig,“ segir Jennifer um tilurð nektarmyndanna. Hún vill að tölvuþrjótarnir sitji inni fyrir þennan glæp. „Þetta er ekki hneyksli. Þetta er kynferðisbrot. Þetta er ógeðslegt. Lögunum þarf að breyta og við þurfum að breytast. Þess vegna eru þessar vefsíður ábyrgar. Bara það að einhver geti verið misnotaður kynferðislega og brotið á honum kynferðislega og að fyrsta hugun einhvers sé að græða á því. Það er svo fjarri mér. Ég get ekki ímyndað mér að vera svona ómanneskjuleg. Ég get ekki ímyndað mér að vera svona hugsunarlaus, kærulaus og tóm að innan,“ segir leikkonan. Finnur innri frið.Jennifer var ekki sú eina sem lenti í tölvuþrjótunum en nektarmyndum af meðal annars Kim Kardashian, Amber Heard og Rihönnu var einnig lekið á netið. Leikkonan er ekki síður reið þeim sem skoðuðu myndirnar. „Til allra sem skoðuðu myndirnar: þið eruð að fremja kynferðisbrot. Þið ættuð að hnipra ykkur saman af skömm. Jafnvel fólk sem ég þekki og elska segir: Já, ég skoðaði myndirnar. Ég vil ekki reiðast en á sama tíma er ég að hugsa: Ég sagði ekki að þið mættuð horfa á nakta líkama minn.“ Bandaríska alríkislögreglan rannsakar nú málið og Jennifer líður betur nú en þegar myndunum lak í lok ágúst. „Tíminn græðir sár. Ég græt ekki yfir þessu lengur. Ég get ekki verið reið lengur. Hamingja mín veltur ekki á því hvort þetta fólk næst því kannski næst það ekki. Ég þarf að finna frið.“ Tengdar fréttir Hóta að birta nektarmyndir af Watson í kjölfar ræðunnar Emma Watson hélt magnþrungna ræðu í New York á dögunum. Nú hefur henni verið hótað öllu illu. 22. september 2014 23:35 FBI og Apple leita þrjótanna: Lawrence-lekinn í hnotskurn Tölvuþrjótar brutust inn á varða reikninga rúmlega eitt hundrað þekktra einstaklinga og láku nektarmyndum á netið. Þeirra á meðal voru svæsnar myndir af Óskarsverðlaunaleikkonunni Jennifer Lawrence. 2. september 2014 16:15 Segir fræga fólkið heimskt að setja nektarmyndir á netið Günter Oettinger segir heimsku vera eitthvað sem einungis sé hægt að bjarga fólki frá að hluta. 2. október 2014 08:53 Brjáluð eftir að nektarmyndir láku á netið Jennifer Lawrence varð fyrir árás tölvuþrjóta 1. september 2014 12:00 „Mikil áhætta fólgin í því að geyma gögn á snjallsímum“ Ekki er enn vitað hvernig hópur tölvuþrjóta komst yfir nektarmyndirnar af þekktum einstaklingum. Jafnvel er talið að myndirnar hafi gengið kaupum og sölum í gegnum vefsíðuna 4Chan. 3. september 2014 18:17 Mest lesið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Með Banksy í stofunni heima Menning Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Lífið Hljóp undir fölsku nafni Lífið Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bíó og sjónvarp Lítill rappari á leiðinni Lífið Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Lífið „Það jafnast enginn á við þig“ Lífið Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Lífið Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Fleiri fréttir Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Sjá meira
„Ég var bara svo hrædd. Ég vissi ekki hvaða áhrif þetta hefði á feril minn,“ segir leikkonan Jennifer Lawrence sem prýðir forsíðu næsta heftis tímaritsins Vanity Fair. Í viðtali við tímaritið, sem kemur í verslanir á fimmtudaginn, talar hún ítarlega um hvernig henni leið þegar nektarmyndum af henni var lekið á netið af óprúttnum tölvuþrjótum í lok ágúst á þessu ári. Þetta er í fyrsta sinn sem hún tjáir sig opinberlega um málið. „Þó ég sé opinber persóna, þó ég sé leikkona, þýðir það ekki að ég hafi beðið um þetta. Þetta fylgir ekki starfinu. Þetta er líkami minn og þetta ætti að vera mitt val og það að þetta hafi ekki verið mitt val er viðbjóðslegt. Ég trúi því ekki einu sinni að við lifum í svona heimi,“ segir Jennifer. Hún vildi skrifa yfirlýsingu til fjölmiðla þegar upp komst um lekann en gat það ekki. „Ég grét yfir öllu sem ég reyndi að skrifa eða varð reið. Ég byrjaði á að skrifa afsökunarbeiðni en ég þarf ekki að biðjast afsökunar á neinu. Ég var í ástríku, heilbrigðu, frábæru sambandi í fjögur ár. Það var fjarsamband og annað hvort horfir kærastinn þinn á klám eða þig,“ segir Jennifer um tilurð nektarmyndanna. Hún vill að tölvuþrjótarnir sitji inni fyrir þennan glæp. „Þetta er ekki hneyksli. Þetta er kynferðisbrot. Þetta er ógeðslegt. Lögunum þarf að breyta og við þurfum að breytast. Þess vegna eru þessar vefsíður ábyrgar. Bara það að einhver geti verið misnotaður kynferðislega og brotið á honum kynferðislega og að fyrsta hugun einhvers sé að græða á því. Það er svo fjarri mér. Ég get ekki ímyndað mér að vera svona ómanneskjuleg. Ég get ekki ímyndað mér að vera svona hugsunarlaus, kærulaus og tóm að innan,“ segir leikkonan. Finnur innri frið.Jennifer var ekki sú eina sem lenti í tölvuþrjótunum en nektarmyndum af meðal annars Kim Kardashian, Amber Heard og Rihönnu var einnig lekið á netið. Leikkonan er ekki síður reið þeim sem skoðuðu myndirnar. „Til allra sem skoðuðu myndirnar: þið eruð að fremja kynferðisbrot. Þið ættuð að hnipra ykkur saman af skömm. Jafnvel fólk sem ég þekki og elska segir: Já, ég skoðaði myndirnar. Ég vil ekki reiðast en á sama tíma er ég að hugsa: Ég sagði ekki að þið mættuð horfa á nakta líkama minn.“ Bandaríska alríkislögreglan rannsakar nú málið og Jennifer líður betur nú en þegar myndunum lak í lok ágúst. „Tíminn græðir sár. Ég græt ekki yfir þessu lengur. Ég get ekki verið reið lengur. Hamingja mín veltur ekki á því hvort þetta fólk næst því kannski næst það ekki. Ég þarf að finna frið.“
Tengdar fréttir Hóta að birta nektarmyndir af Watson í kjölfar ræðunnar Emma Watson hélt magnþrungna ræðu í New York á dögunum. Nú hefur henni verið hótað öllu illu. 22. september 2014 23:35 FBI og Apple leita þrjótanna: Lawrence-lekinn í hnotskurn Tölvuþrjótar brutust inn á varða reikninga rúmlega eitt hundrað þekktra einstaklinga og láku nektarmyndum á netið. Þeirra á meðal voru svæsnar myndir af Óskarsverðlaunaleikkonunni Jennifer Lawrence. 2. september 2014 16:15 Segir fræga fólkið heimskt að setja nektarmyndir á netið Günter Oettinger segir heimsku vera eitthvað sem einungis sé hægt að bjarga fólki frá að hluta. 2. október 2014 08:53 Brjáluð eftir að nektarmyndir láku á netið Jennifer Lawrence varð fyrir árás tölvuþrjóta 1. september 2014 12:00 „Mikil áhætta fólgin í því að geyma gögn á snjallsímum“ Ekki er enn vitað hvernig hópur tölvuþrjóta komst yfir nektarmyndirnar af þekktum einstaklingum. Jafnvel er talið að myndirnar hafi gengið kaupum og sölum í gegnum vefsíðuna 4Chan. 3. september 2014 18:17 Mest lesið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Með Banksy í stofunni heima Menning Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Lífið Hljóp undir fölsku nafni Lífið Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bíó og sjónvarp Lítill rappari á leiðinni Lífið Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Lífið „Það jafnast enginn á við þig“ Lífið Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Lífið Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Fleiri fréttir Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Sjá meira
Hóta að birta nektarmyndir af Watson í kjölfar ræðunnar Emma Watson hélt magnþrungna ræðu í New York á dögunum. Nú hefur henni verið hótað öllu illu. 22. september 2014 23:35
FBI og Apple leita þrjótanna: Lawrence-lekinn í hnotskurn Tölvuþrjótar brutust inn á varða reikninga rúmlega eitt hundrað þekktra einstaklinga og láku nektarmyndum á netið. Þeirra á meðal voru svæsnar myndir af Óskarsverðlaunaleikkonunni Jennifer Lawrence. 2. september 2014 16:15
Segir fræga fólkið heimskt að setja nektarmyndir á netið Günter Oettinger segir heimsku vera eitthvað sem einungis sé hægt að bjarga fólki frá að hluta. 2. október 2014 08:53
Brjáluð eftir að nektarmyndir láku á netið Jennifer Lawrence varð fyrir árás tölvuþrjóta 1. september 2014 12:00
„Mikil áhætta fólgin í því að geyma gögn á snjallsímum“ Ekki er enn vitað hvernig hópur tölvuþrjóta komst yfir nektarmyndirnar af þekktum einstaklingum. Jafnvel er talið að myndirnar hafi gengið kaupum og sölum í gegnum vefsíðuna 4Chan. 3. september 2014 18:17